04 December 2015

þokusýn

..ég ætlaði að reyna að muna eitthvað sem ég heyrði í dag en gleymdi að skrifa það niður...

Eina sem ég man eru tilgangslausar óljósar hugmyndir af því sem fyrir skynfæri mín hefur borið í dag. 

Zuismi...  sem klárlega væri eitt af mínum lífssoðunarfélögum ef ég hefði vitað af tilvist þess áður en ég datt inn í DíaMat.

Hroki minn gagnvart frásögnum annarra á prenti þar sem strákastelpur koma við sögu og lýsingum einstakra penna á hegðun sinni sem á að vera svo einstök eins og viðkomandi hafi ekki áttað sig á því að minnsta kosti helmingur mannfólks heimsins deili með þeim sömu upplifun. 

Auglýsingar sem láta mig alltaf, ár eftir ár, halda að mig vanti eitt og annað eða að ég verði að eignast einmitt núna allt það sem er á langa löngunar-listanum mínum. Og að allt sem mig langar í sé einmitt núna á boðstólnum ódýrt og ég verði að fjárfesta í því ef ég ætla að eiga gleðileg jól þetta árið.

Fréttamiðlarnir höfðu svo sterk áhrif á mig í dag að ég var næstum því búin að samsama mig við allt fólkið sem upplifir ekki samskipti við fólk og lifandi upplifanir vegna símans sem er gróin við lófa þeirra þegar ég áttaði mig á því að ég var með fólk heima hjá mér í gær sem lyfti ekki slíku tóli nema rétt til að svara hringingum frá viðgerðamönnum, foreldrum og öðrum sem nauðsynlega þurftu að heyra í viðkomandi.  Og ég hitti þetta sama fólk alltaf einu sinni í mánuði í lifandi samskiptum þar sem símtæki sjást nánast ekki.
Ég grét líka yfir dánum börnum sem náðust á upptöku rétt áður en sprengjur vestrænna samfélaga sprungu á heimili þeirra, söng væntanlegrar brúður fyrir verðandi eiginmann á göngu hennar upp að altarinu og verðlagshækkunum í matvöruverslunum landsins.

Hvernig lærir maður eiginlega að sía það sem maður leyfir að skella á skynfærunum sínum í hvert sinn sem maður opnar samfélagsmiðlana......

Sweat Lodge, heitt kakó við Hafravatn, höggið sem Ronda fékk, val á liðsmönnum í Fantasy Premier League, prjónauppskriftir, skrifa nafnið sitt með vatnslitum, postcrossing og allur ólesni pósturinn minn.

Megi draumar ykkar rætast í nótt svo og mínir...


28 April 2015

ég er andfélagslega sinnuð...

...en það er bara vegna tímabundinnar þarfar á að sita ein úti í horni með mér,,

Ég þarf að komast á eintal með sálinni til að ræða hvað það er sem ég vil og hvar og hvenær þá.  Það er svo miklu betra að þekkja þarfir sínar, takmarkanir og þrár.....


hreyfing:  ..í og úr láréttri stöðu gangvart sólinni..

næring:  ..mjólkurkex með hnetusmjöri..

ánægjuefni:  ..Víkings, II þáttaröð..

vonbrigði dagsins:  ..annarrar mannesku leiðindar fúlheitagubba..

Að vísu hefur allt sinn tilgang og fúlheitagubban veitir mér hamingju á sinn hátt því þá veit ég í hjarta mínu að ég er að taka réttu ákvarðarnar...

Ég þarf að koma mér upp hreinu Karma....

17 January 2015

David Small...

...er 69 ára gamall ameríkani sem er titlaður rithöfundur og myndskreytari.

Hann virðist vera að segja sína eigin sögu að einhverju leiti.  Af dreng sem er mikið veikur á unga aldri og þarf að glíma við sín veikindi og upplifun í skugga veikrar, lesbískrar móður sem vil ekki og neitar að ræða eitt eða neitt.  

Hann hefur eftir ljóð Edward Dahlberg "Nobody heard her tears; the heart is a fountain of weeping water which makes no noise in the world." um ævi móður sinnar í lok bókar.

Ég er sem sagt búin að ljúka lesti fyrstu bókarinnar af listanum mínum góða...

42) Myndskreytt bók 


Þetta er falleg saga....

hreyfing:   ..engin..
næring:   ..hafragrautur..
upplifun:   ..Graham Hancock..

Ein af áskorunum ársins

52 bækur á árinu 2015

1) Bók sem er lengri en 500 bls. –  
2) Sígild ástarsaga – 
3) Bók sem varð að kvikmynd –
4) Bók sem kom út á þessu ári – 
5) Bók með tölu í titlinum – 
6) Bók eftir höfund yngri en 30 ára – 
7) Bók með persónum sem eru ekki menn –
8) Fyndin bók – 
9) Bók eftir konu -
10) Spennusaga -
11) Bók með eins orðs titli
12) Smásagnasafn – 
13) Bók sem gerist í öðru landi
14) Bók almenns eðlis/nonfiction
15) Fyrsta bók vinsæls höfundar – ?
16) Bók eftir höfund sem ég dái en á ólesna – ?
17) Bók sem vinur mælir með – 
18) Bók sem fékk Pulitzer-verðlaunin – 
19) Bók byggð á sannri sögu –
20) Bók sem er neðst á leslistanum – 
21) Bók sem mamma heldur upp á – Kordúla frænka
22) Bók sem hræðir mig – 
23) Bók sem er eldri en 100 ára -
24) Bók sem er valin út á kápuna -
25) Bók sem ég átti að lesa í skóla en las aldrei – 
26) Æviminningar – 
27) Bók sem ég get lokið við á einum degi – 
28) Bók með andheitum í titlinum
29) Bók sem gerist á stað sem mig hefur alltaf langað að heimsækja
30) Bók sem kom út árið sem ég fæddist – 
31) Bók sem fékk slæma dóma
32-34 ) Þríleikur/bókaþrenna – 
35) Bók frá bernskuárum mínum -
36) Bók með ástarþríhyrningi -
37) Bók sem gerist í framtíðinni -
38) Bók sem gerist í gagnfræðaskóla/framhaldsskóla. -
39) Bók með lit í titlinum – 
40) Bók sem fær mann til að gráta -
41) Bók með göldrum - 
42) Myndskreytt bók –
43) Bók eftir höfund sem ég hef aldrei áður lesið  – 
44) Bók sem ég á en hef aldrei lesið -
45) Bók sem gerist í heimabæ mínum –
46) Þýdd bók -
47) Bók sem gerist á jólunum –  
48) Bók eftir höfund með sömu upphafsstafi og ég – 
49) Leikrit -
50) Bönnuð bók – 
51) Bók sem sjónvarpsþáttur/þættir er byggð á -
52) Bók sem ég byrjaði á en lauk aldrei –