16 September 2014

mistakahneigð..

hreyfing:   ..6.5 km ganga í tveimum hlutum..

næring:   ..hrísgrjón, linsur og grænmetið úr ísskápnum..

markmið:   ..skoða tvær bækur á viku..

draumur:   ..að eignast minn eiginn landskika..

vandræðalegt:   ..skeit pínulítið í brókina mína í lifrahreinsun Kollu grasalæknis..

upplifun:   ..var hluti af píkuhóp sem var í leiddri hugleiðslu..


Ég á ekki bót fyrir boruna á mér og ég sé ekki að það skipti miklu máli til eða frá um hvort ég lifi eða ei....   enda er ég oftast voða sátt ef það eru til hafragrjón þar sem ég er.

Kannski spurning um að ég fari fram á að fá hafragraut í næsu veislu sem ég mæti í þar sem ekkert er á borðstólum sem ég er tilbúin að borða.

ÉG ER HEILBRIGÐ, ÉG ER HAMINGJUSÖM, ÉG BLÓMSTRA....

..mig vantar te-græjur

No comments:

Post a Comment

þú mátt tala hafrún