27 September 2012

farþegatalning

Ég mæti lítið og illa í vinnuna mína því að ég er upptekin við að safna pening í ferðasjóðinn    Tveir inn...  Einn inn...  þrír inn.....  og.... Tveir inn og þrír út....    Jamm...  það er afskaplega uppbyggilegt að telja í strætó.

Ég velti fyrir mér möguleikum á joð-skorti þar sem mér líður í takt við það................

22 September 2012

haustjafndægur er í dag

...og ég var að klára af laugardaginn sem kom í veg fyrir að ég væri í tjaldferðalagi þessa helgi..

Vikan sem leið einkenndist af gleði...

Börnin mín, eða hluti þeirra, komu í mat og léku við mig í smá stund...


Ég fór í sjóinn og horfði á fólk borða pylsu með öllu í heita pottinum...


Ég fékk fræðilegan fyrirlestur um Tetra og VHF og fékk að fikta...


Ég kenndi umhyggju og hjálp við þessar...


Síðan skreið ég upp á Búrfellið í Þingvallasveit á eftir Toppmanninum á þokkalegum hraða...


Annars hélt ég mig bara við Vinnustaðinn minn þar til í gær þegar ég fór í barnaafmæli...


21 September 2012

Galapínið mitt...

... var fimm ára í dag.

Ég gaf henni byssu og færði henni nokkrar gulrætur í leiðinni.  Hún tilkynnti stelpunum stolt að þessi amman borðaði bara grænmeti.   Svo skaut hún mig í spað.


ég er heltekin, gagntekin, tekin af löngun....

                           The Camino

When we started, we did not know - exactly - why we were doing it
We had lives which were - more or less - satisfactory
We had friends known much of our lives
We had children - changed from chrysalis to butterflies
We had things:
                      things like machines
                      things like music
                      things like pictures
                      things like shelves full of books
                      things like money and pensions and security
We did not have one thing - and maybe that was why we started

When we started, we put one foot in front of the other
We still did not know - precisely - why we were doing it
The miles passed - many of them pleasantly
Our feet blistered and were slow to heal
Our ankles turned on loose stones
The rain beat its way through our clothes
The cold chilled the marrow of our bones
Some nights, refuge was hard to find
Some days, miles of hot dust had no fountains

When the first few of many long days had passed
We found - without words - that we no longer walked together
That together we spoke in our own tongues -
                      and often of things we had left behind where we began
That together we shut out new experience with the wall of our togetherness
That alone we spoke in other tongues and of our common experience
That alone we were open - open with interest and curiosity.
Often we met - with gladness - at the end of the day
To know our paths went on together was enough

When we got to the cathedral we sat down
We saw - through the eyes of those long before us
The blinding faith, the crucial thirst for salvation
The tower slowly closing off the sky
And we counted our blessings - several hundred of them
Starting with the kindness of ordinary people on the way
And with the warmth of other travellers on the road
Travellers not at all like us - not in age, not in origin, not in interests
But warm across all these distancings
And ending with the friendship and love
We had left behind where we began.

When we got to the sea at the end of the world
We sat down on the beach at sunset
We knew why we had done it
To know our lives less important than just one grain of sand
To know that we did not need the things we had left behind us
To know the we would nevertheless return to them
To know that we needed to be where we belonged
To know that kindness and friendship and love is all one needs
To know that we did not - after all - have to make this long journey to find this out
To know that - for us - it certainly helped

                                            written near Sanguesa, Navarra, September 2003

                                                    ...núna  tekið af einhverri síðu um Pílagrímsleið...

18 September 2012

ég á mér mitt eigið líf...

...og snilldin liggur í loftinu. 

I'll need time,
To get you off my mind.
And I may sometimes bother you;
Try to be in touch with you.
Even ask too much of you from time to time
                                 Tammy Wynette

Ég hlusta á Lorettu Lynn og Tammy Wynette meðan ég berst við löngunina að gera eitthvað af viti fyrir vinnu.      Minn Vinnustaður bíður mín....   svo er það neðanþvotturinn í kvöld....  og ætla það sé ekki best að nýta tímann þar á milli til að gera eitthvað skemmtilegt.

16 September 2012

ég á mér minn eigin súr

..sem er náttútulega bara algjör snilld.   Núna verður bakað brauð minnst einu sinni í viku.

3/4 hluti barna minna sat hér heima hjá mér og spilaði við mig RummyKubb.  Hluti þeirra vildi setjast hér að en flest vildu þau bara fara heim og breyta sínu eigin heimili í takt við þetta.  

Framvegis munu þau bara fá grænmeti og nýbakað brauð....

Ég á einn bjór og ég er að drekka hann.   Meðan ég drekk þennan bjór ligg ég með tölvuna í fanginu og hlusta á  Israel Kamakawiwo'ole  syngja.

Framvegis mun ég halda sunnudaginn heilagan við hvert tækifæri....

Ég er að undirbúa kennslu fyrir þriðjudag.  Ég er að hugsa um allar kartöflurnar mínar og hvernig ég geti nýtt þær.  Ég er að skoða uppskriftir fyrir nesti í útilegur.  Ég er líka að skoða hvenær ég hafi tíma til að bjóða mömmu í mat, kíkja á pabba og fitja upp á prjónana.

Ætli dagurinn á morgun líti ekki svona út:

..vakna..  ( erfiðasti hlutinn )
..vinna..
..heimsækja pabba..
..sjósundsiðkun..
..nýliðaþjálfun..
..strætó heim..
..klára undirbúning fyrir kennslu..
..sofa..

15 September 2012

paragliding..

..ég sit, tvímælalaust á einum besta stað í bænum.  Þetta ætla ég sko að prófa einhvern tíma.  Einhvern tíma þegar ég er hætt að vera lofthrædd, lífhrædd eða hvað það nú er sem veldur þessum ótta við að horfa niður einhverjar nokkrar hæðir.

..ég er að lesa eitt af snilldarverkum leyndarbókmenntanna og nýt þess..

..ég er líka að lesa eitt af snilldarverkum heimsbókmenntanna eða Jobsbók..

Stefnan er núna sett á Sandflúru-át í góðra vina hóp.  Og það er svo stutt þangað til, að gón, lestur og hugrenningaskrifum er lokið hér í bili..

hreyfing:   ..rölt að og frá strætóstoppustöðvum..

næring:   ..prótein..

ég á flugmiða..

..og það nokkra.    Ísland-London...  London- Bucharest...  Bucharest-Tirgu Mures...

Ég á flug á staðinn og heim aftur og það í boði þeirra sem ég ætla að leiðbeina um það sem ég kann en þeir ekki.

Á morgun verð ég svo slösuð án þess að vera slösuð....

13 September 2012

tilgangsleysi morgunsins...

..Dagurinn er úti.  Sjálf sit ég við Úlfarsfells-gluggann minn og horfi á það sem ég sé.  Gluggar nágrennisins sýna ekki mikið en úti vafra starfsmenn Íslenska Gámafélagsins og einn og einn hundaeigandi sem telur sig tilneyddann til að viðra vininn.

Stóðréttir í Víðidalstungum, Jeppaferð í Þórsmörk og ég verð á Tindfjöllum.   Undarlegt hvernig allt skemmtilegt hrúgast á einn og sama tímapunktinn...

Mig vantar aðgang að Jeppa einu sinni í viku til að komast að þeim fjöllum sem ég vil komast að.  Mig vantar líka fræðilega útskýringar á próteinþörf minni og hvernig ég fullnægi henni sem grænmetisæta.  Svo vantar mig nennuna til að koma í gang hittingi árgangs "61 úr Árbæjarskóla og orku til að koma meiru í framkvæmd en ég geri.


Steinn verður viðmið mitt í vetur....


Hollt og gott fæði sem viðheldur úthaldi..


Og góður félagsskapur...

Ég hitti þennan fyrir stuttu og heillaðist af útliti hans.  Undarlegt hvernig sumir geta snert sálu manns svo rækilega að það verður ógjörningur að gleyma þeim.


Ég er mikið að pæla í því að fjárfesta í krukku, fylla hana af vatni og stela honum....   Þá hefði ég eitthvað til að horfa á, daginn inn og út.

Þetta er bara nokkuð góð hugmynd held ég...

Ég er í göngufélagi sem telur tvo.


Í göngu vikunnar tylltum við okkur niður á Hrafnabjörg og dáðumst að útsýninu.   Hann fór svo heim með bókina og kannar möguleika þess að vinna að því að ganga á þau öll...

Úti er farið að rigna...  Sambýlingurinn sefur...  og það fer að koma að því að ég eigi að vera mætt í vinnu.

11 September 2012

*búmm*

..og lífið heldur áfram.

Ef töfrar augnabliksins lifðu gæti ég iljað mér í logum þeirra.  Þess í stað verð ég að leita þeirra aftur og aftur og aftur.

Mig langar að hafa tíma til að sita úti í horni og lesa bók eftir bók.  Horfa á mynd eftir mynd og þátt eftir þátt. Mig langar líka til að hafa tíma til að taka mynd eftir mynd og raða þeim.  Hlusta á lag eftir lag og raða þeim.  En ég verð víst að undirbúa mig fyrir kennslu.

Áætlun segir að ég ætli að kenna eitthvað af viti í dag. Svo núna gramsa ég í löngu liðnu efni og velti því fyrir mér hvernig ég geti bætt það.

Svo vantar mig einhvern til að kenna fyrir mig einn lítin laugardag.....  já, eða stóran.

Ég get víst ekki verið á mörgum stöðum í einu.....

08 September 2012

ég á lakkrísrör

..og ég er að borða það.

Ég reyndar á hvítvínsflösku líka, tvo bjóra og rauðar linsubaunir.

Flubbarnir kenna mér að tjalda, pakka í bakpoka, tína til nesti og vita hvaða föt koma til að þjóna þeim tilgangi sem þeim er ætlað að þjóna.   

Kannski á ég eftir að fara að leita að einhverjum einhvern tíma.....   Hver veit.

Ég gekk upp að Steini áðan á 55 mínútum um það bil.....

Markmið dagsins:   ..rakstur, sturta og að klippa neglurnar..

07 September 2012

utanlandsreisa

Sit sveitt við að kynna mér Rúmeníu þar sem ég ætla að eyða einni viku í desember við að leiðbeina þeim við það sem ég kann.

megas ómar á heimili mínu...  mér er kalt... og ég verð að vera mætt á nýliðaæfingu klukkan níu í fyrramálið í henni Reykjavík...

Markmið vikunnar:   ..að senda út öll póstkortin sem ég er búin að skrifa á..

Markmið morgundagsins:   ..að baka súrdeigsbrauð..

05 September 2012

blautfellaganga

hreyfing:    ..Hafrafellið í Hafnafirði upp og niður..

næring:    ..súrdeigsbrauð með sultu..

upplifun:    ..Derek hans Ricky Gervais..

Toppmaðurinn gekk með mér á fell áðan.  við blotnuðum... við vorum snögg... og við fóum aðra leið en áður...

Núna sit ég yfir sofandi Galapíni, fatalaus og ferlega þreytt eftir langan dag.  Ég gerði tilraun til að fjárfesta í þriggjalaga brók frá ZoOn, milli vinnu og göngu, en hurðin hjá þeim var harðlæst og lokuð.  Svo kuldin mun halda áfram að hertaka mig á fellum og fjöllum eitthvað áfram. 

Mig langar í þykkar sokkabuxur.......

Pin It segir vinkona mín

..og ég Pin It allt sem ég sé núna.

Svo ferðast ég á milli staða í Strætó og hlusta á Brekkukotsannál ú Iphone-num mínum.

02 September 2012

kennsluundirbúningur

..ég er búin að planta mér í stól sem snýr í átt að Úlfarsfelli.    Svo að í hvert sinn sem ég verð leið á því sem ég er að gera, get ég litið upp, gleymt mér í fegurðargóni og haldið áfram með lífið.

Undirbúningur fyrir kennslu fer fram...  leit að hinni einu sönnu súrdeigsbrauðsuppskrift....  og upplýsingaöflun um Alfreð Flóka.

Rassinn minn hvílir í Mosfellsbæ núna og kemur til með að gera í minni nánustu framtíð

01 September 2012

hlutirnir fara víst eins og þeir fara. ALLTAF

..leigusalinn sagði eitt, ég sagði annað og svo bara skildum við sátt.

Ef ég ætti súkkulaði æti ég það.  Held ég.


kókosolía

..er eitthvað sem ég er að láta ofan í mig í allt of miklu magni.  Alla vega miðað við hvað ég nenni oft í búð..

Ég var að skríða upp úr sjónum sem mér fannst verulega kaldur um leið og fyrsta táin stakkst á bólakaf ofan í.  Núna klukkutíma síðar eða rúmlega það er líkaminn enn að skjálfa úr kulda.

Ætlar þetta bara aldrei að venjast.....

Það er búið að selja húsið sem ég bý í, svo núna á ég hvergi heima.  Á morgun mun ég því banka upp á hjá Æ-manninum og setjast að hjá honum um aldur og ævi.  Ég vona að hann taki því vel.

Það er gott að þekkja fólk.....

brrr..... mér er of kalt til að láta hugann reika.