Síðan opnaði ég bók og las um hugmyndina ritlist.
Þar stóð að hugsanlega hafi ritlistin lagt minni okkar í rúst þar sem engin ástæða er lengur til að muna eitt eða neitt. Ég var voðalega fegin að það hefði ekkert með gáfnafar mitt að gera, heldur væri þetta alheimssannindi um megin þorra þeirra sem byggja heiminn. Þar stóð líka að hugsanlega hefði þetta allt byrjað með kaupmönnum sem þurftu að merkja verð, magn og tegund vöru sem færi um þeirra hendur. Eitthvað stóð um að nútíma-fræðingar segðu að ritlistin hefði orðið til vegna þarfa trúarleiðtoga og valdhafa til að halda völdum. En það merkilegasta sem stóð þarna var samt að til væri þjóðflokkur sem vildi ekki skrifa niður sitt merkilegasta efni.
Í gær sat ég með gáfumenni sem sagði mér allt um konu Shelley áður en hún tók upp bók og skrifaði nokkrar línur um útlit og persónuleika samferðafólks okkar á kaffihúsinu sem við tilltum okkur inn á. Ég hefði ekki haft nokkra hugmynd um hver Shelley væri ef ekki væri fyrir bók sem er til á mínum vinnustað þar sem taldir er upp nokkrir menn sem skiptu sköpum í sögunni okkar. Svo þetta var hið áhugaverðasta umræðuefni.
Sjálf opnaði ég teikniblokkina vegna ákafrar löngunnar til að læra að tengja saman huga og hönd...
Mér finnst gáfumenni gott orð, vonandi tekst gáfumenninu að standa undir þessu viðurnefni.
ReplyDeleteMér finnst þú teikna betur en þú gerir þér grein fyrir, er það kannski bara uppgerðar hæverska og lítillæti?
H
Kannski hafrún.... eða þá bara að ég sé ekki það sem þið sjáið. Það sagði við mig kona einn dag, að smekkur minn væri svo fágáður að það sem ég væri að gera næði ekki þeim staðli svo auðveldlega og það væri bara allt í lagi.....
ReplyDeletesvo núna teikna ég og teikna og er alveg sama þótt það nái ekki mínum staðli í hvað er fallegt og vel gert og flott....
Æfingin nefnilega skapar meistarann...