Ég sekk stefnufast í fen líkamslegs aðgerðarleysis. Dagarnir leka út í eilífan lestur, áhorf og hugleiðingar um lífið og tilveruna.
Í gær hlóð ég niður fimm myndum þar sem konur eru í öðru hlutverki en sem fagrar, heimskulegar uppfyllingar í heimi karla.
Í morgun las ég orð fyrrverandi vændiskonu sem flýtur um á veraldarvefnum.
Og í dag sit ég og hlusta á konur syngja um sig og hlutskipti sitt í þessum heimi.
Hvenær ætla ég eiginlega að nenna að hreyfa þennan rass......
No comments:
Post a Comment
þú mátt tala hafrún