31 July 2012

sitt lítið af hverju um skotæfingar

..Æ-maðurinn ætlar að skjóta fuglinn, ég ætla að verka hann, elda og borða.

Og það þrátt fyrir að ég er grænmetisæta....

Toppmaðurinn hefur samþykkt að hleypa mér inn á yfirráðasvæði sitt í Kjósinni og það með skotvopn. Ég hefði alveg verið til í að komast á bát þar með stöng líka.

En ætli það verði ekki að bíða Nördsins....

Ég heyrði í Artdan.   Hann á orðið skotvopn og leyfi og er til í að leika við mig á skotsvæðinu hans.

Hvenær sem það verður.....

Ég verð að eignast betri kíkir á riffilinn og það helst í gær.   Maður getur víst hitt í miðjupunktinn í hverju skoti ef maður sér hvert maður miðar.   Ég þarf líka að eignast stóran riffil seinna og haglara og felubúning og tösku og ennþá stærri kíki og.....  og.....

Ég er að hugsa um að mæta á silhouette-æfingu sem fyrst...   svo fæ ég að fara á gæsaveiðir með frænda og á eftir að gráta utan í bróður hennar hafrúnar til að fá að liggja á greni með honum...


Þetta er sko alveg eitthvað til að vera ánægður með.....

30 July 2012

það er spáð frosti á hnúknum á morgun

...ég heppin að vera búin með mína ferð þangað upp.

Ég hélt reyndar...  þar sem ég gekk á leið minni niður, alveg í sæluvímu yfir eigin afreki... að ég væri búin með þetta allt eftir að hafa staðið á toppi Íslands í þessar örfáu mínútur sem kuldinn leyfði ánægjukurrinu að hafa yfirhöndina.

Þessi hugsun varði stutt....   

Þá mundi ég eftir Baulu, Snæfellsjökli og að hugsanlega, kannski, mögulega vildi ég standa þarna með öðru fólki á öðrum tíma til að njóta augnabliksins.   

Þessu sumri hef ég eytt í fjallabrölt fram til þessa og á enn eftir að eyða heillri viku í Loðmundafirðinum.

Þetta fjallabrölt mitt hefur fært mér fjallakjark....   ég get orðið gengið Illakamb fram og til baka og notið þess.    Svo að núna get ég bara hætt öllum fjallgöngum og einbeitt mér að því að ná tökum á sundlistinni meðal annars.

Það borgar sig alla vega ekki að eyða tíma í það sem maður getur....

Ég þarf virkilega að eigin óskum að ná tökum á sundlistinni.  Þess vegna kem ég til með að flytja í íbúð Æ-mannsins í vetur.  Hann ætlar að eyða vetrinum úti í sjálfu dreifbýlinu víðs fjarri mér, mér til lítillrar ánægju.  Þar sem íbúðin hans er við hliðina á sundlaug hef ég hugsað mér að eyða lunganu úr deginum við að afla mér færni í að færast úr stað í vatni.

Með vorinu tek ég svo köfunina......

Mig vantar:   kayak, þurrbúning,  björgunarvesti, árakút, vatnshelda vasa undir hitt og þetta, snorkgrækjur, stærri sundblöðkur, stór sundgleraugu,  sjósundshettu, bikiní, sjónauka á riffilinn, sjónauka á augun mín, ný gleraugu, ipad, tíma, skambyssu, bíl, nagladekk undir hjólið, körfu, bögglaberara, töskur á bögglaberarann, bjöllu, götuskó, íþróttaskó,  safapressu, útvarp, myndavél, þriggjalaga fatnað með gortexi.....og allt hitt......

19 July 2012

vegur sem virðist liggja eitthvert

..ég var ofar skýunum og lifði það af.

Ég fór beint úr flugi í vinnuna og vantar bakpokana mína sem geyma allt dótið mitt núna.  Ullarbuxurnar þarfnast þvottar, síminn hleðsu og ég lesefnis.    Ég hoppaði nefnilega út til að leika mér.  Íslandsmót í sjósundi, borðað á Grænum Kosti og róið til Viðeyjar.

Svo er bara að lifa til morguns......

02 July 2012

leikfélagi óskast

Þarf að nenna að gera allt sem ég nenni að gera, þegar ég nenni því og á þann hátt sem ég nenni....

Ég hitti stelpurnar af Mínum Vinnustað í dag yfir dásamlega heimagerðu hrökkbrauði og hollustuköku.  Ég fékk uppskriftina og stefni á að vera svona myndarleg einhvern tíma í minni nánustu framtíð.

Ég hamaðist við að skila af mér minni vinnu á Mínum Vinnustað í dag þannig að engin tæki eftir því að mig vanti þar á bæ næsta hálfa mánuðinn eða svo.

Nýjustu og heitustu fréttirnar í þessari ætt eru þær að Systir mín fékk barnabarn í dag og það stelpu.  Núna svífur hún um í skýjunum og er nánast óviðræðuhæf.   Ég á samt ennþá þrjú en hún bara tvö.

Mig langar í trélitakassa....   stóran

ánægjustuðullinn er í botni bara

..strákarnir segja að leikurinn í gær hafi verið sá besti sem þeir hafa séð lengi.   

Ég sjálf er góð með eða án fótboltaáhorfs...

Ég á orðið Emblu Sól...    ég kaus ekki...  og ætli ég sé ekki bara komin í sumarfrí.


hreyfing:     ..hjólaði 25 km innan Reykjavíkurborgar..

næring:     ..hmm...  kannski hafragrautur .. aftur og aftur og aftur..

þyngd:    ..74,8 kíló án klæða..


Lífið er holótt, beitt og brotthætt.   Þess vegna hef ég ákveðið að halda bara áfram að lifa því í sápukúlunni minni.