28 February 2012

á eigin tíma

í vinnunni á Mínum Vinnustað og öllum er sama.

Var búin að gefa mig í það að aðstoða Nördið við að gera sínar vitleysur en einhvern veginn fauk hans elja út í loftið.  Þess vegna var ég stödd í Perlunni seinni part dags að anda að mér viskunni úr bókastöflunum sem þar standa.    Núna er ég tveimur barnabókum ríkari......

Ákveðin í að taka lífinu í slökun, það sem eftir lifði dags, lá ég í rúminu á rangli um veraldarvefinn.   Shauntan er eitthvað sem ég verð að eignast núna.

Vantar að eiga listinn minn:

-Allar fáanlegur bækur Shauntan
-bækur eftir Karl Pilkington
-heyrnatól
-Calvin and Hobbes
-nýjan kjól
-kindle
-svarta götuskó
-kryddjurtir
-alvöru tréliti og helst stóran kassa
-myndavél
-björgunarvesti
-vatnsheldan poka utan um síma
-nýjan gemsa
-sjósundshúfu
-stór sundfit
-snorkel
-kayak
-ári/árar
-trönur 
-heimasímatæki

Ég er víst komin með heimasímanúmer og virka tengingu.

..... já og svo vantar mig nauðsynlega flugnaspaða.  Ein Fluðrína er að gera út af við mig hérna......

skrítna veröld

Stundum verður það sem var að því sem er og það sem er verður að því sem var......  eða eitthvað ennþá furðulegra.

Ég átti skrítna helgi......

Ég eyddi helginni í samvistum við furðuveru sem hefur þann eiginleika að fá mig til að vilja skoða eitthvað sem er utan við minn veruleika.   Veru sem fær mig til að langa til að vita afhverju himininn sé blár.....

Ég sit og prjóna peysuna á Æ-manninn og er farin að kvíða þeim degi þegar henni er lokið.   Mér finnst virkilega notarlegt að sita með peysuna á milli handanna með hugann bundin við hann og velta fyrir mér möguleikunum á því að hún passi.

Deginum í dag eyddi ég í:  
..vinnu á Mínum Vinnustað.  
..að koma mér á aukavinnustaðinn.
..að undirbúa mig fyrir 5 kennslustundir.
..að kenna ekki neitt heldur láta nemendur vinna út í það endalausa að verkefnum.
..að detta niður af kennaraborðinu.
..að passa yngra barnabarnið.
..að koma mér heim og uppgvöta að það sem var var ekki lengur.

svo ein ég sit og sauma.


 Jukkaást er víst að yfirgefa fjölskylduna....   hún var víst aldrei neitt annað er farandsbikar eða eitthvað í þá áttina...


Eða svo sagði listamaðurinn af myndinni....



24 February 2012

aldur

..sökum hárrar elli kem ég til með að yfirgefa félagsskap fólks sem ég kann vel við..

Áður en ég yfirgef þennan félagsskap ætla ég samt að mæta á árshátíð til að fá að borga fyrir eitthvað sem ég borða ekki og til að hoppa upp á svið í heiðarlegri tilraun til að skemmta sjálfri mér sem öðrum....

knús á ykkur ókunnuga fólk....  og þakka ykkur samveruna í gengum tíðina.

Alveg ómetanlegt að hafa fengið tækifæri til að kynnast ykkur.... 

22 February 2012

hugsanir að kafna undir væng

..enda allt svona bull best geymt tínt eða eitthvað..

Ég er náttúrulega búin að jafna mig eftir áfallið og er farin að safna saman brotunum af molnuðu sjálfsáliti.   Svo er bara að byggja upp nógu mikið sjálfstraust aftur til að geta horft framan í heiminn sem einstaklingurinn sem allir elska..

Ég fór í teikningu áðan og sat þar að rembast við að koma einhverjum línum á blað án árangurs.  Það verður að segjast að ég verð víst seint teiknari Íslands...

hreyfing:   ganga heim úr vinnu (35 mín) og í og úr teikningu...

næring:   hafragrautur með banana, hafragrautur með hnetusmjöri, hafragrautur með berjum og ein appelsína og eitt avakadó...

Ég hætti að borða kjöt, fisk, mjólk og egg í desember og var svo ánægð með það að ég stefni að því að sleppa þessum fæðutegundum í lífi mínu árið 2012

Ég hætti að drekka gos í febrúar og er svo ánægð með það að ég er að hugsa um að sleppa allri gosdrykkju í lífi mínu árið 2012

Mín næsta klikkun er ekki alveg komin á hreint......   en það er margt sem mér dettur til hugar að gæti verið skemmtilegt.

Síminn hringdi í mig í dag á meðan ég var að leiðbeina á snertinámskeiðinu og ég svaraði.  Það var landsbyggðin að óska eftir því að ég kæmi og leiðbeindi í 12 kennslustundir og áður en ég vissi af var ég búin að segja: ..já..  svo mundi ég að ég á engan bíl.

og svo....  og svo....  og svo datt hugmyndin inn í kollinn á henni og hún varð sátt en það varði ekki lengi því líf hennar er bara einu sinni svo að hún getur aldrei unað lengi við lítið

21 February 2012

að fljóta í eigin tilveru

..þar sem mörk hins sýnilega renna saman við draumana og ekki hægt að greina á milli..  er eftirsókaverð upplifum einstakra einstaklinga sem ég þekki..

Sjálf verð ég að segja að hamingja mín flesta daga fellst í að vera í augnablikinu meðvituð um hvað er og hvað ekki.

Áðan hringdi í mig maður sem sagðist elska mig en elska mig samt ekki.   Ég verð að viðurkenna að mér fannst það sorglegt og að mér finnst það sorglegt ennþá.   Ég er eiginlega ekki að skilja fólk sem elskar mig ekki.  En ég verð trúlega að klóra mig fram úr því að læra að lifa með þeirri staðreynd að til séu einstaklingar sem klárlega elska mig ekki nógu mikið eða hreinlega bara ekki neitt....

Hugsanlega þarf ég að setja höfuðið undir væng og hugsa um þetta. 

19 February 2012

einu sinni var...

Ef ég hefði ekki farið út að ganga á sínum tíma hefði ég sprungið...


Ef ég hefði ekki átt minn draum hefði ég dáið....


Svo að það verður að segjast að allt er gott sem endar vel.....

þyngd lífsins...

...fellst í hlutfalli horsins sem ég sýg upp í nefið í dag.

Í gær hélt ég upp á afmæli hinna fjögurra fræknu.  Ég fékk skutl upp í Breiðholt með hvítvínsflösku og prjónadótið í bakpokanum.  Þar fékk ég Grænmetislasagna og margra laga afmælisköku okkur til heiðurs. Kvöldinu eyddum við svo í að smella myndum og syngja saman sama lagið aftur og aftur og aftur.

yndislegt augnablik.....

Skutlarinn og ég vorum þarna að koma úr Verndarenglaboði í Domus Vox þar sem við nutum lífisins við ljúfa tóna sem liðuðust úr hálsi kvennanna á staðnum.  Þær náðu að kitla tárakirtlana þegar þær tóku lagið ..when i think of angels..  En það er lag sem fær mig alltaf til að hugsa um ofbeldi heimsins og þá sérstaklega ofbeldi gagnvart börnum.

sorglegt augnablik.....

Peysan á Æ-manninni sem var rétt við það að klárast, var bara ekkert við það að klárast.  Framstikkið er ekki að gera sig svo ég er byrjuð á því aftur.   Ekki það að ég njóti ekki hvers augnabliks við þennan prjónaskap heldur hélt ég mig vera komna lengra en ég var komin og því upplifði ég þessa uppgvötun sem...

...dapurlegt augnablik.....


Gleðilegan konudag... þið konur þessa heims... þá er það bara góan...

18 February 2012

bókaflettingar

Ég veit ekki afhverju ég er að hafa fyrir því að fletta bókum svona yfirleitt.   Ég tek bók í hönd, fletti henni og les svo það sem grípur augað.  Það líða svo ekki nema örfáar mínútur og þá man ég ekki lengur nákvæmlega um hvað ég var að lesa.

Til hvers að vera að hafa fyrir þessu.....

Annars hljóta þessar eftirsóknaverðu gáfur að koma með aldrinum og þar sem aldurinn er alveg að koma hjá mér, hljóta gáfurnar að vera rétt á leiðinni.

ástand

hálsinn herptur
höfuðið tómt
hendur fálma
tal annars hugar
augun hvarflandi
maginn er súr
og í honum hnútur 
á stærð við
dökkhærðan mann
                                ingunn snædal

Ég sit í stofunni minni, útvarpið er á (fm 96,7), þvottavélin snýst í minni þágu, við hlið mér liggja bækur, prjónadótið er innan seilingar og ég hugsa um hvað verða vill.

Ég les með lífðið að láni og reyni að læra eitthvað af henni...
Ég les afburðarmenn og örlagavaldar og reyni að átta mig á hvernig ég eigi að muna...
Ég les ljóðabók Ingunnar Snædal það sem ég hefði átt að segja næst-þráhyggjusögur og nýt þess...

svo les ég líka að morgni er ég alltaf ljón en það er bara vegna nauðsynjar.  Ég verð að fá nemendur til að tala um innihald hennar og velta fyrir sér hvað Arnhild Lauving sé að segja okkur með þessum skrifum sínum.

Kvöldinu mun ég eyði í afmælisfagnaði og njóta hverrar mínútu við át, hlátur og samvistir við yndislega einstaklinga.....

17 February 2012

galapín

Samkvæmt bók sem ég fletti á Árnastofnun í morgun þýðir þetta galin api....  

Í morgun fór ég í kaffi á leikskóla í boði einnar fjögurra ára.   Hún er eignleg stundum að einhverju leiti nokkurs konar Galapín....  Mitt Galapín.

Þaðan renndum við mæðgur (henni var líka boðið í kaffi í þessum sama leikskóla) heim til mín með þvott sem var í bílnum hennar.  Eftir að ég hafði gefið henni kaffi, rakið henni raunir mínar og reynt að fá hana til að borða eitthvað, skutlaði hún mér í Nauthólsvíkina.  

Í Nauthólsvíkinni vætti ég örlítið í tánum í 1,5°c heitu vatninu.   Svona rétt til að finnast ég kúl og til að finna til Víkingsins í mér.  Þar borgaði ég 500 gjaldgengar íslenskar krónur fyrir að fá að hátta mig ofan í plastdall, velgja mér í affalsvatni frá hitaveitunni og finna til mín vegna sjálfsánægju sjósundsgarpsins sem í mér býr...

Hafrún dró mig svo niður úr skýunum og fór með mig á Árnastofnun til að fletta bókum.  Í einni bókinni sem ég fletti sagði frá Díógenis og setningu hans:  ,,já, þú getur fært þig svo að ég sjái sólina fyrir þér".   Ég keypti auðvitað bókina...

Síðan tók ég þátt í því að syngja:  ...Hærra minn guð til þín,  hærra til þín...  á þeim stað einum sem þetta lag er sungið af tregafullum röddum þeirra sem einhvers minnast.    Hugurinn minn reikaði til þess árs sem við sátum og ræddum saman um daginn og veginn í fullvissu þess sem trúir því að hann varir að eilífu...  

Ég verslaði geislabaug, leitaði að rjómasprautunni minni og byrjaði að mála inni í eldhússkápunum mínum...

Síðan fór ég í fjallshlíðagöngu......


16 February 2012

blót, ragn og fúkyrði

Íbúðin sem ég leigi er komin á sölu með öllu húsinu sem hún tilheyrir.....  Ég sem var að hafa fyrir því að halda á öllum bókakössunum mínum inn í það, hugsa um að aðlaga það mínum þörfum og byrja að finnast ég vera komin heim....

14 February 2012

myndalega ég..

..er búin að þrífa hálfan ofninn.

Það er ekkert sem mér finnst eins og ógeðslegt eins og skítugir skápar (þar sem ég sé ekki inn í öll horn), skítugur bakaofn (ég sé aldrei almennileg inn í hann) og bak við klósettskálar.  Þess vegna finnst mér ég vera búin að vinna afrek.

Vinnunni minni átti að ljúka klukkan 13:00.  Ég hætti að vinna korter fyrir tvö.  Klukkan 14:14 stimplaði ég mig út og rölti heim á leið.  Á röltinu sá ég mig, fyrir mér, rífa allt óþarfa drasl af rúminu mínu og setja hrein rúmföt á það.  Snara yfir rúmið teppi og ryksuga gólfin.   Ég sá líka fyrir mér að ég tæki alla kassa og gengi frá þeim í geymslunni, ryksugaði alla íbúðina, þrifi eldavélina og eldaði kvöldmat.  Ég er hálfnuð við að þrífa eldavélina.

Í gær tók á móti mér panna í póstlúgunni og ég hef ekki hugmynd um frá hverjum sú panna er.  Hitt veit ég að sú panna kemur til með að gagnast mér vel því eldhúsdótið mitt er eitthvað af skornum skammti núna og mér finnst gott að borða.


gæs á bakarofninn minn sko.......

12 February 2012

heilahringur

..orð sem ég sá notað um hóp fólks sem hugsar fyrir einn mann og deilir þeim hugsunum til hans fyrir hann....

Mér líst vel á hugmyndina.   Undanfarið hef ég spurt vinnufélaga mína hvað það er sem ég verði að gera áður en ég dey.  Útlenskahjúkkan sagði dónalega orðið um það sem giftir einstaklingar gera eftir myrkur.  Hún sagði gerðu það og gerðu mikið af því.  Það er eiginlega númer 1,2 og 3 sagði hún og svo ferðast.  Ferðast víða og oft.   

Annars var ég á Mínum Vinnustað í allan dag.  Ég vakti fólk og ég vakti það á réttum tíma.  Ég geymdi lykilinn og ég geymdi hann vel.  Síðan sat ég og prjónaði nokkrar umferðir í peysunni á Æ-manninn og ræddi um tilgang lífsins við Sála minn.  

Í gær tók ég þátt í uppákomu sem leiddi af sér klausu á Vísir.is.  Klausu sem er á engan hátt í takt við það sem gerðist í raun og veru.  Í raun þykri mér vænt um að upplifa atvik og lesa svo um það á fréttamiðlum landsins snyrt og togað.   Það minnir mig á það að það sem sagt er í fréttum er oftast ekki nákvæmlega það sem gerðist.

Í gær varð líka litli sonurinn 26 ára og ég hafði ekki tök á að heilsa upp á hann né smella á hann kossi eins og ég hef gert á þessum tíma árs í fjöldamörg ár...  nánast óslitið...  en ég gaf honum pakka...  svo trúlega lifir hann sáttur með það.



Ég á bleikar sokkabuxur...

Og ég er að hlusta á Karl Pilkington og hef gaman að...  

11 February 2012

FME - GG

Þegar maður er búin að vinna á geðdeild í mörg mörg ár man maður varla hvað svona skamstafanir þýða lengur.   Ég varð bara að biðja hjúkkuna um segja mér hvað þetta GG stæði fyrir.

Ég er langtum upplýstari núna, auk þess sem ég fékk að vera í hvítu og ganga um með mælitæki og væntumþykju og dreifa brosinu mínu sem víðast.

hreyfing:   gekk heim um miðnætti frá Hringbrautarhúsinu...

næring:   tilbúin grænmetisréttur...

Atlantshafið var 2,7 í hádeginu við Nauthólsvíkina, matarklúbburinn er tveggja ára um næstu helgi og ég er ekki frá því að ég sé að missa af einhverju.

08 February 2012

lífið

Ég er flutt.   Núna bý ég í hálf niðurgrafinni íbúð sem rúmar bókahillurnar mínar með bókunum í, skrifborðið, prjónadótið og teikniáhöldin.   Þetta er gömul íbúð, svo gömul að þegar ég sest á klósettið set ég upp lönguliðnar rútínur í að leita að kóngulóm, margfætlum og öðrum ófögnuði sem hugsanlega gæti dottið niður á mig meðan ég athafna mig með allt niðri.  Íbúðin hefur líka þann ókost að vera svo heit að brók og brjóstahaldari er hámarksklæðnaður við bestu hugsanlegu skilyrðin.   En hér er notarlegt að vera.

Ég elska það að geta gengið í vinnuna og þá staðreynd að dagurinn fer ekki allur í að ferðast á milli staða......

Ég þekki fólk sem þekkir fólk sem þekkir fólk......  eða ég er að gera helling af einhverju sem ég veit ekki hvað er eða hvernig fer.

Framvegis kem ég til með að vinna milli 09:00 og 13:00 virka daga.  Og þá verð ég með puttana í því sem ég kann ekki nema að hluta.   Auk þess sem ein kvöldvakt verður heiðruð með sjúkraliðahæfileikum mínum og þriðja hver helgi.  

Ég kem til með að kenna líka, taka aukavaktir, læra að teikna, synda í sjónum, sigla um á kayak, ganga af mér hælana og leika mér við hvert tækifæri.


Hreyfing:    ganga í vinnuna í grenjandi rigningu og ganga á milli vakta...

Næring:     hafragrautur, rískex með hnetusmjöri, appelsínu, meira rískex með hnetusmjöri, brokkálíbuff með brokkáli, kartöflum og tómatpasta, meira rískex með hnetusmjöri, ferskan ananas,  rískex með hnetusmjöri og döðlur...


Ég fjárfesti í bleikum sokkabuxum.   Núna er það bara spurning við hvaða föt ég geti notað þær....

01 February 2012

G3netpungur....

eða pungurinn hann Smalinn....

Hann hefur virkilega slæm áhrif á mig stubburinn sá.  Hann er örugglega göróttur því hann fær mig alltaf til að hegða mér heimskulega, plana heimskulega og bara framkvæma heimskulega hluti ef ég umengst hann eitthvað.

Í gær dró hann mig út í saltan sjó á þeim tíma sem eðlilegast hefi verið fyrir mig að liggja sofandi uppi í rúmi.....


Ég er heima og ég er nettengd.....