31 May 2014

Laugardagur..

..bara svona ef þið vissuð það ekki..


ég tók með mér blíanta og liti til mömmu og get ekki slitið mig frá þeim..


ég get bara ekki ákveðið mig á þeim staðreyndum sem ég hef við hendina um hverjir eru hæfastir til að fara með málefni mín....

23 May 2014

föstudagur...


Ekki að ég hafi neitt á móti þeim svona yfirleitt.....   mig langar bara ekkert til að líkjast þeim.

16 May 2014

föstudagur...

..ég nenni ekki að skrifa í dagbækurnar mínar..


..ég nenni ekki heldur að berjast við að verða eitthvað þegar ég verð stærri..


..enda er mér illt í öxlinni og á samkvæmt læknisráði að gefa henni tækifæri til hvíldar..

14 May 2014

x-book

...stendur utan á litlu blokkinni sem ber líf mitt.   Í þessari blokk stendur nánast;  ..anda inn, anda út..  svo að það er eins gott að ég tíni henni ekki aftur.

08 May 2014

rúmið mitt...

...ég er alveg að njóta þess...

Svo er það bara bleigt hár á föstudag.


07 May 2014

vinnan göfgar manninn stendur einhvers staðar

..ég held að fríin geri það ekkert síður..

Ég á mér langan ToDo-lista í vinnunni sem ég er ákveðin að klára fyrir vikulok.  Þá get ég snúið mér að hjólreiðaviðgerðanámskeiði, Esjubrölti og kjólamátun.

hreyfing:  ..Skafthringurinn..

næring:  ..mjólkurkex..

ásetningur:  ..að taka Skafthringinn aftur á morgun..

06 May 2014

oft eru mestu afrekin í lífinu ekki stór....

...en ofsalega líður manni vel þegar maður er loksins búin að framkvæma þau...


hreyfing:  ..ein læknisferð..

næring:  ..öll óhollustu sem fannst í húsinu þegar líða tók á kvöld..

hugsun dagsins:  ...ætli ég verði ekki að fara að hreyfa mig..

04 May 2014

...

I CAN NEVER FIT MY FEET INTO SOMEONE ELSE'S FOOTPRINTS ON THE SAND...

en það er samt þægilegt að tylla tánum í förin á sandinum...    máta-skoða-finna-fíla eða forvitnast

Púkarnir á öxlinni á mér haga sér illa.  Þeir sita á sitthvorri öxlinni og naga eyrnasneplana mína á frekar sársaukafullan hátt.   Þeir segja að ég hafi látið nota mig og að ég eigi að hefna þess illilega...  Ég er búin að slá þá af öxlinni aftur og aftur og ég hef reynt að segja þeim að ég hafi valið, og það vel, og eftir siti betri ég...

Ég veit ekki hvort þeir láti segjast....


hreyfing:  setjast upp í rúminu

næring:   egils, malt og appelsín

áhugaverðar pælingar:  Wicca, a guide for the solitary practitioner