31 January 2012

á vinnutíma

Úti er rigning....  inni er engu minni rigning, bara á annan hátt.

Ég finn svakalega mikið til þess að vera flutt úr flennistóru nýju húsi þar sem allt var til staðar til alls og vera komin í litlu, gömlu skonsuna sem hefur ekkert yfir sér nema vera mitt.....

Ég á eftir að finna eldhúsdótið mitt, gera sturtuvænt inni á baðherbergi og fara yfir hvað á að vera inni og hvað í geymslu..... 

30 January 2012

ég bý núna í 108 Reykjavík

Þakka ykkur innilega fyrir hjálpina með rúmið og bækurnar.....

Ég er búin að ganga út í Hagkaup í Skeifunni frá heimili mínu til að eiga eitthvað til að næra mig á, milli vinnutíma...
Ég er líka búin að ganga í vinnuna og var nákvæmlega 35 mínútur á leiðinni....   Klassi bara !!!

Ég bý í svörtum ruslapoka, með útilegudótið í eldhúsinu og algjörlega sambandslaus við umheiminn...  ég geri trúlega eitthvað til að breyta því eftir að mestu önnum lýkur.

En núna sit ég í Ofanleiti og geri mig klára fyrir kennslu....    ekki trufla mig !

28 January 2012

bókabollaleggingar

Héld að ég sé með nokkuð góða yfirsýn yfir þær bækur sem ég á...

Gæti samt tekið upp á því að leita að einhverju sem ég á ekki lengur þegar ég verð búin að koma mér fyrir á nýja heimilinu.


27 January 2012

ég er ekki byrjuð að pakka

..en eruð þið til í að mæta hér heim til mín á Laugardag til að hjálpa mér að bera alla bókakassana út í bíl ?


25 January 2012

öfugsnúið

Ef æðruleysisbænin á einhvern tíma við þá á hún það núna.

Einhvern veginn virðist það sem snýr upp, snúa niður og það sem snýr niður, upp.  Alla vega finnst mér eins og ég viti ekki í hvorn fótinn ég eigi að stíga næst.

Ég er að fara að flytja mig um rass.   Ég ætla að færa minn ilhýra botn um setu.   Þessir þjórhnappar hafa nú hvílt sig um sinn í Mosfellsbæ en koma til með að hvíla í hverfi 108 um ókomna framtíð.

Málið er samt að ég nenni ekki að flytja.   Æ-maðurinn vill alveg hjálpa mér en hann er samt svo óheppinn að vera upptekinn á laugardag.   Sama er að segja um Svíann sem vinnur með mér.  Smalann, Manninn með fallega brosið og bara flesta fagurlega lagaða menn sem ég þekki.

Það er víst eins gott að ég á vinkonur, börn og er anskoti sterk svona sjálf.....

22 January 2012

mér finnst svo gaman að vera til

jamm.....  því fylgir skrámur, grátur og stundum gnístur tanna.   En svona á heildina litið þá er það bara það.


Minnið mig á það að ég verð að kaupa mér nýja myndavél.....

velkomin

Inngangurinn að nýja heimilinu mínu....   þarna mun ég búa um aldur og ævi eða jafn lengi og ég nenni klárlega.


Ég er ekki frá því að íbúðin stækki eftir því sem ég kem oftar í hana.   Stækki og fríkki.   Þegar ég verð flutt verður þetta orðið að höll.

21 January 2012

ég er að pakka

Flutningar milli húsa og bæjarhluta....   Ég er ekki alveg að nenna þessu í augnablikinu.   Mér finnst ég eiga of mikið eftir ógert.


kíví.....

núna geri ég faglegar tilraunir í nokkra daga.  Reyni að átta mig á möguleikunum meðan ég græt blogcentral síðuna mína sem sögur herma að verði eytt í næstu viku.....

Öll sönnun um líf mitt fyrir þetta líf kemur til með að fjara út í sandinn.  Kverfa....

14 January 2012

prufa tvö

þetta er prufa tvö

þessi mynd er fengin tímabundið að láni meðan
Ásdís er að prufa síðuna
og nú setjum við inn myndir .ess