Hann malar stanslaust út í eitt. Ég sofna við malið og vakna við malið. Ég heyri það hækka og lækka eftir því hvernig athygli mín er hverrja stundu sem ég dvel í hvílu og ég held bara að ég heyri það í svefni mínum líka.
Dóttir mín segir að þetta mal komi úr heita pottinum sem liggur upp að veggnum sem ég sef við en ég kann betur við að hugsa um það sem kött. Kött sem líður svo vel að hann malar út í eitt.
Hugsanlega reyni ég að ættleiða hann og taka heim með mér þegar þar að kemur.
Hér er lifað lífinu til fullnustu. Kertaljós í hverju horni og öll hugsanleg spil við hendina. Það er leti í okkur sem skapast af rigningunni og rokinu sem ræður ríkjum hér úti í Grímsnesinu.
Við mæðgur kunnum að meta jólabjórinn.
Ég elda og þá er auðvitað ekkert í matinn annað en grænmeti..
Mér tókst að brenna laukinn. Ég var svo upptekin við að ráða í hvernig maður spilar teninga-SET. En ég vann..
Við tókum með okkur nýtt púsl og byrjuðum á því í dag. Því miður kláruðum við það líka.
Þetta á eftir að vera yndisleg vika hjá okkur.
No comments:
Post a Comment
þú mátt tala hafrún