21 December 2014

Gleymdu ekki hamingjudraumum þínum...

...sagði Ólafur Kárason Ljósvíkingur.

Ég gleymi þeim reglulega eða brenni þeim vegna þarfar annarra í kringum mig.   Ég er skopparakringla sem reglulega hringsnýst í kringum þá sem ég elska.   Yfirleitt karlmenn sem vilja ekkert með mig hafa.  En hann Halldór Kiljan Laxness er klárlega minn maður í dag.....

Við mæðgur fórum út.  Okkur sammældist um það að hreyfing myndi breyta öllu. 


Eftir að við vorum búnar að kanna tilgang skúrsins við bæjardyrnar og mæla hæð vörðunnar upp á hæðinni mokuðum við pallinn.


Stefnan er svo sett á bjórdrykkju og heitapottaferð fyrir nóttina...

Nýjasta áhugamálið er að mála lítil kort.  Í sambandi við myndlistanámskeiðið sem ég er á er boðið upp á ACT-klúbb sem er klúbburinn sem málar smákort eftir þema.  Ég varð svo heilluð að ég er búin að gera kort fyrir heila fílahjörð...


Það sem heillar mig mest í augnablikinu er Aboriginal art of Australia...



hreyfing:   ...mokstur á pallinum..

næring:   ...hummus úr pingbaunum..

uppljómun:   ...Terence Mackenna

4 comments:

  1. Það held ég nú. Hvernig er það, er ekki kominn tími á áramótaheit?
    Mig vantar hugmyndir - hvaða loforð á ég að gefa og svíkja á næsta ári?
    H

    ReplyDelete
  2. Hahaha.... Ég ætla að elska mig sjálfa allt árið 2015. Ég get svo svikið það reglulega með því að láta þarfir annarra ganga fyrir mínum...

    ReplyDelete
  3. Hello Elin,

    My name is Mariana. I am 22 years old and I live in Portugal.
    Unfortunately I expired the number of messages I could send in a day in Postcrossing, so I decided to leave one here.
    Finding your postcrossing profile page and then checking out your blog was a descovery!
    I couldn't understant any of your writing since it's in your native languague but I managed to look at the pictures and they are amazing. I risk to say that we share some interests! I am a book lover too (at the moment I'm reading "The Constant Gardener"), I love art and paitings, which I saw some great ones in here!, and I love knitting! Were you doing a scarf on that photo?
    Well, it's easy to sea that I'm very curious..but all this to ask you if you want to swap postcards with me :) I even risk to suggest exchanging letters in the future if you wish :))

    I take this opportunity to wish you a Happy New Year full of joy and health!

    Take care,

    Mariana :)

    ReplyDelete
  4. Hi Mariana

    I am not good in english but I shall swap postcards with you and maybe exchanging letters in the future.

    You can send me your address to my email ebh1961@gmail.com and I send you a card.

    I was doing a leggings for my daughter on that photo. This was supposed to be a socks, but I was too lazy.

    Greeting from Iceland

    ReplyDelete

þú mátt tala hafrún