30 August 2012

Ég skoðaði Flubbana áðan

..ég er heilluð.

Annars var þetta svona dagur þar sem ég faðmaði pabba, mömmu, báða strákana mína, litlu systir og stubbana hennar og..... litlu dóttur mína.   Krotaði í dagbókina, gekk á fell, viðraði hunda, hugsaði um heimilið og flandraði um á veraldarvefnum.

Ég er búin að taka að mér talningu í strætó...  meiri kennslu...  og hef fullan hug á að gera mitt til þess að þessi heimur verði betri en hann er.

....ástinereinsogsinueldur....

29 August 2012

innbrot

..það var ýtt á dyrahnappinn hjá mér svo að glumdi í..

Fyrir utan stóð par...  eða alla vega eitt eintak af hvoru kyni.  Ég hef ekki hugmynd um tengingu milli þessa einstaklinga en þarna stóðu þau og fóru fram á að fá að skoða húsið.  ..Mannstu ekki eftir mér.. sagði maðurinn með glampa í augum en ég horfði bara tómum augum á hann en hvíslaði svo að lokum ..ef þú ert jakkaklæddi náunginn sem gekk um íbúðina hjá mér í gær?..   Hann sagðist hafa talað við fasteignasalann áðan og bla..bla..bla..   Ég sagði bara ....

Ég gæti ímyndað mér að ég væri orðin íbúðalaus á morgun.....

Ég er að velta fyrir mér tilgangi þess að eiga tímaritið Í FORMI og það þó nokkur eintök.  Gerir það mér gagn... græði ég á því... veitir það mér gleði... eða er mér til afþreyingar...   Engri af þessum spurningum get ég með sanni svarað með einföldu jái.  Er þá ekki komin tími til að henda?

Ég ætla að ganga á fell með Toppmanninum á morgun, viðra þrjá hunda fyrir Froskinn og gera allt hitt sem ég er tilneydd til að gera eða langar óstjórnlega til að gera en veit bara ekki enn um.

Gott plan........

28 August 2012

félagi

Það er margt sem ég þoli ekki eins og sannur einstaklingur í þessu samfélagi.   Eitt af því eru öll þessi bloggskrif til að andmæla, andmæli, andmælis manns sjálfs.   

Er eitthvað að fólki sem stendur ekki bara með upphafsorðum sínum án þess að fara út í málaþóf um bulltúlkun, staðreyndavillur og leiðindi í þeim sem andmælti.   Andmæli hver sem andmæla vil.  Andmæli geta meira að segja verið mjög skemmtileg en það verða aldrei, andmæli við andmælum.

Vinkona mín, Töffarinn er á leiðinni heim.  Loksins.

Ég er svöng, hér eru blöð út um allt og allir virðast þurfa aðstoð akkúrat núna í þessari viku þegar mér hentar best að fá að vera og strjúka dótinu mínu í friði.

HúslegaManninum vantar flutningsaðstoð og ég skulda honum feitt þar sem hann aðstoðaði mig síðast þegar ég flutti og ég er ekki búin að halda innflutningspartý eða neitt sem gæti fallið undir gjaldskyldu fyrir það verkefni svo að ég er tilneydd...

Froskinn vantar hundaviðrunarviðvik og þar sem ég tel alveg sjálfsagt að hann láni mér bílinn  þegar ég flyt minn rass á milli staða er ég sko tilneydd...

..annars verður lítið vit í litlum orðum nema þau séu sögð í lágum rómi..

hreyfing:   ..gekk í kennslustofuna og til baka aftur..

næring:  ..hafragrautur í morgunmat og hafragrautur í kvöldmat..

áform vikunnar:  ..pakka dóti sem má missa sín og strjúka hinu..

markmið:  ..finna markmið fyrir september-mánuð..

Ef þið finnið mig ekki þá verð ég á nýliðakynningum björgunarsveita höfuðborgasvæðisins...

27 August 2012

ég tek mínar eigin heimskulegu ákvarðanir

..reglulega

Og það er víst örugglega mitt að standa algjörlega með þeim.   Enda er ég sannfærð um ágæti þeirra svona inn á milli, þegar fólk er ekki að halda sínar ræður um réttmæti og vit í mínum ákvörðunum.

Mér leiðist samt skelfilega að pakka......

26 August 2012

leiðin

..liggur ekki alltaf bein.

Ég er samt byrjuð að safna fyrir minni leið.  Minni leið til að heiðra dýrling.....  kaupa mér ódýra leið í gengum hreinsunareldinn.....  eða til að hreinsa hausinn með því að eyða tíma og pening í að rölta (hjóla) leið sem þrædd hefur verið í gengum aldirnar í misjöfnum tilgangi.

Spennandi....

Ég ætla að búa í sömu íbúð og Æ-maðurinn í heilan mánuð.

25 August 2012

þunn - þynnri - þynnst

Í gær var ég flott og fann fyrir því....

Í dag læri ég að prinssessa er ekki bara kóróna heldur persónuleiki.  Atriði sem byggja upp sjálfsöryggi hvers og eins.   Að vera sáttur við sjálfan sig og eigin líkama og að engin getur gert þér neitt nema þú leyfir það. Það kemur skýrt fram í myndinni sem er að byrja að rúlla í þriðja skiptið síðan ég fjárfesti í henni með Afkvæmi II-I fyrr í dag.

Bók dagsins:   ..Tvær gamlar konur..

Næring:   ..gulrætur, beint frá bónda..

Þættir:   ..Desperate Housewives..   sápa sem ég er að missa mig í vegna viðleittni minnar til að æfa sjónvarpsgláp.  Eiginkonurnar eru svo skemmtilega ólíkar og eiginlega aðdáunarverða einlægar hvor við aðra þegar þannig ber undir.   Eða eitthvað.

Hreyfing:   ..standa upp og setjast niður í allan dag..

Ég hef ekkert að gera nema vera.  Svo ég er að hugsa um að læra spænsku í vetur, æfa blak og skriðsund, teikna, kenna, vinna vinnuna mína og rækta garðinn minn...   Svo kitlar mig nýliðastarf björgunarsveitanna.


22 August 2012

30°eða meira...

Í gær grét ég vegna hitans í íbúðinni þegar ég var að fara að sofa....

Í dag brosi ég og vona að hitinn lækki það mikið að ég hætti að svitna..    Toppmaðurinn er að fara að ná í mig því við ætlum að ganga á fell....

Ég má keyra bíl með allt að sextán farþegum svo lengi sem ég rukka þá ekki um gjald fyrir.

20 August 2012

félagsskapurinn

Þessi mynd er tekin upp úr turkís-litaða-vatninu í Stórurð....


Konur sem nenna að ganga....  konur sem nenna að svamla í vatni af hvaða hitastigi sem er.....   konur sem nenna að eyða heillri viku eða parti af henni í að borða grænmeti og ekkert nema grænmeti og það án þess að röfla....   konur sem kunna að sita á rassinum og gera ekki neitt....  konur sem kunna að tala um það sem skiftir máli....  konur sem hafa gaman af að drekka stro.....   konur sem gaman er að eyða tíma með.....

konur sem ég þekki.........

Núna er komin tími á vinnu, kennslu, þekkingaleit,  lærdóm, sundæfingar, ræktun hugans, kökubaksturs, flutninga, undirbúnings fyrir ferðina og kannski eins og eina matarveislu fyrir ungana mína.

19 August 2012

með allt á hreinu

...eða þar um bil


Sumarið var gott, ekki spurning.  Allt annað fer eins og það fer.....

09 August 2012

10.ágúst.....

..og ég flýg um loftin blá.

Ég skal senda ykkur póstkort.  En bara ef ég kann heimilisföngin ykkar.....

stafaröðun dagsins

..segir eitthvað um mig vinnandi á alvöru spítala í hvítum fötum með mælitæki hangandi utan á mér eins og alvöru sjúkraliði..

líka eitthvað gáfulegt um Toppmanninn, Æ-manninn og The Lady sem klúðraði auglýsingunni

kannski líka eitthvað um lélegt líkamlegt form mitt með tilheyrandi mæði og öðrum einkennum  sem eiga ekki að plaga heilsugúrú eins og mig

svo bara eitthvað smá um drykkju og hungur og ferðir vítt og breitt um landið

égerskovinurminn með tónum og allt

07 August 2012

núll stilling hugans

..er í raun setning sem ég stel hér og nú úr munni Æ-mannsins hvort sem hann sagði hana sjálfur á sínum tíma eða við lásum hana upp úr einhverri bók eða hvað.

Ég núll stilli huga minn reglulega og sit í sjálfsumgleði sigurvegarans, yfir eigin hugsanaferli, um stund.  Síðan dett ég iðulega um fáraðlega þörf mína fyrir að hugsa eitthvað sem ekki er.

Ég held að yoga sé málið....

Einn daginn starði ég ofan í lúkurnar á mér og sá ekki betur en ég stæði á nákvæmlega sama punkti og tíu árum fyrr og ákvað því að gerast grænmetisæta.   Það skilaði mér vellíðan og örlítilli þekkingu á eigin sjálfi. 

Núna góni ég enn og aftur ofan í þessa sömu lófa og get bara ekki séð neitt þar sem leitt gæti mig áleiðis til fullnægðs lífs.   Nema ef vera væri YOGA og þagnarbindindi.

Það heillar mig algjörlega frá a-ö að gangast við algjöru þagnarbindindi.   Ég sé mig fyrir mér með ákvörðun í höfðinu um að þegja algjörlega í orði sem riti í eins og svona einn mánuð.   Þvílík áskorun!   Þvílík snerting sem það hefði við innra sjálfið!   Þvílík ögun að geta ekki sagt það eða gert sem sprettur fram í huga mig og varðar annað fólk.

Ég þarf virkilega að hugsa þetta inn í minn veruleika....

ég fer fram úr sjálfri mér aftur og aftur

Núna er ég sest niður og farin að sakna Æ-mannsins þótt hann er ekki einu sinni fluttur burt af svæðinu.

Ég er eiginlega farin að tárast yfir því að þá verði enginn sem bjóði mér í Kayaksiglingu.  Enginn sem hefur áhuga á því hvað ég er að borða.  Enginn sem segir mér frá skemmtilegu fólki sem hægt er að lesa um í skemmtilegum bókum.  ..eða Enginn hann í íbúðinni sem ég kem til með að hreiðra um mig í..

Ég æfi öndun, möntrur, hreyfingar og að vera betri en ég er.   Og ég get örugglega andað mig inn í æðruleysi gagnvart brotthvarfi Æ-mannsins úr lífi mínu.  Ég er bara með kjánalega þörf fyrir að sakna hans bak og fyrir og þar sem ég er yfirleitt afskaplega góð við sjálfa mig hef ég ákveðið að leyfa mér það.

Bara sakn-sakn-sakn og sakn út í eitt....

Ég fékk spark við lestur bókarinnar um Kundalini Yoga.  Þar stendur þetta almenna um kjaftagang eða að segja sögur af öðrum.  Er nauðsynlegt að segja söguna, þjónar það einhverjum tilgangi o.s.fr. og ef ekki ..þegjuðu þá..

Ég hef alveg leyft mér það að vera með Gossip um konu sem klípur í bjóstin á mér...  konu sem talar fullmikið um sjálfa sig... konu sem sefur hjá strák sem ég þekki vel...  strák sem nennir ekki að læra... strák sem elskar stráka meira en stelpur og svoleiðis.

Stundum hef ég talið sjálfri mér í trú um að tala um athafnir fólks sé annað en að tala illa um fólk.  Að það sé eitt að tala um menn og málefni og annað að setja út á menn og málefni.

En þar sem ég er ekki viss...  vinn ég að því að fara í þagnarbindindi...

lífið er of stutt til að eyða því í vitleysu..

..þess vegna ætla ég að fara að sofa núna.

siudnvk kdspo ks skf kks, klsm dk sdkgi does skmd dkg  ....já hugurinn er á fullu en ég get ekki kyrrsett það eða haft fatt í öllu þessu bulli.

Mig vantar eiginlega markmið...   Eitthvað til að stefna að.

Það er alveg út í hött að ráfa svona um stefnulaust, endalaust.

06 August 2012

flugur

..ég ætlaði að eyða stund með mömmu.

Hún flúði inn af pallinum vegna þess að hún sá flugu.  Ég hins vegar nenni ekki að eyða tíma mínum INNI fram að vinnu svo hún verður bara að lifa með því áfram að eiga mig, þekkja mig og sjá mig aldrei.

Vinkonan sem var einu sinni skólasystir mín og þótti ég nógu merkileg til að halda áfram að þekkja mig hringdi til að plana heimsókn í skálann til mín.

Vinkona mín sem gengur með mér vítt og breitt um landið hringdi til að ræða um strákana í lífi okkar og væntalega brottför okkar beggja af höfuðborgarsvæðinu.

Ég þyrfti, meira en allt annað, að hringja í vinkonu mína sem blés í mig líf þegar ég var við það að gefa upp lífið en ég bara nenni ekki að tala meira í síma í dag.

En hafrún......   þú sækir mig á flugvöllinn á Egilsstöðum, við förum í búð og verslum í kjötsúpuna og kaffi og svo bara eigum við stund á staðnum við að plana jakopsvegsferðina okkar.   Við fáum gesti, við teiknum, ræðum bækurnar sem við erum að lesa, ég fæ miðan þar sem kennsluáætlun mín liggur og svo prjónum við það sem mest liggur á að prjóna.

..ég er að skoða möguleikana á því að gerast yogi..  

Það virðist heillandi en hefur sína vankanta.  Karlmenn eru til að mynda ekkert merkilegri en konur.  En ég væri alveg til í að eyða lífinu í að teygja mig til og frá, drekka engiferrót og gleypa í mig lauka á hverjum degi.

Markmið  ágúst mánuðar er að drekka 1,5 líter af vatni daglega......

05 August 2012

eitt skref til hægri og eitt skref til vinstri...

Ég áreiti Æ-manninn út í eitt núna.....

Ég hringi í hann dag eftir dag og segi:   ..ég eldaði mat í dag. það var afgangur og hann er inni í ísskáp og þú mátt borða hann..  og ..ég bakaði köku handa þér, borðaðu hana..   og  ..þú mátt borða það sem þig langar í af matnum mínum sem er í öllum hillum á okkar vinnustað..

Hann segir bara ..já, ella..


Hann kann sig.

Systir mín, hin eina sanna, er í bænum núna.   Hún dekrar mig í bak og fyrir.  Meðal annars sækir hún mig á vinnustað á hverju kvöld til að ég hafi tækifæri til að eyða tíma með henni.  Svo eldar hún handa mér, réttir mér vatn í glasi og meira að segja gaf hún mér helminginn af bjórnum sem pabbi minn gaf HENNI.

Núna ætla ég að veita mömmu, sjónvarpinu og umhverfinu athygli.....

03 August 2012

vansæld

Stundum horfi ég á aðrar konur og undrast yfir hvað þær tala um..... og hugsa um hvers vegna ég þurfi ætið að vera ófullnægð í hjarta mínu......

kannski er hægt að borða eitthvað við þessu heilkenni eða taka á því þannig að hugur minn róist eða kannski, eftir allt saman, á þetta bara að vera svona.

Ef lífið er einfalt, dugar að fara til járnsmiðs og hann sýður saman hjartahlekkina sem smátt og smátt brustu þegar ég var að vaxa úr grasi.   

En lífið er sjaldnast einfalt....

Þegar ég er búin að lesa The Hitchhiker's Guide to the Galaxy ætla ég að lesa einhverja af hinum 469 bókum sem eru á leslistanum í Kindlinum....   eða bara halda áfram að gjóa augum í átt að Desperate Housewives....