21 December 2014

Gleymdu ekki hamingjudraumum þínum...

...sagði Ólafur Kárason Ljósvíkingur.

Ég gleymi þeim reglulega eða brenni þeim vegna þarfar annarra í kringum mig.   Ég er skopparakringla sem reglulega hringsnýst í kringum þá sem ég elska.   Yfirleitt karlmenn sem vilja ekkert með mig hafa.  En hann Halldór Kiljan Laxness er klárlega minn maður í dag.....

Við mæðgur fórum út.  Okkur sammældist um það að hreyfing myndi breyta öllu. 


Eftir að við vorum búnar að kanna tilgang skúrsins við bæjardyrnar og mæla hæð vörðunnar upp á hæðinni mokuðum við pallinn.


Stefnan er svo sett á bjórdrykkju og heitapottaferð fyrir nóttina...

Nýjasta áhugamálið er að mála lítil kort.  Í sambandi við myndlistanámskeiðið sem ég er á er boðið upp á ACT-klúbb sem er klúbburinn sem málar smákort eftir þema.  Ég varð svo heilluð að ég er búin að gera kort fyrir heila fílahjörð...


Það sem heillar mig mest í augnablikinu er Aboriginal art of Australia...



hreyfing:   ...mokstur á pallinum..

næring:   ...hummus úr pingbaunum..

uppljómun:   ...Terence Mackenna

20 December 2014

það malar köttur undir rúminu mínu

Hann malar stanslaust út í eitt.  Ég sofna við malið og vakna við malið.  Ég heyri það hækka og lækka eftir því hvernig athygli mín er hverrja stundu sem ég dvel í hvílu og ég held bara að ég heyri það í svefni mínum líka.

Dóttir mín segir að þetta mal komi úr heita pottinum sem liggur upp að veggnum sem ég sef við en ég kann betur við að hugsa um það sem kött.  Kött sem líður svo vel að hann malar út í eitt.

Hugsanlega reyni ég að ættleiða hann og taka heim með mér þegar þar að kemur.


Hér er lifað lífinu til fullnustu.  Kertaljós í hverju horni og öll hugsanleg spil við hendina.  Það er leti í okkur sem skapast af rigningunni og rokinu sem ræður ríkjum hér úti í Grímsnesinu.


Við mæðgur kunnum að meta jólabjórinn.  

Ég elda og þá er auðvitað ekkert í matinn annað en grænmeti..


Mér tókst að brenna laukinn.  Ég var svo upptekin við að ráða í hvernig maður spilar teninga-SET.  En ég vann..

Við tókum með okkur nýtt púsl og byrjuðum á því í dag.    Því miður kláruðum við það líka.


Þetta á eftir að vera yndisleg vika hjá okkur.

óskastund...

Stjörnurnar umvefja mig og ég þær....

Hér má telja svörtu blettina á himninum og stjörnuhröpin láta ekki á sér standa.  Ég er búin að standa úti og góna upp í loftið eins og ég hafi aldrei séð þetta og í augnablikinu líður mér þannig.  Hvernig nennir nokkur maður að búa undir mengunarhjúp höfuðborgarinnar þar sem ekkert sést og ekkert gerist.

Eitt af því sem mun standa á miðanum mínum um hvernig maður eigi að verða á vegi mínum einhvern daginn er:

-hann á að kunna flesta texta þess sem þegar er búið að syngja og syngja fyrir mig í tíma og ótíma...
-hann á að búa undir stjörnubjörtum himni
-hann á að vera grænmetisæta  
og
-honum á að þykja vænt um fólk

Ég held meira að segja að ég ætla að flytja til hans eftir að hann er búin að finna mig.




20 November 2014

þú ert augu heimsins.....


Fyrsta Mandalan mín........  fyrsta af mörgum.



Ég fór á kaffihús í síðustu viku og hitti Þórunni Erlu...

Eins og fyrirmyndin af þessari teikningu sat ég hugfangin og hlustaði á konuna segja frá lífinu.




hreyfing;   ...engin..

næring;   ...sveppate..

líðan;   ...flökurt..

02 November 2014

dögurður

hreyfing:   ..prjónahreyfing handanna..

næring:   ..súkkulaðirúsínur..

uppfræðsla:   ..ebóla..

áhyggjur:   ..verð ég búin að ryksjúga áður en spilaklúbburinn mætir um miðja viku..


Erla bauð í dögurð á laugardag.  Það var notarleg stund en undirbúningurinn var hálfu skemmtilegri þar sem við sátum kvöldin á undan og teiknuðum væntalega gesti.

Ég sit og prjóna...


Ég er hrædd um að ég angi á morgun....


hvítlaukurinn flaut um á kókosolíunni....


29 October 2014

skoðanir dagsins..

..ég ætla að henda skólabókunum mínum og öllum þeim bókum sem sneta ekki sál mína,,

Lífið er of stutt og plássið takmarkað.  Svo held ég að það trufli lífsgleðina og tæti sálina að hafa alltaf allt fullt af einhverju sem á að gera seinna í nánasta umhverfinu.

Robert A. Johnson er minn maður í dag...

Með Willowing-Art:
Stimplar búnir til úr gamalli tjalddýni sem fékk óvænt nýtt líf.   Vatnslita-trélitur og akríl-litir


Ég les Ævintýraferð Fakírsins sem festist inni í ÍKEA-skáp og borða popp með.....

27 October 2014

hugleiðingar mínar

Heimurinn hamast yfir stríðsátökum, sveltandi heimi og einhverju.  Við hömumst yfir vopna -gjöfum, -byrgðum og- notkun íslenskrar löggæslu.  Og við sem vitum ekkert, emjum og æpum hæst yfir þessum óhæfu verkum og það helst við eldhúsborðið heima hjá okkur.

Ég sit á kaffi París og drekk kaffi.  Með vandlætingu yfir enn einu kaffi / veitingarhúsi sem er ekki með ætan bita á matseðlinum fyrir harðar grænmetisætur, góni ég út í loftið milli þess sem  ég skrifa hugleiðingar mínar.

BÓKIN á ekki bækurnar sem ég leita að en þéttvaxinn krulli, með ópalpakka, sem hann bauð mér að deila með  sér, kom með tillögu sem ég var tilneydd að þakka með faðmlagi og siguröskri.

Maðurinn er klárlega krúttmoli dagsins að mínu mati....

Ég er ekki kona margra hugsana þar sem ég er sannfærð um að það sé búið að hugsa allt það sem hægt er að hugsa í þessari veröld og því ekki hægt að hugsa neitt sem ekki hefur áður verið upphugsað.  Auk þess elska ég tilhugsunina um að hugmyndin fljóti um í tóminu og komi reglulega sveimandi inn í hugmyndaheim mannanna þar sem sá sem fyrstur er og í bestu hugsanlegu aðstæðunum til að grípa tækifærið og framkvæma hlýtur heiðurinn á blöðum heimssögunnar.

Hugsanirnar sem ég greip í dag voru ekki þess eðlis að ég sjái fram á að leysa lífsgátuna fyrir háttamál en þær voru mínar og ég gældi við þær fram eftir kvöldi eða þar til ég var komin með bók á milli handa minna sem ég keypti í Eymundsson.

Hvar skítur sambýlismaðurinn þegar hann er á hjartastað sínum.....

Veltur hraði tímans á athöfnum hvers og eins og eiga þá þeir sem framkvæma ekkert langa ævi.....

Er betra að hafa ástríðu fyrir vinnunni sinni eða venjubundna samviskusemi.....

25 October 2014

An anti-elitist

Ég tók styrkleikapróf á netinu samkvæmt fyrirmælum frá vinnunni.

Eftir 180 spurningar, misskiljanlegar á ensku og með stressandi stuttan svörunartíma, komst tölvan að því að ég er:

Includer
Futuristic
Adaptability
Postitivity
Restorative

Auðvitað er ég búin að skoða alla möguleikana sem þetta forrit bíður upp á og verð að segja að þetta er skemmtilegasta stjörnuspáin sem ég hef komist í....

Nú er ég farin að bíða eftir því að sú sem ræður öllu tali við mig um þessa styrkleika mína,  og sjá hvernig hún ætlast til að ég vinni með þá.


Ég fór á Babalú í vikunni....


Þegar ég kom heim reyndi ég að vinna með myndefnið.....


19 October 2014

leti

mig langar að skríða ofan í holu og vera þar í óræðan tíma...

Willowing-Art verkefni sem sat í tossahrúgunni.  Ég átti ekki ink og notaði því bara það sem var við hendina...  ennþá ókláruð þar sem ég á eftir að teikna mynstur í hana...



Ég ætla í vinnu á morgun...   sumarfríi lokið.


18 October 2014

listamannslíf mitt..

 ..er ekki farið að skila meiri færni ennþá.    ...en ég vona að það komi.

 Æfingin skapar meistarann eins og þar er sagt.

Willowing-Art.
Með Tamara Laporte málaði ég þessi blóm með fingrunum, akríllitum, Crayons,  með pensli, skafað með skaftinu á pensli, smá slettum og smá tilraun til að láta litinn leka til..


Samkvæmt mínum gúrúum í myndlistinni í augnablikinu er gott að gera tilraunir í litar bækur.  

Ég tek mér það til fyrirmyndar.   


Svart-Gesso á blaðið og akríllitirnir mínir sitja á í taumum.


hreyfing:   ...teikna, lita, leika..

næring:   ...c-vítamín..

uppákoma dagsins:   ...afmælisveisla tengdadóttur..

kærleiksverk:   ...taka upp snið á buxum..

17 October 2014

fyrir vestan alla fegurð...

...bý ég og læt mig dreyma um að verða bóndi einhvern tíma.

Willowing-Art á hug minn og hjarta öllum stundum svo það er nánast leiðinlegt að þurfa að borða, hugsa um heimili og að mæta í vinnu...



hreyfing;   ...elta ryksuguna um allt hús..

næring;   ...hafragrautur með bláberjum, c-vítamín í miklu magni og söl..

nýjasta uppáhaldið:   ...Dirty Foot Prints..

nýjasta eignin;   ...black gesso..

06 October 2014

Það verður aldrei allt óbreytt um aldur og ævi


 Ég æfði alla helgina að færa myndir af pappír á annan pappír og málaði svo yfir eina.
Þessar myndir eru ekki fullkláraðar en þær verða það einhvern tíma...

Þetta er mynd sem ég byrjaði á fyrir kunningja konu.



Svo ákvað ég að breyta bakgrunninum og nennti ekki að teikna myndina upp aftur...


Svo langaði mig að sjá hvað myndi gerast ef hún yrði færð í lit...



 Vá hvað ég elska þessar tilraunir....   ég gæti verið endalaust að leika mér með þetta....


28 September 2014

ein ég sit og teikna....

hreyfing:   ..engin..

næring:   ..hafragrautur með berjum..

eftirvænting:   ..að horfa á UFC í kvöld þar sem Conor Macgregor kemur til með að berjast..

afrek;   ..skrifaði á 24 póstkort og gerði klár fyrir pósthúsferð á morgun..

Á morgun verð ég löggiltur teljari.  Þeim titli mun ég halda næsta hálfa mánuð eða svo meðan ég nýt þess að vera í fríi frá mínum vinnustað.


Ég á stundum erfitt með að átta mig á því hvað er til bóta...


en þegar hér var komið að sögu var pappírinn búin að fá nóg...

25 September 2014

To Do

-fara á tónleika Rósu frænku..
-verða frægur teiknari..
-vinna í lottói..
-giftast sambýlingnum..
-muna eftir ættingjum og vinum..
-fá vinnutilboð sem ég er tilbúin að deyja fyrir..
-verða betri en ég er..

21 September 2014

ég gæti dáið fyrir döðlu núna....

hreyfing;   ..frá stólnum mínum að eldhúsinnréttingunni aftur og aftur í dag..

næring:   ..hafragrautur 3x..

ánægja:   ..hitti 2/3 af barnabörnunum mínum..

afþreying:   ..taka til á tölvunni minni..

smakk;   ..te úr piparkornum og kardimommum..


Ég á það til að telja athafnir dagsins og meta gæði míns eigins lífs á hvað mikið ég kem í verk og hvað eftir mig liggur...

Svo það má teljast kraftaverk að ég nái að halda hvíldardaginn heilagann....

Á mánudagskvöld ætla ég að sita í píkutorfu og anda inn og út í stóískri ró og finna hvað hjartað segir mér...

Á þriðjudagskvöld ætla ég að elska eitt barnabarnið og leyfa því að hrjóta upp í eyrað á mér...

Á miðvikudagskvöldum geng ég með ókunnugu fólki og svo  hitti ég vinkonu mína á kaffihúsi og vinn í því að finnast það allt í lagi að sita með teikniblokk, pennaveski, tebolla og teikna fyrir framan ókunnugt sem kunnugt fólk...


Á fimmtudagkvöld ætla ég að hitt konu sem ég er búin að vera að teikna fyrir...

Á föstudagskvöld brölti ég upp í Esjuhlíðar ef veður verður skaplegt...

Allan laugardaginn geng ég á milli málningarborðsins míns og eldhúsborðsins þar sem ég mála, teikna, lita, horfi á myndbönd um listasmíð og fletti bókum um viðfangsefnið...

Sunnudaginn nota ég svo til helgihalds sálu minnar til heilla...

..ég lifi góðu lífi..

Úti er grenjandi rigning og vindurinn rífur í.   Miðju barnabarnið er sjö ára í dag.  Pabbi er við það að fljúga út til London.  Mamma er að ná sér eftir síðustu flensu.  Og sambýlismaðurinn er í fullum blóma úti í móa.

Embla Sól skreytti daginn minn með veru sinni í mínu nærumhverfi....



Afmælissprengja dagsins....

..Megi þið öll lifa vel..


Laugardagsæfingin...


20 September 2014

meditate on your breath of life -tepokinn minn

hreyfing:   ..frá eldhúsborðinu að teikniborðinu mínu..

næring:  ..popp..

löngun:   ..bjór..

framkvæmd:  ..teiknað og málað..

Ég er að lesa Hallgrím Helgason   Konan við 1000°: Herbjörg María Björnsson segir frá.  og ég skemmti mér alveg konunglega.   

..hún veit ekki hvort hún er meira fyrir sníp eða snilla..
..greinilegt að hún hefur ekki látið lofta um lávuna lengi..

Þar sem stefnan er að lesa tvær bækur eftir hvern höfund er ég að velta því fyrir mér hvaða bók eftir hann ég eigi að lesa næst..  

Ég er svo þakklát fyrir öll tækifærin sem lífið hefur rétt mér...


Ég fæ til dæmis að:
..telja inn og út úr strætó núna á allra næstu dögum...
..vinna aukavinnu í nóvember í móttöku...
..æfa mig út í það endalausa að teikna, lita og mála við kjöraðstæður...
..búa með strák sem er endalaust að kenna mér eitthvað...


..vinna í sjálfri mér með aðstoð geggjað-gúrús...


og svo á ég vinkonu sem nennir endalaust að gera mig betri en ég er.....

16 September 2014

mistakahneigð..

hreyfing:   ..6.5 km ganga í tveimum hlutum..

næring:   ..hrísgrjón, linsur og grænmetið úr ísskápnum..

markmið:   ..skoða tvær bækur á viku..

draumur:   ..að eignast minn eiginn landskika..

vandræðalegt:   ..skeit pínulítið í brókina mína í lifrahreinsun Kollu grasalæknis..

upplifun:   ..var hluti af píkuhóp sem var í leiddri hugleiðslu..


Ég á ekki bót fyrir boruna á mér og ég sé ekki að það skipti miklu máli til eða frá um hvort ég lifi eða ei....   enda er ég oftast voða sátt ef það eru til hafragrjón þar sem ég er.

Kannski spurning um að ég fari fram á að fá hafragraut í næsu veislu sem ég mæti í þar sem ekkert er á borðstólum sem ég er tilbúin að borða.

ÉG ER HEILBRIGÐ, ÉG ER HAMINGJUSÖM, ÉG BLÓMSTRA....

..mig vantar te-græjur

14 September 2014

athöfn

Ég kveikti á kerti og setti indíána-tónlist í gang í tölvunni minni....

Síðan opnaði ég bók og las um hugmyndina ritlist.  
Þar stóð að hugsanlega hafi ritlistin lagt minni okkar í rúst þar sem engin ástæða er lengur til að muna eitt eða neitt.  Ég var voðalega fegin að það hefði ekkert með gáfnafar mitt að gera, heldur væri þetta alheimssannindi um megin þorra þeirra sem byggja heiminn.   Þar stóð líka að hugsanlega hefði þetta allt byrjað með kaupmönnum sem þurftu að merkja verð, magn og tegund vöru sem færi um þeirra hendur.   Eitthvað stóð um að nútíma-fræðingar segðu að ritlistin hefði orðið til vegna þarfa trúarleiðtoga og valdhafa til að halda völdum.  En það merkilegasta sem stóð þarna var samt að til væri þjóðflokkur sem vildi ekki skrifa niður sitt merkilegasta efni.

Í gær sat ég með gáfumenni sem sagði mér allt um konu Shelley áður en hún tók upp bók og skrifaði nokkrar línur um útlit og persónuleika samferðafólks okkar á kaffihúsinu sem við tilltum okkur inn á. Ég hefði ekki haft nokkra hugmynd um hver Shelley væri ef ekki væri fyrir bók sem er til á mínum vinnustað þar sem taldir er upp nokkrir menn sem skiptu sköpum í sögunni okkar.  Svo þetta var hið áhugaverðasta umræðuefni.


Sjálf opnaði ég teikniblokkina vegna ákafrar löngunnar til að læra að tengja saman huga og hönd...

11 September 2014

leið að hreinni hamingju..

hreyfing:  ..3,5 km. á leið í vinnu og 3 km á heimleiðinni..

næring:   ..hreint grænmeti og ekkert nema grænmeti..

02 June 2014

sviptivindar..

..blása um ökla mína.

Stundum blása þeir svo fast að mig langar að koma mér í var.   Varanlegt var í órafjarðlægð frá upptökum þeirra.  En þá ber skynsemin mig ofurliði og ég held áfram að standa af mér rokið.

Það er mér einhvern veginn ofvaxið að sparka í vind...


hreyfing:  ..færa hægri öxlina út og suður..

næring:  ..hvítkál, sæt, gulrætur og laukur steikt í kókosolíu..

hlustun:  ..fílalag, Alvarpans..

lestur:  ..lófinn minn..

klæðnaður:  ..ullasokkar..

tilfinning:  ..sorg yfir að vera alltaf annars lagið stödd í þessum your-blame-not-mine-augnablikum annarra..

vil:  ..sjá eitthvað..

óska:  ..kyrrðar í kringum mig..




31 May 2014

Laugardagur..

..bara svona ef þið vissuð það ekki..


ég tók með mér blíanta og liti til mömmu og get ekki slitið mig frá þeim..


ég get bara ekki ákveðið mig á þeim staðreyndum sem ég hef við hendina um hverjir eru hæfastir til að fara með málefni mín....

23 May 2014

föstudagur...


Ekki að ég hafi neitt á móti þeim svona yfirleitt.....   mig langar bara ekkert til að líkjast þeim.

16 May 2014

föstudagur...

..ég nenni ekki að skrifa í dagbækurnar mínar..


..ég nenni ekki heldur að berjast við að verða eitthvað þegar ég verð stærri..


..enda er mér illt í öxlinni og á samkvæmt læknisráði að gefa henni tækifæri til hvíldar..

14 May 2014

x-book

...stendur utan á litlu blokkinni sem ber líf mitt.   Í þessari blokk stendur nánast;  ..anda inn, anda út..  svo að það er eins gott að ég tíni henni ekki aftur.

08 May 2014

rúmið mitt...

...ég er alveg að njóta þess...

Svo er það bara bleigt hár á föstudag.


07 May 2014

vinnan göfgar manninn stendur einhvers staðar

..ég held að fríin geri það ekkert síður..

Ég á mér langan ToDo-lista í vinnunni sem ég er ákveðin að klára fyrir vikulok.  Þá get ég snúið mér að hjólreiðaviðgerðanámskeiði, Esjubrölti og kjólamátun.

hreyfing:  ..Skafthringurinn..

næring:  ..mjólkurkex..

ásetningur:  ..að taka Skafthringinn aftur á morgun..

06 May 2014

oft eru mestu afrekin í lífinu ekki stór....

...en ofsalega líður manni vel þegar maður er loksins búin að framkvæma þau...


hreyfing:  ..ein læknisferð..

næring:  ..öll óhollustu sem fannst í húsinu þegar líða tók á kvöld..

hugsun dagsins:  ...ætli ég verði ekki að fara að hreyfa mig..

04 May 2014

...

I CAN NEVER FIT MY FEET INTO SOMEONE ELSE'S FOOTPRINTS ON THE SAND...

en það er samt þægilegt að tylla tánum í förin á sandinum...    máta-skoða-finna-fíla eða forvitnast

Púkarnir á öxlinni á mér haga sér illa.  Þeir sita á sitthvorri öxlinni og naga eyrnasneplana mína á frekar sársaukafullan hátt.   Þeir segja að ég hafi látið nota mig og að ég eigi að hefna þess illilega...  Ég er búin að slá þá af öxlinni aftur og aftur og ég hef reynt að segja þeim að ég hafi valið, og það vel, og eftir siti betri ég...

Ég veit ekki hvort þeir láti segjast....


hreyfing:  setjast upp í rúminu

næring:   egils, malt og appelsín

áhugaverðar pælingar:  Wicca, a guide for the solitary practitioner

21 April 2014

20 April 2014

að lifa lífinu til fullnustu....

..er ekki að vera óskipulagða ég..

Ég endurgerði .. ToDoListann í þriðja skiptið í dag.  Vonandi hefur hann vit á að yfirgefa mig ekki...

á honum stendur:

-muna að panta tíma hjá lækni
-klára skólaverkefnið mitt
-rita niður hjá mér hvernær ég ætla að mæta í undirbúningvinnu fyrir fermingu
-rita niður á hvaða tíma ég verð í fermingarveisluvinnunni
-muna eftir öllu sem ég þarf að gera á vinnustað áður en ég fer í fríið
-gera skattaskýsluna mína
-hitta tollstjóra
-ná í vespuna mína
-hugsa um Spán
-æfa mig á úkuleleið
-horfa á Thor
-skrifa í dagbókina mína
-lesa um Nornir

hreyfing:   hoppa á dýnu, feluleikur og og bardagalistatilþrif á gólfi með sex ára og tveggja ára

næring:   grænmetisbuff með mygluosti

uppákoma dagsins:  það fannst lús á Vinnustaðnum Mínum

07 January 2014

upphaf nýss almanaksárs..

ég keyrði yfir á rauðu ljósi áðan

Ég sekk stefnufast í fen líkamslegs aðgerðarleysis.  Dagarnir leka út í eilífan lestur, áhorf og hugleiðingar um lífið og tilveruna.

Í gær hlóð ég niður fimm myndum þar sem konur eru í öðru hlutverki en sem fagrar, heimskulegar uppfyllingar í heimi karla.   

Í morgun las ég orð fyrrverandi vændiskonu sem flýtur um á veraldarvefnum.

Og í dag sit ég og hlusta á konur syngja um sig og hlutskipti sitt í þessum heimi.

Hvenær ætla ég eiginlega að nenna að hreyfa þennan rass......