25 June 2013

ég er búin að tékka á Sækúnum..

..ég er líka búin að tékka á North Atlantic Row..

Kýrnar eru hópur kvenna sem henti sér út í haf og svamla þar um núna hálf naktar með það eina markmið að koma sér á milli strandlengja...  Row-hópurinn er svo föngulegur hópur karla sem svitnar við árarnar á Auði og ætla að ferðast sögulega leið yfir Atlantshafið sjálfum sér og öðrum til ánægju.

Ég fór í garðinn minn og tók þar til höndum með öðrum garðeigendum....


hreyfing:   ..munda gaffal til að færa til jarðefni..

næring:  ..ofát..

ánægjuefni:  ..sæki afkvæmi 1, afkvæmis II í leikskólann og passa fram eftir nóttu..


bráðum fer ég í sumarfrí....

ég las blaðið í dag...

...og komst að eiginlega engu, nema kannski að það var ekki nema ein atvinnuauglýsing á íslensku og ein á útlensku.

...ég hlustaði líka á útvarpið eitt augnablik og komst að því að maður hafði slasast illa við meðferð á gaskút

...þar sem það var fyrsti vinnudagur eftir viku fjarveru, af þeim mæta stað, komst ég að því að þar hafði lítið breyst.

Deginum eyddi ég í samvistum við smádýr..  Ég leitaði hana uppi og fann á leikskóla... dröslaði henni heim til hennar nánast alla leið... eldaði handa henni grænmetisrétt... skar ofan í hana papriku og epli... og reyndi svo að lesa hana inn í draumaheima.

Hún var ennþá vakandi þegar ég fór....


09 June 2013

ég á veiðistöng...

...og hef samviskubit yfir því.

Ég sat í rúminu mínu og leyfði Earthlings að rúlla um í taugaendunum og hafa áhrif á sellurnar sem flögruðu um í heilahvelum mínum.  Ég var orðin harður Vegan einstaklingur sem ætlaði að hætta að læða ostbita inn um varirnar og byrja jafnvel að berjast fyrir réttindum hina skynlausu skepna sem eru nánast aldar upp bara til að fæða okkur, fræða, klæða og skemmta.   Fallega veiðistöngin sem átti að rúlla á land ársbyrgðum af ferskvatns næringu fyrir venjulegan íslending og jafnvel taka þátt í að vinna að uppbyggingu á væntanlegri aukabúgrein þar sem þorskur, ýsa og annað sjávarfang spilaði stóra rullu varð mér allt í einu þyrnir í auga.  Mig fór að svíða í áætlun um að standa á bökkum allra vatna landsins og við alla strandlengjuna með veiðistöng.  Mig fór einnig að svíða í þeirri áætlum sem snýr að því að snorka um í leit að æti og taka svo fríköfunina með sting í hönd til að ná því æti.  Ég sá fyrir mér kvalarfullan dauða einnar lífveru, annarri til ánægju.  Og það er sko ekki fögur sjón. 

Fimm mínútum seinna stóð ég á bryggjunni við Reynirsvatn og hugsaði:  ..ekki bíta á hjá mér, ekki bíta á hjá mér..  án árangurs.   

Núna á ég eitt lítið dautt vatnsdýr sem ég er tilneydd til að borða til að gera minna úr sársaukanum.  Og ég finn fyrir óendanlegu þakklæti til Sambýlingsins fyrir að taka aftökuna að sér án athugasemda....

06 June 2013

06.06

Það er engin leið til að lýsa gleði minni fyrir að fá að upplifa þessa dagsetningu eitt en árið....

Menningarbrjálæði:


Svo var það Fljúgandi barnfóstrann:


Á undan því var það afmælisveisla yngsta barnabarnsins.....


Og við fórum í stórfellda ræktun á svölunum hér í Mosó.....


Sambýlingurinn á klárlega blóm staðarins....



hver keppir við sólblóm.....