28 February 2013

..má ég vinna lengur en ég má..

..spurði ég Aðstoðarbossinn í dag og hún hló.  Ég ákvað að taka því sem jái, svo ég sat spennt yfir nýjasta tölvuleiknum mínum fram að vaktaskiptum.  Á morgun má ég svo sita við hann fram að vinnutímalokum en þá verð ég að vera búin að leika öll borðin og það upp á 11.  

Lengi lifi vinnustaðaleikir.....

Pabbi skammaði mig í dag fyrir að klára aldrei neitt.  Hann skammaði mig líka fyrir að eiga ekki nógu mörg börn með útskriftarskirteini.  Hann gaf sér samt tíma til að ræða aðeins um þráhyggju sem jákvætt fyrirbæri við mig þótt ég næði honum ekki lengra með það en í umræðu um fólk sem færi aldrei út fyrir þægindarammann.  Ég var ekki alveg að átta mig á honum svo ég fór bara heim í fílu og kvartaði við Leigusambýlinginn.   

Það ætti að leggja niður allt sem heitir Prófskirteini og fara að uppfæra samfélagið með jákvæðum skólaanda sem gengi út á að hafa leik sem lærdóm.  Skóli sem gengi út á að fá að snerta á visku heimsins án þess að þurfa að skemma upplifunina, með kröfu um að taka alltaf stöðluð próf í því hvað maður fær inn á skammtíma vinnsludiskinn,  væri vel vert að lifa fyrir.
Framhaldsskólar færðu mér ekki visku, þeir gerðu mig bara færari í;   ..að lesa í kennara til að sjá hvað það væri sem fengi þá til að gefa mér sem hæsta einkunn, að skrifa frjálslega um eitthvað sem ég hafði ekki hundsvit á og hærri laun við sömu vinnu en áður var.

Niður með einkunnir....

Járnið er alveg að gefa mér jarðtengingu við lífið.  Þrjár sprautur streyma um í blóðinu nú þegar og tvær eftir.  Ég er mikið að spá í því að biðja læknirinn minn um að setja mig í áskrift af öllu sem kikkar svona inn orku handa mér.  Ég er alveg næstum því farin að brosa hringinn aftur.

Bráðum sigli ég lygnan sjó.  

næring:  ..hafragrautur 2x..

heimildarmynd:  ..Exit Through the Gift Shop..

svefn:  ..fimm tímar..

markmið:  ..finna mér þráhyggju..

ef ég fer ekki að koma mér inn á beinu brautina aftur enda ég í svaðinu

26 February 2013

..siglandi inn í næsta maraþonáhorf..

..er ég búin að gleypa fyrsta þáttinn af Game of Thrones..

Kannski ég tileinki laugardeginum þessa sögu.

..tilfinningaflækja..

..það er hægt að væla yfir flestu, en skemmtilegast er þó að væla af tilfinningasemi yfir fræmkvæmdum annarra..

Ég er svona flest alla daga alveg svellkaldur einstaklingur sem fellir ekki tár yfir nokkrum sköpuðum hlut þótt  kannski full ástæða sé til.  Svo fara hormónarnir á flakk og ég vatna músum yfir litlum hlutum.  Ég grenja yfir setningum skrifuðum í bók í yfirfullum strætó af einstaklingum sem vita ekki í hvert hornið þeir eigi að stara.  Ég tárast af hugsunum mínum á göngu eftir strætum borgarinnar.  Og ég hristist af ekkasogum þegar lífið í höfði mínu hreyfist á skjön við umhverfið.

Þess á milli er ég töffari....

hreyfing:  rösk ganga hringinn í kringum Elliðarárvatn....

næring:  núðlusúpa....

heimildarmynd kvöldsis:  man on wire....

verkefni dagsins:  kennsluefni morgundagsins....

Ég á nokkur póstkort og ég ætla að skrifa á þau núna.

25 February 2013

og lífið heldur áfram

..ég var svo þreytt að ég valdi að eiga stund með sjálfri mér frekar en að mæta í partý, passa með mömmu, hjálpa dóttur minni eða læra.


Eigingjörn, ég veit.........

Núna sit ég á bókasafninu  og reyni að átta mig á uppbyggingu hinnar spönsku tungu.

Erfitt, ég veit..........

Í vinnunni á ég að vera að setja niður grunninn að því sem koma skal.

Einstakt tækifæri, ég veit.........

Ef ekki væri fyrir alla þessa frjóu hugsun í kringum mig væri ég með höfuðið undir kodda að bíða eftir að þessari viku lyki.

13 February 2013

fjarverandi

...úr eigin lífi nánast.

Eftir helgi kemur ný vika.  Markmið nánustu framtíðar er að minnka aðeins vinnuna sem ég skila, því auðvitað er ég farin að skila langt fram yfir vinnuskyldu.  Ef ég fer ekki að breyta þessu, neyðist ég til að hnippa í mig sjálfa og eiga nokkur vel valin orð við mig.  Það er bannað að safna svona mikið í vinnustundabankann.

07 February 2013

ég eyddi nóttinni í að....

....smakka á Carlos Castaneda og set stefnuna á að lesa bókina hans um drauma.

Járnið er komið í hús og verður dælt í mig með venfló, hvað svo sem það nú er.   Svo gleðin og hreyfigetan fer að kikka inn á næstu vikum ef allt er eins og það á að vera.

Annars er ég algjörlega búin að missa undan mér fótana í þessum skorti.  En það þarf víst ekki mikið til.  Mér skilst að múgur og margmenni búi um sig inn í mér og heimti sitt.  

Mundos nuVos hangir á borðinu engum til gagns.  Himnaríki og helvíti líka.  Svo og allt hitt sem ég tel mig þurfa að lesa, skoða eða læra hratt og vel.

Ég er búin að planta mér í stofunni með skólabækur og sojabaunirnar eru að sullast um í pottinum á leiðinni í hummus.  Mig langar í bjór og á engan.  Mig langar líka í síkarettu en á enga og er líka löngu hætt þeim ósóma.  Mér bara varð það á að prufa nikótíntyggjó og einhvern veginn kikkaði það svo inn á sálina að hún situr daginn inn og út og vælir.   Mig skortir staðfestuna á múginn minn.

Ég á mér úrklippubók.  Bókina um fólkið sem ég er að skoða.  Í henni er Jón Gnarr og það sem hann hefur verið að bardúsa við undanfarið.  Þar er líka Daniel Johnston, listamaður sem ég eyddi tíma í að hlusta á og lesa um, eftir að ég horfði á heimildarmyndina The Devil and Daniel Johnston.  Maðurinn syngur um lífið og leikur sér í myndlist meðan hann berst við að halda geðheilsu.  Hann Jack Kevorkian er þar líka vegna þess að ég fór að velta mér upp úr hvað væri merkilegt við hann eftir að hafa horft á heimildamynd þar sem honum brá fyrir í lautarferð.  Sixto Diaz Rodriguez er þar líka, þar sem ég hermdi eftir Jóni Gnarr og horfði á heimildamynd um leitina að SykurManninum.  Tónlistamaður sem varð frægur án þess að vita af því í fjarlægu landi. 

Ég geri ráð fyrir að þessi bók þykkni og gildni með tímanum af áhugaverðu fólki eða bara fólki sem er einhvern veginn þannig að það sé gott að hafa það í bókinni...

06 February 2013

kannski gleymdi ég einhverju..

Minni mitt er flogið út í veður og vind.  Það fellur vonandi undir járnskortseinkenni.   Ég, í það minnsta, óska þess heitt að það fari ekki að valda verulegum óþægindum á vinnustað.

Mér þykir gaman að þessari vinnu.....

05 February 2013

þarfnast illilega félagastuðnings...

...ég nefnilega rakst á klett og kemst ekki svo auðveldlega yfir hann.

Þar sem ég stóð í sjálfu musteri bókanna ákvað ég að það væri komin tími til að kynnast Spáni aðeins betur. Út rogaðist ég með tvær þykkar og feitar og tvær aðeins þynnri.  Hugsandi um hvort þessi bókalán komi til með að lukkast eitthvað betur en önnur hjá mér, hugga ég mig við það að án míns stuðnings væru aldrei keyptar inn nýjar bækur.  
En ef ég veit ekki eitthvað meira um Spán bráðum er mér bara ekki við bjargandi.

Me, llamo Elín y me apellido Helgadóttir.

Bráðum verð ég spænskumælandi.....

Bráðum verð ég líka byrjuð að prjóna mér peysu, að elda mér graut og teikna á eins og eitt kort.  En það er bara bráðum....

03 February 2013

nennan er dauð

...ég sit hér ein í ruglinu og nenni engu.

Dagbókin andar köldu á mig.  Rúmið er fráhrindandi.  Og tölvulíf er ekkert að gera sig.

Ég er búin að skrifa nokkur orð á blað og stilla vatnskönnunni minn ofan á það.  Á morgun ætla ég svo að drekka kristalana ofan í mig í fullvissu þess að svona sé þetta.

Ég er komin með málstol.  Þegar ég ætla að segja eitthvað, drattlast orðin út úr mér eins og þau eigi sér sjálfstætt líf.  Terabæt verða að tetrabætum og tetrastöð þá væntanlega að terastöð.  Eða eitthvað...  Ég er líka með hugsanastol því frá því um síðustu helgi er ég búin að glíma við það að reyna að muna með hverjum Kevorkian var í lautaferð og í hvaða þætti.  Ég horfði á það með mínum eigin augum en einhvern veginn tíndist sjónræn úrvinnsla áður en hún vistaðist á harða diskinum.

Te-vísdómsorðin:  ..The physical body is a temple..

Næring:  ..tofu hjá vinkonu..

Hreyfing:  ..hraðganga frá strætistöð fyrir hálf níu í morgun á leið í vinnu..

Ég er að leita mér að nýjum markmiðum.