Hér má telja svörtu blettina á himninum og stjörnuhröpin láta ekki á sér standa. Ég er búin að standa úti og góna upp í loftið eins og ég hafi aldrei séð þetta og í augnablikinu líður mér þannig. Hvernig nennir nokkur maður að búa undir mengunarhjúp höfuðborgarinnar þar sem ekkert sést og ekkert gerist.
Eitt af því sem mun standa á miðanum mínum um hvernig maður eigi að verða á vegi mínum einhvern daginn er:
-hann á að kunna flesta texta þess sem þegar er búið að syngja og syngja fyrir mig í tíma og ótíma...
-hann á að búa undir stjörnubjörtum himni
-hann á að vera grænmetisæta
og
-honum á að þykja vænt um fólk
Ég held meira að segja að ég ætla að flytja til hans eftir að hann er búin að finna mig.
No comments:
Post a Comment
þú mátt tala hafrún