23 December 2012

jólaföndurstíð

hreyfing:  ...gönguleið frá bíl og inn í búð, kirkju, vinnustað eða heimili vina og ættingja...

næring:   ...súpa hjá vinkonu í hádeginu, orkustangir og rauðvín...

Ég á bók sem heitir:  The Fasting Handbook.   Hún er alveg glæný.  Ég er sérstakur áhugamaður um föstur þessa dagana og vil fyrir alla muni komast til botns í því hversu hollt/ óhollt það er að fasta.     Ég á líka bók um goðsagnir, eina um trú og aðra um himingeiminn.

Milli þess sem ég les og hef áhyggjur af matarbirgðum heimilisins sit ég og klóra mér í hausnum, spila á spil eða hangi í heita pottinum.

Í augnablikinu bíð ég eftir litla barninu mínu og vinkonum hennar.....

19 December 2012

skrítnust...

...geri ég ráð fyrir að sé skrítnust af þröngum hóp skrítins fólks.

Stelpurnar á vaktinni í kvöld eru sammála þér Hafrún.   Eða þeim finnst ég undarleg.  Þær hafa aldrei vitað til að konur á sextugs aldri kaupi sér teiknimyndasögur.  En þær hafa heldur ekki séð allar fallegu bækurnar okkar.

Ég skrapp í Nexus áðan.  Þeir tíndu af mér peningana mína....

Á morgun verð ég að kaupa allar jólagjafirnar, dreifa þeim og koma mér í bústað.  En fyrst þarf ég að vinna.

18 December 2012

Sjálfsvorkun

Ég á það til að detta ofan í svartholspitt ...aumingja ég syndromið...   Að minnsta kosta í fimm til fimmtán mínútur, fimm sinnum á ári, sit ég með tárin í augunum yfir því hvað ég á bágt yfir einhverju.   Oftast er það einhver ofur þreyta sem ég hef enga stjórn á, líkamlegir kvillar sem ég er sannfærð um að dragi mig til dauða eða sætir strákar.

Í morgun sat ég og veifaði tánum yfir þeirri sorglegu staðreynd að mér væri bókstaflega að blæða út.  Hugsanirnar leituðu til fyrirkomulags jarðafararinnar, hverjir raunverulega myndu sakna mín og hræðslu yfir hverjir það yrðu sem læsu leyndardómana mína.  Þá mundi ég hvað ég er gömul og minningarbrot um löngu liðin lærdóm um breytingarskeiðið.

Ég fer að verða lögleg Rauðhetta.....

17 December 2012

Hamingja

Bið þess ekki að allt gerist sem þú vilt, heldur skal það vera vilji þinn, að allir hlutir gerist svo sem þeir gerast, þá munnt þú verða hamingjusamur.

Ég er í einfeldni minni hamingjusamur einstaklingur flesta daga enda löngu búin að svipta hulunni af þessari tiltekni visku Epiktets.....   sem er ein af þeirri þekkingu sem býr innra með mér og okkur öllum án þess að við vitum af því.  
- Kenning sem ég las í Sögu Heimspekinnar einhvern tíma en man ekki hver átti.  Sú kenning felur í sér að við vitum allt um allt eða það býr innra með okkur ein allsherjar alheimsvitneskja sem við þurfum bara að svipta hulunni af til að tileinka okkur.

Núna les ég Gnarr fram og til baka meðan ég sýg upp í nefið.....

Í gær útbjó ég hnetusteik og gaf hana.  Ég útbjó líka buff.  Buffin voru bragðgóð en ég klúðraði algjörlega eldamennskunni.  Hvernig eldar maður baunabuff...........

Í dag er vinnudagur.

16 December 2012

ég saknaði þín...


Ég fletti Fréttablaðinu í morgun og síðan Fréttatímanum. Síðan ákvað ég að skrifa eitthvað um líf mitt hér, sjálfri mér og vinkonu minni til ánægju.

Um leið og ég opnaði tölvuna varð mér hugsað til þess hvort ég hafði lesið eitthvað merkilegt í Fréttablaðinu og hvernig sem ég hugsaði, kreisti heilasellurnar eða velti málinu fyrir mér man ég bara ekki eitt einasta orð úr því merka riti.

Fréttatímalesturinn fékk mig til að hugsa um vatn handa fátækum þjóðum, þeirri staðreynd að mig langar í ipad, að mig langar í bókina prinsinn og að kannski ég rífi út húfuuppskriftirnar áður en Leigufélaginn minn hendir blaðinu.

Ég var að koma frá Rúmeníu en ég nenni ekki að segja frá því strax.

Dagurinn í dag var alveg extra góður.  Ég eyddi honum algjörlega í leti, uppi, við eða í nánasta umhverfi við rúmið mitt.
Ég horfið á heimildamyndir um 11/9.
Ég las eina bók eftir Jón Gnarr.
Ég hlustaði á eitt albúm frá 1956.
Ég fletti uppskriftabókum.
Ég skrifaði innkaupalista fyrir hnetusteikareldamensku.
og ég fór í bíó og svo á tónleika með Svavari Knúti á Rosenberg.

Núna ætla ég að skoða Les Vampires frá árinu 1915 ef ég næ að vaka........

04 December 2012

hugleiðing dagsins

Einu sinni var stelpa sem lagði af stað upp í rúm til að fara að sofa því langt var liðið á nótt.  Þegar stelpan kom upp í rúmið sitt sem var fullt af diskum,  því hún var í miðjum klíðum að flytja inn í leigusambúð með gaur sem hún þekkti og hún átti í einhverjum vandræðum með að koma sér fyrir, gat hún ekki staðist freistinguna að hlusta á eins og einn disk.  

Nú velti ég því fyrir mér hvernig ég rækti hveitigras innan dyra....

Heimilið er undirlagt af baunaspírunar tilraunum, ræktun bonsai trjáa og poppvélapoppun.  Við ætlum að fá okkur ker og ljós fyrir kryddjurtir og rækta alveg villt og galið stevíu, steinselju og chillipipar og eitthvað.  Þetta er semsagt orðið vel rækutunargrænt heimili.

Mig langar í súkkulaðiköku....