23 December 2012

jólaföndurstíð

hreyfing:  ...gönguleið frá bíl og inn í búð, kirkju, vinnustað eða heimili vina og ættingja...

næring:   ...súpa hjá vinkonu í hádeginu, orkustangir og rauðvín...

Ég á bók sem heitir:  The Fasting Handbook.   Hún er alveg glæný.  Ég er sérstakur áhugamaður um föstur þessa dagana og vil fyrir alla muni komast til botns í því hversu hollt/ óhollt það er að fasta.     Ég á líka bók um goðsagnir, eina um trú og aðra um himingeiminn.

Milli þess sem ég les og hef áhyggjur af matarbirgðum heimilisins sit ég og klóra mér í hausnum, spila á spil eða hangi í heita pottinum.

Í augnablikinu bíð ég eftir litla barninu mínu og vinkonum hennar.....

19 December 2012

skrítnust...

...geri ég ráð fyrir að sé skrítnust af þröngum hóp skrítins fólks.

Stelpurnar á vaktinni í kvöld eru sammála þér Hafrún.   Eða þeim finnst ég undarleg.  Þær hafa aldrei vitað til að konur á sextugs aldri kaupi sér teiknimyndasögur.  En þær hafa heldur ekki séð allar fallegu bækurnar okkar.

Ég skrapp í Nexus áðan.  Þeir tíndu af mér peningana mína....

Á morgun verð ég að kaupa allar jólagjafirnar, dreifa þeim og koma mér í bústað.  En fyrst þarf ég að vinna.

18 December 2012

Sjálfsvorkun

Ég á það til að detta ofan í svartholspitt ...aumingja ég syndromið...   Að minnsta kosta í fimm til fimmtán mínútur, fimm sinnum á ári, sit ég með tárin í augunum yfir því hvað ég á bágt yfir einhverju.   Oftast er það einhver ofur þreyta sem ég hef enga stjórn á, líkamlegir kvillar sem ég er sannfærð um að dragi mig til dauða eða sætir strákar.

Í morgun sat ég og veifaði tánum yfir þeirri sorglegu staðreynd að mér væri bókstaflega að blæða út.  Hugsanirnar leituðu til fyrirkomulags jarðafararinnar, hverjir raunverulega myndu sakna mín og hræðslu yfir hverjir það yrðu sem læsu leyndardómana mína.  Þá mundi ég hvað ég er gömul og minningarbrot um löngu liðin lærdóm um breytingarskeiðið.

Ég fer að verða lögleg Rauðhetta.....

17 December 2012

Hamingja

Bið þess ekki að allt gerist sem þú vilt, heldur skal það vera vilji þinn, að allir hlutir gerist svo sem þeir gerast, þá munnt þú verða hamingjusamur.

Ég er í einfeldni minni hamingjusamur einstaklingur flesta daga enda löngu búin að svipta hulunni af þessari tiltekni visku Epiktets.....   sem er ein af þeirri þekkingu sem býr innra með mér og okkur öllum án þess að við vitum af því.  
- Kenning sem ég las í Sögu Heimspekinnar einhvern tíma en man ekki hver átti.  Sú kenning felur í sér að við vitum allt um allt eða það býr innra með okkur ein allsherjar alheimsvitneskja sem við þurfum bara að svipta hulunni af til að tileinka okkur.

Núna les ég Gnarr fram og til baka meðan ég sýg upp í nefið.....

Í gær útbjó ég hnetusteik og gaf hana.  Ég útbjó líka buff.  Buffin voru bragðgóð en ég klúðraði algjörlega eldamennskunni.  Hvernig eldar maður baunabuff...........

Í dag er vinnudagur.

16 December 2012

ég saknaði þín...


Ég fletti Fréttablaðinu í morgun og síðan Fréttatímanum. Síðan ákvað ég að skrifa eitthvað um líf mitt hér, sjálfri mér og vinkonu minni til ánægju.

Um leið og ég opnaði tölvuna varð mér hugsað til þess hvort ég hafði lesið eitthvað merkilegt í Fréttablaðinu og hvernig sem ég hugsaði, kreisti heilasellurnar eða velti málinu fyrir mér man ég bara ekki eitt einasta orð úr því merka riti.

Fréttatímalesturinn fékk mig til að hugsa um vatn handa fátækum þjóðum, þeirri staðreynd að mig langar í ipad, að mig langar í bókina prinsinn og að kannski ég rífi út húfuuppskriftirnar áður en Leigufélaginn minn hendir blaðinu.

Ég var að koma frá Rúmeníu en ég nenni ekki að segja frá því strax.

Dagurinn í dag var alveg extra góður.  Ég eyddi honum algjörlega í leti, uppi, við eða í nánasta umhverfi við rúmið mitt.
Ég horfið á heimildamyndir um 11/9.
Ég las eina bók eftir Jón Gnarr.
Ég hlustaði á eitt albúm frá 1956.
Ég fletti uppskriftabókum.
Ég skrifaði innkaupalista fyrir hnetusteikareldamensku.
og ég fór í bíó og svo á tónleika með Svavari Knúti á Rosenberg.

Núna ætla ég að skoða Les Vampires frá árinu 1915 ef ég næ að vaka........

04 December 2012

hugleiðing dagsins

Einu sinni var stelpa sem lagði af stað upp í rúm til að fara að sofa því langt var liðið á nótt.  Þegar stelpan kom upp í rúmið sitt sem var fullt af diskum,  því hún var í miðjum klíðum að flytja inn í leigusambúð með gaur sem hún þekkti og hún átti í einhverjum vandræðum með að koma sér fyrir, gat hún ekki staðist freistinguna að hlusta á eins og einn disk.  

Nú velti ég því fyrir mér hvernig ég rækti hveitigras innan dyra....

Heimilið er undirlagt af baunaspírunar tilraunum, ræktun bonsai trjáa og poppvélapoppun.  Við ætlum að fá okkur ker og ljós fyrir kryddjurtir og rækta alveg villt og galið stevíu, steinselju og chillipipar og eitthvað.  Þetta er semsagt orðið vel rækutunargrænt heimili.

Mig langar í súkkulaðiköku....

30 November 2012

Síðasti kennsludagurinn var í dag

Eins og venjulega kenndu þau mér ekkert minna en ég kenndi þeim.  Áður en ég blæs samt úr nös og gleðst yfir skólalokum verð ég að senda kennsluáætlunina frá mér.

Svo bara byrjar ballið aftur í byrjun janúar.....

Næringargildi matvæla er uppáhalds lesefni dagsins.

Pastað með tómat, kókosmjólk, lauk, hvítlauk og spínati skoraði hátt í magagleðisamkeppni dagsins.

Gleði dagsins liggur samt mest í að hafa séð að PuttaJesús er mættur aftur á Facebook.

Það eru sjö dagar í Rúmeníu......

28 November 2012

níu læknar

Ég hef lengi vitað að ég þarf sól, hreint loft, hreyfingu, vatn, hollt fæði, rétta líkamsstöðu og föstu til að viðhalda heilbrigði en ég hef ekki enn gert mér grein fyrir mikilvægi hvíldar á hvers manns líf.

Eitt af því sem ég þarf greinilega að setja á To Do listann minn.....

Ég las bók.  Stundum les ég eins og eina og eina bók.  Núna las ég Bragg.   Bragg sagði meðal annars:  ..Salt er óhollt og á ekki undir neinum kringum stæðum að vera partur af fæði venjulegs manns.  Salt er hinum lifandi manni algjörlega óþarft.  Þrír fimmtu hlutar fæðunnar ætti að vera ávextir og grænmeti bæði hrátt og soðið.  Alkaline-forming foods og acid-forming ætti að vera 80 % á móti 20%. eða Basískt á móti súru.  

Take time to Work-
it is the price of success
Take time to Think-
it is the source of power
Take time to Play-
it is the secret of youth
Take time to Read-
it is the foundation of knowledge
Take time to Worship-
it is the highway of reverence and 
washes the dust of earth from our eyes
Take time to Help and Enjoy Friends-
it is the source of happiness
Take time to Love and Share
it is the one sacrament of life
Take time to Dream-
it hitches the soul to the stars
Take time to Laugh-
it is the singing that helps life's loads
Take time for Beauty-
it is everywhere in nature
Take time for Health-
it is the true wealth and treasure of life
Take time to Plan-
it is the secret of being able to have time for the first 11 things

Hann sagði eitthvað meira athyglisvert hann Bragg sem ég á eftir að skoða nánar eins og eitthvað um öndun og hvað ég borða með hverju....  eða eitthvað.

Ég er svolítið hrifin af Bragg.  Hann er svo óendanlega Amerískur út í gegn kallinn.

24 November 2012

fasta...

...er eitthvað sem ég skoða núna sem mögulegan lífsstíl.

Það er raunverulega til fullt af fólki sem fastar einn dag í viku, á þriggja mánaða fresti í 3-7 daga og svo einu sinni á ári í lengri tíma.
Þessir einstaklingar fasta af nokkrum ástæðum.  S.s.til að auka innihald bæna sinna, til að ná sambandi við sitt innra sjálft og svo til að gefa líkamanum tíma og frelsi til að lækna sig sjálfan.
Sumir þeissara einstaklinga fasta á safa, aðrir á vatni og margir á venjulegum mat

Ég veit ekki hver verður minn stíll eða á hverju ég kem til með að fasta.  Þó verð ég að segja að umheimsfasta heillar mig mest.   Sé það eiginlega fyrir mér í hillingum að koma mér fyrir í helli reglulega með ekkert nema nauðþurftir og góða bók og dvelja þar án samskipta, umhverfistruflanna eða vinnuskyldu.

Góð hugmynd......

Á heimili mínu eru tvær Ficus Microcarpa.  Ein stór og ein lítil.  Ég er ekki frá því að þær fái meiri athygli en ég frá Leigufélaga mínum, mér til lítillar ánægju.  Hér er líka skemmtilega skringilegur kaktus og matjurt af óþekktum uppruna.

Hér er samt gott að vera......

13 November 2012

to do before I die...

...hefur tilhneigingu til að vaxa þrátt fyrir sannfæringu mína um að það sé í lagi að deyja þegar að því kemur.  Aftan að mér læðast hugsanir eins og úbbs....  ef flugvélin hrapar á leiðinni milli Íslands og Rúmeníu á ég eftir að prófa að renna mér niður Vatnajökul á skíðum, fara 24x24 á fullu blasti, synda yfir í Viðey eða eignast kærasta.

to do before I die er of mikið til að það rúmist á einni stuttri ævi og hvað þá fyrir það sem eftir er af lífsleið minni sem nú þegar er meira en hálfnuð.

athafnagleði mín rúmast ekki í lífshlaupi mínu....  hverju á ég eiginlega að sleppa.


það er farið að styttast í jól.........

04 November 2012

núna þarf að taka til í letilistanum...

...en vegna leti skelli ég því á vinnuvinnslu kvöldsins.

 Í gær þakkaði kona mér fyrir að vera til.  Ég var reyndar merkt Björgunarsveitinni alveg bak og fyrir en var samt alveg verulega þakklát konunni fyrir þessi orð.   

Næringarfræðin böglast um í hausnum á mér.   Helst vildi ég að einhver skrifaði niður formúlu fyrir mig sem verulega virkaði normal í hausnum á mér.  Einhver segir eitthvað, sem ég væri til í að væri satt, en sami einstaklingur hrúgar próteindufti sem hann sjálfur er að selja á hinum almenna markaði út í morgunmatinn sinn.  Hvernig á ég að geta krafsað sannleikann upp úr skítnum....

Ég hef samt þrátt fyrir að vita ekki hvað snýr upp og hvað snýr niður í þessum fræðum tekið meðvitaða ákvörðun um að eta bætiefni út í eitt í nóvember og desember.

Kelp eða þaratöflur -- Spírulínu -- Dvítamín -- B12 -- B6 -- folic acid -- alhliða vítamín -- omega 3 og 6 gjafa kannski í formi Krillolíu og svo allt sem ég held að sé úber hollt.

Gott plan....

Ég ákvað að gera ekkert í allan dag....  Ekkert.... fólst í dag í því að ganga frá síðustu kennslu, undirbúa þá næstu, leggjast í freyðibað, elda mér súpu og steikja nokkurs konar nanbrauð á pönnu....


kókosmjólk, laukar, grasker, linsubaunir, engiferrót, tómatmauk, sellerístönglar, kanilstöng og negulnaglar..
já, og smá chillipipar.

Nanbrauðið samanstendur af vatni, spelti og smá þangi....


Leyndarmál lífsins felast víst í hinum smáu hlutum hversdagsleikans.

26 October 2012

eitthvað

Spænskunám-jakopsvegurinn-þreyta-vítamínskortur-prjónar-garn-uppskriftir-börnin-matur-mamma-pabbi-bækur-tjald-svefnpoki-dína.......

Ég held ég þurfi að skúra.

25 October 2012

afhverju eru mjóir ekkert feitir

Ég tilheyri hópi fólks sem fyllir ofþyngdarflokk heimsins með 33,3% fituprósentu og með IBM alveg uppi í 26,5.  Með hliðsjón til þessa hræðilega frétta sit ég og úða í mig rúsínum og horfi á youtube niðursokkin í að skoða fitu og langlífi....

Ég  væri til í að tilheyra þeim hópi fólks sem setti Okinawa, Sardínu eða Loma Linda á kortið í tengslum við lífslengd...

Annars er ég verulega hissa hvað mér finnst lítið koma til um vörur Kokku nema þá kannski fimmþúsundkróna könnurnar með persónum Tove Jansson.

Svo er ég orðin aðdáandi Ara Eljárns,  Berg Ebba, Dóra DNA, Jóhanns Alfreðs, Birna Braga og Önnu Svövu en í misjöfnu hlutfalli......  ég var að upplifa mitt fyrsta uppistandsáhorf áðan.

Zzzz......  og núna er  ég orðin  þreytt.

23 October 2012

væl

Ég bíð eftir að letidögum mínum ljúki....

Skortur á B12 sýnir sig með þreytu, mæði og hjartsláttatruflunum.  Þegar fram líður einnig sem aum tunga, fölleit húð, niðurgangur og tíðatruflanir.  Ómeðhöndlað til lengri tíma kemur fram almennt máttleysi í vöðvum, náladofi út í útlimi, pirringur, rugl  og gleymska.

Skortur á Járni í líkamanum veldur blóðleysi sem lýsir sér í þreytu, máttleysi, svima, andþyngslum, örum eða þungum hjartslætti, minna þoli, húðfölva, hárlosi, höfuðverk, kyndeyfð ásamt hand og fótkulda.  

Joðskortur kemur fram með þreytu, framtaksleysi, minnisleysi, kulvísi, þurru grófu hári, hárlosi, þurri þykkri húð, fölva, bólginni slímhúð í munni, persónubreytingum og þunglyndi.  Einnig sem blóðleysi, náladofi í höndum og fótum, augnbólga, hægur hjartsláttur, vöðvastífni og verkir og tíðatruflanir.

Ég er búin að vera verulega þreytt lengi.  Þegar líða tók á sumarið hætti þetta að vera fyndið og fór að kosta athugasemdir vina um að kannski væri ástæða til að panta tíma hjá lækni, kíkja í hjartavernd eða þjálfa sig upp.

Það sem fékk mig til að nenna að hafa fyrir því að mæta til læknis var skelfileg vitræn skerðing sem og óþol gagnvart öðru fólki.  Auk þess sem mig langaði alveg til að geta gengið á þúfu án þess að farast úr þreytu...

Núna er það spurning hvort blóðlitað þvag sé alveg normalt undir þessum kringumstæðum........

13 October 2012

ég læri af hendi Tímans...

..núna veit ég til dæmis að læknaleiðin er ekki óskeikul..    

Leið míns læknis var að leyfa þörfum upplýsingum að tínast í önnum hversdagsleikanum.   Sem varð til þess að ég mætti til hans alveg örmagna og stamaði upp úr mér orðinu ..hjálp.. í dyrunum.

Hann sagði:   ..ég veit..  og skrifaði upp á B-12 í rassvöðvann og sagði mér að versla járn í formi næringar og í töfluformi.   

Hjúkkurnar á minni deild hamast svo við að koma mér til lífs..

Mig langar í popp.....

09 October 2012

ég er

...með te í krús og í þungum þönkum yfir hvaða erfðaefni ég eigi að breyta með hugleiðslu....

Eftir heila helgi með áttavitann í hendinni hef ég hann kláran með öðru dóti sem nauðsynlegt er að hafa við hendina.   Það er alltaf gott að rata heim.

Ég þarf að finna mér stund og stað til að mæta í líkamsrækt.  Ég þarf að finna mér stund og stað til að koma mér í búð til að kaupa mér nýjan síma.  Ég þarf líka að finna mér stund og stað til að liggja uppi í rúmi að lesa.


Ég stóð á Þorbirni með Æ-manninum, Toppmanninum og Tækni-hjúkkunni fyrir stuttu síðan.  Þar var rigning og ég varð blaut inn að beini.
Þar var þetta fallega eldstæði.


Kartöflurnar gáfu aðeins af sér.  Ég fékk alla vega þá ánægju út úr þessari rækt að mæta á staðinn til að pota útsæðinu niður og svo að njóta kyrrðarinnar ein upp í garði að grafa þær úr jörðu...


Það kemur fyrir að vinnuskyldan fellst í því að sita á Hressó að drekka íste.  


Ég veit fátt betra en þetta ískalda sykurjukk....

Tveggja manna gönguhópur míns og Toppmannsins lagði af stað á Stóra-Bjarnarfell.  Þetta fell er  núna afturgöngufell..


Ég átti þrjá snertidaga í vikunni....


Það þýðir ekkert annað en að mæta með hollt nesti á svæðið.  Þarna var áhugaverður náungi sem hefur verið grænmetisæta í fjöldamörg ár.  Hann er með hreyfilist á hreinu og er 3dan með svarta beltið eða hvað það nú er í þessum fræðum.  Konan hans er búin að vera á hráfæði í þrjú ár vegna löngunar til að koma í veg fyrir að fá ættgenga liðargikt.   Ég talaði mikið við hann um matarræði og orku til að framkvæma hluti.

Það sem uppúr stendur undanfarna daga er Tindfjallaferðin....


Mig vantar lesgleraugu....

27 September 2012

farþegatalning

Ég mæti lítið og illa í vinnuna mína því að ég er upptekin við að safna pening í ferðasjóðinn    Tveir inn...  Einn inn...  þrír inn.....  og.... Tveir inn og þrír út....    Jamm...  það er afskaplega uppbyggilegt að telja í strætó.

Ég velti fyrir mér möguleikum á joð-skorti þar sem mér líður í takt við það................

22 September 2012

haustjafndægur er í dag

...og ég var að klára af laugardaginn sem kom í veg fyrir að ég væri í tjaldferðalagi þessa helgi..

Vikan sem leið einkenndist af gleði...

Börnin mín, eða hluti þeirra, komu í mat og léku við mig í smá stund...


Ég fór í sjóinn og horfði á fólk borða pylsu með öllu í heita pottinum...


Ég fékk fræðilegan fyrirlestur um Tetra og VHF og fékk að fikta...


Ég kenndi umhyggju og hjálp við þessar...


Síðan skreið ég upp á Búrfellið í Þingvallasveit á eftir Toppmanninum á þokkalegum hraða...


Annars hélt ég mig bara við Vinnustaðinn minn þar til í gær þegar ég fór í barnaafmæli...


21 September 2012

Galapínið mitt...

... var fimm ára í dag.

Ég gaf henni byssu og færði henni nokkrar gulrætur í leiðinni.  Hún tilkynnti stelpunum stolt að þessi amman borðaði bara grænmeti.   Svo skaut hún mig í spað.


ég er heltekin, gagntekin, tekin af löngun....

                           The Camino

When we started, we did not know - exactly - why we were doing it
We had lives which were - more or less - satisfactory
We had friends known much of our lives
We had children - changed from chrysalis to butterflies
We had things:
                      things like machines
                      things like music
                      things like pictures
                      things like shelves full of books
                      things like money and pensions and security
We did not have one thing - and maybe that was why we started

When we started, we put one foot in front of the other
We still did not know - precisely - why we were doing it
The miles passed - many of them pleasantly
Our feet blistered and were slow to heal
Our ankles turned on loose stones
The rain beat its way through our clothes
The cold chilled the marrow of our bones
Some nights, refuge was hard to find
Some days, miles of hot dust had no fountains

When the first few of many long days had passed
We found - without words - that we no longer walked together
That together we spoke in our own tongues -
                      and often of things we had left behind where we began
That together we shut out new experience with the wall of our togetherness
That alone we spoke in other tongues and of our common experience
That alone we were open - open with interest and curiosity.
Often we met - with gladness - at the end of the day
To know our paths went on together was enough

When we got to the cathedral we sat down
We saw - through the eyes of those long before us
The blinding faith, the crucial thirst for salvation
The tower slowly closing off the sky
And we counted our blessings - several hundred of them
Starting with the kindness of ordinary people on the way
And with the warmth of other travellers on the road
Travellers not at all like us - not in age, not in origin, not in interests
But warm across all these distancings
And ending with the friendship and love
We had left behind where we began.

When we got to the sea at the end of the world
We sat down on the beach at sunset
We knew why we had done it
To know our lives less important than just one grain of sand
To know that we did not need the things we had left behind us
To know the we would nevertheless return to them
To know that we needed to be where we belonged
To know that kindness and friendship and love is all one needs
To know that we did not - after all - have to make this long journey to find this out
To know that - for us - it certainly helped

                                            written near Sanguesa, Navarra, September 2003

                                                    ...núna  tekið af einhverri síðu um Pílagrímsleið...

18 September 2012

ég á mér mitt eigið líf...

...og snilldin liggur í loftinu. 

I'll need time,
To get you off my mind.
And I may sometimes bother you;
Try to be in touch with you.
Even ask too much of you from time to time
                                 Tammy Wynette

Ég hlusta á Lorettu Lynn og Tammy Wynette meðan ég berst við löngunina að gera eitthvað af viti fyrir vinnu.      Minn Vinnustaður bíður mín....   svo er það neðanþvotturinn í kvöld....  og ætla það sé ekki best að nýta tímann þar á milli til að gera eitthvað skemmtilegt.

16 September 2012

ég á mér minn eigin súr

..sem er náttútulega bara algjör snilld.   Núna verður bakað brauð minnst einu sinni í viku.

3/4 hluti barna minna sat hér heima hjá mér og spilaði við mig RummyKubb.  Hluti þeirra vildi setjast hér að en flest vildu þau bara fara heim og breyta sínu eigin heimili í takt við þetta.  

Framvegis munu þau bara fá grænmeti og nýbakað brauð....

Ég á einn bjór og ég er að drekka hann.   Meðan ég drekk þennan bjór ligg ég með tölvuna í fanginu og hlusta á  Israel Kamakawiwo'ole  syngja.

Framvegis mun ég halda sunnudaginn heilagan við hvert tækifæri....

Ég er að undirbúa kennslu fyrir þriðjudag.  Ég er að hugsa um allar kartöflurnar mínar og hvernig ég geti nýtt þær.  Ég er að skoða uppskriftir fyrir nesti í útilegur.  Ég er líka að skoða hvenær ég hafi tíma til að bjóða mömmu í mat, kíkja á pabba og fitja upp á prjónana.

Ætli dagurinn á morgun líti ekki svona út:

..vakna..  ( erfiðasti hlutinn )
..vinna..
..heimsækja pabba..
..sjósundsiðkun..
..nýliðaþjálfun..
..strætó heim..
..klára undirbúning fyrir kennslu..
..sofa..

15 September 2012

paragliding..

..ég sit, tvímælalaust á einum besta stað í bænum.  Þetta ætla ég sko að prófa einhvern tíma.  Einhvern tíma þegar ég er hætt að vera lofthrædd, lífhrædd eða hvað það nú er sem veldur þessum ótta við að horfa niður einhverjar nokkrar hæðir.

..ég er að lesa eitt af snilldarverkum leyndarbókmenntanna og nýt þess..

..ég er líka að lesa eitt af snilldarverkum heimsbókmenntanna eða Jobsbók..

Stefnan er núna sett á Sandflúru-át í góðra vina hóp.  Og það er svo stutt þangað til, að gón, lestur og hugrenningaskrifum er lokið hér í bili..

hreyfing:   ..rölt að og frá strætóstoppustöðvum..

næring:   ..prótein..

ég á flugmiða..

..og það nokkra.    Ísland-London...  London- Bucharest...  Bucharest-Tirgu Mures...

Ég á flug á staðinn og heim aftur og það í boði þeirra sem ég ætla að leiðbeina um það sem ég kann en þeir ekki.

Á morgun verð ég svo slösuð án þess að vera slösuð....

13 September 2012

tilgangsleysi morgunsins...

..Dagurinn er úti.  Sjálf sit ég við Úlfarsfells-gluggann minn og horfi á það sem ég sé.  Gluggar nágrennisins sýna ekki mikið en úti vafra starfsmenn Íslenska Gámafélagsins og einn og einn hundaeigandi sem telur sig tilneyddann til að viðra vininn.

Stóðréttir í Víðidalstungum, Jeppaferð í Þórsmörk og ég verð á Tindfjöllum.   Undarlegt hvernig allt skemmtilegt hrúgast á einn og sama tímapunktinn...

Mig vantar aðgang að Jeppa einu sinni í viku til að komast að þeim fjöllum sem ég vil komast að.  Mig vantar líka fræðilega útskýringar á próteinþörf minni og hvernig ég fullnægi henni sem grænmetisæta.  Svo vantar mig nennuna til að koma í gang hittingi árgangs "61 úr Árbæjarskóla og orku til að koma meiru í framkvæmd en ég geri.


Steinn verður viðmið mitt í vetur....


Hollt og gott fæði sem viðheldur úthaldi..


Og góður félagsskapur...

Ég hitti þennan fyrir stuttu og heillaðist af útliti hans.  Undarlegt hvernig sumir geta snert sálu manns svo rækilega að það verður ógjörningur að gleyma þeim.


Ég er mikið að pæla í því að fjárfesta í krukku, fylla hana af vatni og stela honum....   Þá hefði ég eitthvað til að horfa á, daginn inn og út.

Þetta er bara nokkuð góð hugmynd held ég...

Ég er í göngufélagi sem telur tvo.


Í göngu vikunnar tylltum við okkur niður á Hrafnabjörg og dáðumst að útsýninu.   Hann fór svo heim með bókina og kannar möguleika þess að vinna að því að ganga á þau öll...

Úti er farið að rigna...  Sambýlingurinn sefur...  og það fer að koma að því að ég eigi að vera mætt í vinnu.

11 September 2012

*búmm*

..og lífið heldur áfram.

Ef töfrar augnabliksins lifðu gæti ég iljað mér í logum þeirra.  Þess í stað verð ég að leita þeirra aftur og aftur og aftur.

Mig langar að hafa tíma til að sita úti í horni og lesa bók eftir bók.  Horfa á mynd eftir mynd og þátt eftir þátt. Mig langar líka til að hafa tíma til að taka mynd eftir mynd og raða þeim.  Hlusta á lag eftir lag og raða þeim.  En ég verð víst að undirbúa mig fyrir kennslu.

Áætlun segir að ég ætli að kenna eitthvað af viti í dag. Svo núna gramsa ég í löngu liðnu efni og velti því fyrir mér hvernig ég geti bætt það.

Svo vantar mig einhvern til að kenna fyrir mig einn lítin laugardag.....  já, eða stóran.

Ég get víst ekki verið á mörgum stöðum í einu.....

08 September 2012

ég á lakkrísrör

..og ég er að borða það.

Ég reyndar á hvítvínsflösku líka, tvo bjóra og rauðar linsubaunir.

Flubbarnir kenna mér að tjalda, pakka í bakpoka, tína til nesti og vita hvaða föt koma til að þjóna þeim tilgangi sem þeim er ætlað að þjóna.   

Kannski á ég eftir að fara að leita að einhverjum einhvern tíma.....   Hver veit.

Ég gekk upp að Steini áðan á 55 mínútum um það bil.....

Markmið dagsins:   ..rakstur, sturta og að klippa neglurnar..

07 September 2012

utanlandsreisa

Sit sveitt við að kynna mér Rúmeníu þar sem ég ætla að eyða einni viku í desember við að leiðbeina þeim við það sem ég kann.

megas ómar á heimili mínu...  mér er kalt... og ég verð að vera mætt á nýliðaæfingu klukkan níu í fyrramálið í henni Reykjavík...

Markmið vikunnar:   ..að senda út öll póstkortin sem ég er búin að skrifa á..

Markmið morgundagsins:   ..að baka súrdeigsbrauð..

05 September 2012

blautfellaganga

hreyfing:    ..Hafrafellið í Hafnafirði upp og niður..

næring:    ..súrdeigsbrauð með sultu..

upplifun:    ..Derek hans Ricky Gervais..

Toppmaðurinn gekk með mér á fell áðan.  við blotnuðum... við vorum snögg... og við fóum aðra leið en áður...

Núna sit ég yfir sofandi Galapíni, fatalaus og ferlega þreytt eftir langan dag.  Ég gerði tilraun til að fjárfesta í þriggjalaga brók frá ZoOn, milli vinnu og göngu, en hurðin hjá þeim var harðlæst og lokuð.  Svo kuldin mun halda áfram að hertaka mig á fellum og fjöllum eitthvað áfram. 

Mig langar í þykkar sokkabuxur.......

Pin It segir vinkona mín

..og ég Pin It allt sem ég sé núna.

Svo ferðast ég á milli staða í Strætó og hlusta á Brekkukotsannál ú Iphone-num mínum.

02 September 2012

kennsluundirbúningur

..ég er búin að planta mér í stól sem snýr í átt að Úlfarsfelli.    Svo að í hvert sinn sem ég verð leið á því sem ég er að gera, get ég litið upp, gleymt mér í fegurðargóni og haldið áfram með lífið.

Undirbúningur fyrir kennslu fer fram...  leit að hinni einu sönnu súrdeigsbrauðsuppskrift....  og upplýsingaöflun um Alfreð Flóka.

Rassinn minn hvílir í Mosfellsbæ núna og kemur til með að gera í minni nánustu framtíð

01 September 2012

hlutirnir fara víst eins og þeir fara. ALLTAF

..leigusalinn sagði eitt, ég sagði annað og svo bara skildum við sátt.

Ef ég ætti súkkulaði æti ég það.  Held ég.


kókosolía

..er eitthvað sem ég er að láta ofan í mig í allt of miklu magni.  Alla vega miðað við hvað ég nenni oft í búð..

Ég var að skríða upp úr sjónum sem mér fannst verulega kaldur um leið og fyrsta táin stakkst á bólakaf ofan í.  Núna klukkutíma síðar eða rúmlega það er líkaminn enn að skjálfa úr kulda.

Ætlar þetta bara aldrei að venjast.....

Það er búið að selja húsið sem ég bý í, svo núna á ég hvergi heima.  Á morgun mun ég því banka upp á hjá Æ-manninum og setjast að hjá honum um aldur og ævi.  Ég vona að hann taki því vel.

Það er gott að þekkja fólk.....

brrr..... mér er of kalt til að láta hugann reika.

30 August 2012

Ég skoðaði Flubbana áðan

..ég er heilluð.

Annars var þetta svona dagur þar sem ég faðmaði pabba, mömmu, báða strákana mína, litlu systir og stubbana hennar og..... litlu dóttur mína.   Krotaði í dagbókina, gekk á fell, viðraði hunda, hugsaði um heimilið og flandraði um á veraldarvefnum.

Ég er búin að taka að mér talningu í strætó...  meiri kennslu...  og hef fullan hug á að gera mitt til þess að þessi heimur verði betri en hann er.

....ástinereinsogsinueldur....

29 August 2012

innbrot

..það var ýtt á dyrahnappinn hjá mér svo að glumdi í..

Fyrir utan stóð par...  eða alla vega eitt eintak af hvoru kyni.  Ég hef ekki hugmynd um tengingu milli þessa einstaklinga en þarna stóðu þau og fóru fram á að fá að skoða húsið.  ..Mannstu ekki eftir mér.. sagði maðurinn með glampa í augum en ég horfði bara tómum augum á hann en hvíslaði svo að lokum ..ef þú ert jakkaklæddi náunginn sem gekk um íbúðina hjá mér í gær?..   Hann sagðist hafa talað við fasteignasalann áðan og bla..bla..bla..   Ég sagði bara ....

Ég gæti ímyndað mér að ég væri orðin íbúðalaus á morgun.....

Ég er að velta fyrir mér tilgangi þess að eiga tímaritið Í FORMI og það þó nokkur eintök.  Gerir það mér gagn... græði ég á því... veitir það mér gleði... eða er mér til afþreyingar...   Engri af þessum spurningum get ég með sanni svarað með einföldu jái.  Er þá ekki komin tími til að henda?

Ég ætla að ganga á fell með Toppmanninum á morgun, viðra þrjá hunda fyrir Froskinn og gera allt hitt sem ég er tilneydd til að gera eða langar óstjórnlega til að gera en veit bara ekki enn um.

Gott plan........

28 August 2012

félagi

Það er margt sem ég þoli ekki eins og sannur einstaklingur í þessu samfélagi.   Eitt af því eru öll þessi bloggskrif til að andmæla, andmæli, andmælis manns sjálfs.   

Er eitthvað að fólki sem stendur ekki bara með upphafsorðum sínum án þess að fara út í málaþóf um bulltúlkun, staðreyndavillur og leiðindi í þeim sem andmælti.   Andmæli hver sem andmæla vil.  Andmæli geta meira að segja verið mjög skemmtileg en það verða aldrei, andmæli við andmælum.

Vinkona mín, Töffarinn er á leiðinni heim.  Loksins.

Ég er svöng, hér eru blöð út um allt og allir virðast þurfa aðstoð akkúrat núna í þessari viku þegar mér hentar best að fá að vera og strjúka dótinu mínu í friði.

HúslegaManninum vantar flutningsaðstoð og ég skulda honum feitt þar sem hann aðstoðaði mig síðast þegar ég flutti og ég er ekki búin að halda innflutningspartý eða neitt sem gæti fallið undir gjaldskyldu fyrir það verkefni svo að ég er tilneydd...

Froskinn vantar hundaviðrunarviðvik og þar sem ég tel alveg sjálfsagt að hann láni mér bílinn  þegar ég flyt minn rass á milli staða er ég sko tilneydd...

..annars verður lítið vit í litlum orðum nema þau séu sögð í lágum rómi..

hreyfing:   ..gekk í kennslustofuna og til baka aftur..

næring:  ..hafragrautur í morgunmat og hafragrautur í kvöldmat..

áform vikunnar:  ..pakka dóti sem má missa sín og strjúka hinu..

markmið:  ..finna markmið fyrir september-mánuð..

Ef þið finnið mig ekki þá verð ég á nýliðakynningum björgunarsveita höfuðborgasvæðisins...

27 August 2012

ég tek mínar eigin heimskulegu ákvarðanir

..reglulega

Og það er víst örugglega mitt að standa algjörlega með þeim.   Enda er ég sannfærð um ágæti þeirra svona inn á milli, þegar fólk er ekki að halda sínar ræður um réttmæti og vit í mínum ákvörðunum.

Mér leiðist samt skelfilega að pakka......

26 August 2012

leiðin

..liggur ekki alltaf bein.

Ég er samt byrjuð að safna fyrir minni leið.  Minni leið til að heiðra dýrling.....  kaupa mér ódýra leið í gengum hreinsunareldinn.....  eða til að hreinsa hausinn með því að eyða tíma og pening í að rölta (hjóla) leið sem þrædd hefur verið í gengum aldirnar í misjöfnum tilgangi.

Spennandi....

Ég ætla að búa í sömu íbúð og Æ-maðurinn í heilan mánuð.

25 August 2012

þunn - þynnri - þynnst

Í gær var ég flott og fann fyrir því....

Í dag læri ég að prinssessa er ekki bara kóróna heldur persónuleiki.  Atriði sem byggja upp sjálfsöryggi hvers og eins.   Að vera sáttur við sjálfan sig og eigin líkama og að engin getur gert þér neitt nema þú leyfir það. Það kemur skýrt fram í myndinni sem er að byrja að rúlla í þriðja skiptið síðan ég fjárfesti í henni með Afkvæmi II-I fyrr í dag.

Bók dagsins:   ..Tvær gamlar konur..

Næring:   ..gulrætur, beint frá bónda..

Þættir:   ..Desperate Housewives..   sápa sem ég er að missa mig í vegna viðleittni minnar til að æfa sjónvarpsgláp.  Eiginkonurnar eru svo skemmtilega ólíkar og eiginlega aðdáunarverða einlægar hvor við aðra þegar þannig ber undir.   Eða eitthvað.

Hreyfing:   ..standa upp og setjast niður í allan dag..

Ég hef ekkert að gera nema vera.  Svo ég er að hugsa um að læra spænsku í vetur, æfa blak og skriðsund, teikna, kenna, vinna vinnuna mína og rækta garðinn minn...   Svo kitlar mig nýliðastarf björgunarsveitanna.


22 August 2012

30°eða meira...

Í gær grét ég vegna hitans í íbúðinni þegar ég var að fara að sofa....

Í dag brosi ég og vona að hitinn lækki það mikið að ég hætti að svitna..    Toppmaðurinn er að fara að ná í mig því við ætlum að ganga á fell....

Ég má keyra bíl með allt að sextán farþegum svo lengi sem ég rukka þá ekki um gjald fyrir.

20 August 2012

félagsskapurinn

Þessi mynd er tekin upp úr turkís-litaða-vatninu í Stórurð....


Konur sem nenna að ganga....  konur sem nenna að svamla í vatni af hvaða hitastigi sem er.....   konur sem nenna að eyða heillri viku eða parti af henni í að borða grænmeti og ekkert nema grænmeti og það án þess að röfla....   konur sem kunna að sita á rassinum og gera ekki neitt....  konur sem kunna að tala um það sem skiftir máli....  konur sem hafa gaman af að drekka stro.....   konur sem gaman er að eyða tíma með.....

konur sem ég þekki.........

Núna er komin tími á vinnu, kennslu, þekkingaleit,  lærdóm, sundæfingar, ræktun hugans, kökubaksturs, flutninga, undirbúnings fyrir ferðina og kannski eins og eina matarveislu fyrir ungana mína.

19 August 2012

með allt á hreinu

...eða þar um bil


Sumarið var gott, ekki spurning.  Allt annað fer eins og það fer.....

09 August 2012

10.ágúst.....

..og ég flýg um loftin blá.

Ég skal senda ykkur póstkort.  En bara ef ég kann heimilisföngin ykkar.....

stafaröðun dagsins

..segir eitthvað um mig vinnandi á alvöru spítala í hvítum fötum með mælitæki hangandi utan á mér eins og alvöru sjúkraliði..

líka eitthvað gáfulegt um Toppmanninn, Æ-manninn og The Lady sem klúðraði auglýsingunni

kannski líka eitthvað um lélegt líkamlegt form mitt með tilheyrandi mæði og öðrum einkennum  sem eiga ekki að plaga heilsugúrú eins og mig

svo bara eitthvað smá um drykkju og hungur og ferðir vítt og breitt um landið

égerskovinurminn með tónum og allt

07 August 2012

núll stilling hugans

..er í raun setning sem ég stel hér og nú úr munni Æ-mannsins hvort sem hann sagði hana sjálfur á sínum tíma eða við lásum hana upp úr einhverri bók eða hvað.

Ég núll stilli huga minn reglulega og sit í sjálfsumgleði sigurvegarans, yfir eigin hugsanaferli, um stund.  Síðan dett ég iðulega um fáraðlega þörf mína fyrir að hugsa eitthvað sem ekki er.

Ég held að yoga sé málið....

Einn daginn starði ég ofan í lúkurnar á mér og sá ekki betur en ég stæði á nákvæmlega sama punkti og tíu árum fyrr og ákvað því að gerast grænmetisæta.   Það skilaði mér vellíðan og örlítilli þekkingu á eigin sjálfi. 

Núna góni ég enn og aftur ofan í þessa sömu lófa og get bara ekki séð neitt þar sem leitt gæti mig áleiðis til fullnægðs lífs.   Nema ef vera væri YOGA og þagnarbindindi.

Það heillar mig algjörlega frá a-ö að gangast við algjöru þagnarbindindi.   Ég sé mig fyrir mér með ákvörðun í höfðinu um að þegja algjörlega í orði sem riti í eins og svona einn mánuð.   Þvílík áskorun!   Þvílík snerting sem það hefði við innra sjálfið!   Þvílík ögun að geta ekki sagt það eða gert sem sprettur fram í huga mig og varðar annað fólk.

Ég þarf virkilega að hugsa þetta inn í minn veruleika....

ég fer fram úr sjálfri mér aftur og aftur

Núna er ég sest niður og farin að sakna Æ-mannsins þótt hann er ekki einu sinni fluttur burt af svæðinu.

Ég er eiginlega farin að tárast yfir því að þá verði enginn sem bjóði mér í Kayaksiglingu.  Enginn sem hefur áhuga á því hvað ég er að borða.  Enginn sem segir mér frá skemmtilegu fólki sem hægt er að lesa um í skemmtilegum bókum.  ..eða Enginn hann í íbúðinni sem ég kem til með að hreiðra um mig í..

Ég æfi öndun, möntrur, hreyfingar og að vera betri en ég er.   Og ég get örugglega andað mig inn í æðruleysi gagnvart brotthvarfi Æ-mannsins úr lífi mínu.  Ég er bara með kjánalega þörf fyrir að sakna hans bak og fyrir og þar sem ég er yfirleitt afskaplega góð við sjálfa mig hef ég ákveðið að leyfa mér það.

Bara sakn-sakn-sakn og sakn út í eitt....

Ég fékk spark við lestur bókarinnar um Kundalini Yoga.  Þar stendur þetta almenna um kjaftagang eða að segja sögur af öðrum.  Er nauðsynlegt að segja söguna, þjónar það einhverjum tilgangi o.s.fr. og ef ekki ..þegjuðu þá..

Ég hef alveg leyft mér það að vera með Gossip um konu sem klípur í bjóstin á mér...  konu sem talar fullmikið um sjálfa sig... konu sem sefur hjá strák sem ég þekki vel...  strák sem nennir ekki að læra... strák sem elskar stráka meira en stelpur og svoleiðis.

Stundum hef ég talið sjálfri mér í trú um að tala um athafnir fólks sé annað en að tala illa um fólk.  Að það sé eitt að tala um menn og málefni og annað að setja út á menn og málefni.

En þar sem ég er ekki viss...  vinn ég að því að fara í þagnarbindindi...

lífið er of stutt til að eyða því í vitleysu..

..þess vegna ætla ég að fara að sofa núna.

siudnvk kdspo ks skf kks, klsm dk sdkgi does skmd dkg  ....já hugurinn er á fullu en ég get ekki kyrrsett það eða haft fatt í öllu þessu bulli.

Mig vantar eiginlega markmið...   Eitthvað til að stefna að.

Það er alveg út í hött að ráfa svona um stefnulaust, endalaust.

06 August 2012

flugur

..ég ætlaði að eyða stund með mömmu.

Hún flúði inn af pallinum vegna þess að hún sá flugu.  Ég hins vegar nenni ekki að eyða tíma mínum INNI fram að vinnu svo hún verður bara að lifa með því áfram að eiga mig, þekkja mig og sjá mig aldrei.

Vinkonan sem var einu sinni skólasystir mín og þótti ég nógu merkileg til að halda áfram að þekkja mig hringdi til að plana heimsókn í skálann til mín.

Vinkona mín sem gengur með mér vítt og breitt um landið hringdi til að ræða um strákana í lífi okkar og væntalega brottför okkar beggja af höfuðborgarsvæðinu.

Ég þyrfti, meira en allt annað, að hringja í vinkonu mína sem blés í mig líf þegar ég var við það að gefa upp lífið en ég bara nenni ekki að tala meira í síma í dag.

En hafrún......   þú sækir mig á flugvöllinn á Egilsstöðum, við förum í búð og verslum í kjötsúpuna og kaffi og svo bara eigum við stund á staðnum við að plana jakopsvegsferðina okkar.   Við fáum gesti, við teiknum, ræðum bækurnar sem við erum að lesa, ég fæ miðan þar sem kennsluáætlun mín liggur og svo prjónum við það sem mest liggur á að prjóna.

..ég er að skoða möguleikana á því að gerast yogi..  

Það virðist heillandi en hefur sína vankanta.  Karlmenn eru til að mynda ekkert merkilegri en konur.  En ég væri alveg til í að eyða lífinu í að teygja mig til og frá, drekka engiferrót og gleypa í mig lauka á hverjum degi.

Markmið  ágúst mánuðar er að drekka 1,5 líter af vatni daglega......

05 August 2012

eitt skref til hægri og eitt skref til vinstri...

Ég áreiti Æ-manninn út í eitt núna.....

Ég hringi í hann dag eftir dag og segi:   ..ég eldaði mat í dag. það var afgangur og hann er inni í ísskáp og þú mátt borða hann..  og ..ég bakaði köku handa þér, borðaðu hana..   og  ..þú mátt borða það sem þig langar í af matnum mínum sem er í öllum hillum á okkar vinnustað..

Hann segir bara ..já, ella..


Hann kann sig.

Systir mín, hin eina sanna, er í bænum núna.   Hún dekrar mig í bak og fyrir.  Meðal annars sækir hún mig á vinnustað á hverju kvöld til að ég hafi tækifæri til að eyða tíma með henni.  Svo eldar hún handa mér, réttir mér vatn í glasi og meira að segja gaf hún mér helminginn af bjórnum sem pabbi minn gaf HENNI.

Núna ætla ég að veita mömmu, sjónvarpinu og umhverfinu athygli.....

03 August 2012

vansæld

Stundum horfi ég á aðrar konur og undrast yfir hvað þær tala um..... og hugsa um hvers vegna ég þurfi ætið að vera ófullnægð í hjarta mínu......

kannski er hægt að borða eitthvað við þessu heilkenni eða taka á því þannig að hugur minn róist eða kannski, eftir allt saman, á þetta bara að vera svona.

Ef lífið er einfalt, dugar að fara til járnsmiðs og hann sýður saman hjartahlekkina sem smátt og smátt brustu þegar ég var að vaxa úr grasi.   

En lífið er sjaldnast einfalt....

Þegar ég er búin að lesa The Hitchhiker's Guide to the Galaxy ætla ég að lesa einhverja af hinum 469 bókum sem eru á leslistanum í Kindlinum....   eða bara halda áfram að gjóa augum í átt að Desperate Housewives....

31 July 2012

sitt lítið af hverju um skotæfingar

..Æ-maðurinn ætlar að skjóta fuglinn, ég ætla að verka hann, elda og borða.

Og það þrátt fyrir að ég er grænmetisæta....

Toppmaðurinn hefur samþykkt að hleypa mér inn á yfirráðasvæði sitt í Kjósinni og það með skotvopn. Ég hefði alveg verið til í að komast á bát þar með stöng líka.

En ætli það verði ekki að bíða Nördsins....

Ég heyrði í Artdan.   Hann á orðið skotvopn og leyfi og er til í að leika við mig á skotsvæðinu hans.

Hvenær sem það verður.....

Ég verð að eignast betri kíkir á riffilinn og það helst í gær.   Maður getur víst hitt í miðjupunktinn í hverju skoti ef maður sér hvert maður miðar.   Ég þarf líka að eignast stóran riffil seinna og haglara og felubúning og tösku og ennþá stærri kíki og.....  og.....

Ég er að hugsa um að mæta á silhouette-æfingu sem fyrst...   svo fæ ég að fara á gæsaveiðir með frænda og á eftir að gráta utan í bróður hennar hafrúnar til að fá að liggja á greni með honum...


Þetta er sko alveg eitthvað til að vera ánægður með.....

30 July 2012

það er spáð frosti á hnúknum á morgun

...ég heppin að vera búin með mína ferð þangað upp.

Ég hélt reyndar...  þar sem ég gekk á leið minni niður, alveg í sæluvímu yfir eigin afreki... að ég væri búin með þetta allt eftir að hafa staðið á toppi Íslands í þessar örfáu mínútur sem kuldinn leyfði ánægjukurrinu að hafa yfirhöndina.

Þessi hugsun varði stutt....   

Þá mundi ég eftir Baulu, Snæfellsjökli og að hugsanlega, kannski, mögulega vildi ég standa þarna með öðru fólki á öðrum tíma til að njóta augnabliksins.   

Þessu sumri hef ég eytt í fjallabrölt fram til þessa og á enn eftir að eyða heillri viku í Loðmundafirðinum.

Þetta fjallabrölt mitt hefur fært mér fjallakjark....   ég get orðið gengið Illakamb fram og til baka og notið þess.    Svo að núna get ég bara hætt öllum fjallgöngum og einbeitt mér að því að ná tökum á sundlistinni meðal annars.

Það borgar sig alla vega ekki að eyða tíma í það sem maður getur....

Ég þarf virkilega að eigin óskum að ná tökum á sundlistinni.  Þess vegna kem ég til með að flytja í íbúð Æ-mannsins í vetur.  Hann ætlar að eyða vetrinum úti í sjálfu dreifbýlinu víðs fjarri mér, mér til lítillrar ánægju.  Þar sem íbúðin hans er við hliðina á sundlaug hef ég hugsað mér að eyða lunganu úr deginum við að afla mér færni í að færast úr stað í vatni.

Með vorinu tek ég svo köfunina......

Mig vantar:   kayak, þurrbúning,  björgunarvesti, árakút, vatnshelda vasa undir hitt og þetta, snorkgrækjur, stærri sundblöðkur, stór sundgleraugu,  sjósundshettu, bikiní, sjónauka á riffilinn, sjónauka á augun mín, ný gleraugu, ipad, tíma, skambyssu, bíl, nagladekk undir hjólið, körfu, bögglaberara, töskur á bögglaberarann, bjöllu, götuskó, íþróttaskó,  safapressu, útvarp, myndavél, þriggjalaga fatnað með gortexi.....og allt hitt......

19 July 2012

vegur sem virðist liggja eitthvert

..ég var ofar skýunum og lifði það af.

Ég fór beint úr flugi í vinnuna og vantar bakpokana mína sem geyma allt dótið mitt núna.  Ullarbuxurnar þarfnast þvottar, síminn hleðsu og ég lesefnis.    Ég hoppaði nefnilega út til að leika mér.  Íslandsmót í sjósundi, borðað á Grænum Kosti og róið til Viðeyjar.

Svo er bara að lifa til morguns......

02 July 2012

leikfélagi óskast

Þarf að nenna að gera allt sem ég nenni að gera, þegar ég nenni því og á þann hátt sem ég nenni....

Ég hitti stelpurnar af Mínum Vinnustað í dag yfir dásamlega heimagerðu hrökkbrauði og hollustuköku.  Ég fékk uppskriftina og stefni á að vera svona myndarleg einhvern tíma í minni nánustu framtíð.

Ég hamaðist við að skila af mér minni vinnu á Mínum Vinnustað í dag þannig að engin tæki eftir því að mig vanti þar á bæ næsta hálfa mánuðinn eða svo.

Nýjustu og heitustu fréttirnar í þessari ætt eru þær að Systir mín fékk barnabarn í dag og það stelpu.  Núna svífur hún um í skýjunum og er nánast óviðræðuhæf.   Ég á samt ennþá þrjú en hún bara tvö.

Mig langar í trélitakassa....   stóran

ánægjustuðullinn er í botni bara

..strákarnir segja að leikurinn í gær hafi verið sá besti sem þeir hafa séð lengi.   

Ég sjálf er góð með eða án fótboltaáhorfs...

Ég á orðið Emblu Sól...    ég kaus ekki...  og ætli ég sé ekki bara komin í sumarfrí.


hreyfing:     ..hjólaði 25 km innan Reykjavíkurborgar..

næring:     ..hmm...  kannski hafragrautur .. aftur og aftur og aftur..

þyngd:    ..74,8 kíló án klæða..


Lífið er holótt, beitt og brotthætt.   Þess vegna hef ég ákveðið að halda bara áfram að lifa því í sápukúlunni minni.

29 June 2012

Hol jörð

Ég velti fyrir mér... möguleikunum á holum heimi... með hvaða hugafari skuli lesa biblíuna og hvort eitthvað sé að hjá mér, fyrst ég er farin að skella gleraugunum í uppþvottavélina.

Mamma mín og litla systir eru farnar að heiman, held ég....   Pabbi er á ferðalagi....  og vinkonur mínar eru uppteknar af lífinu.   Svo hér sit ég ein og bíð eftir að börnin mín hafi tíma til að leika við mig.

Æ-maðurinn er búin að gleyma tilvist minni... Toppmaðurinn er upptekin af ríðimannaleikum í Víðidal...  Nördið nennir engu og ArtDan er löngu hættur að hafa gaman af sömu hlutum og ég.

Sjósundsfélagið er að synda vítt og breytt um Stykkishólm....   FallegaFólkið er í árlegri útilegu í Vinaminni....  og sumarið er tíminn eða eitthvað álíka þar sem ég finn ekkert sem getur botnað þessa setningu.

En svo eiga Vinnufélagar planaða hjólaferð á sunnudag sem á að enda á kaffihúsi...  hluti þeirra eða þeir sem tengjast HjúkkunniSemStalNafninuMínu ætla að hittast í Húsdýragarðinum á mánudag... og ég er með fullan hatt af verkefnum sem ég verð að leysa fyrir átta á þriðjudagsmorgun.

Megi ég blómstra.....

28 June 2012

í þungum þönkum.

..eða í raun trufluð með hringingu og nokkrum orðum sem vöktu upp hugsanaflæði.

lopapeysa...  börnin mín... uppeldi þeirra... líf mitt...  barnabörn... tengdabörn... foreldrar... ættingjar...  ég sjálf.

Það getur verið svo ruglingslegt að vera til.

25 June 2012

uss.... ég ætla að sofa

Lífstölur:   T=112/60  og  P=54    

Þyngd:   75,3 kíló

Hreyfing:   ..ætla að skríða upp í rúm og sofa eins og engin sé morgundagurinn, gærdagurinn eða vikan öll..

Næring:   avakadó

Ég er eitthvað að missa mig í yfirgengilega þreytu sem veldur vöntun á brosi á andlitið, gleðisnauðum hugsunum í hausnum og líkamlegri vangetu til að hreyfa útlimi í leik eða starfi.   Hugsanlega hefur það eitthvað með það að gera að ég er búin að vinna stanslaust í margar, margar vikur ef frá er talinn dagurinn sem ég hjólaði á Þingvelli (sunnudaginn 10.júní).

jan welzl er frá...  núna er það karen blixen...

24 June 2012

skammbyssulöngun

ég gleymdi skóbustunarsettinu heima þegar ég fór að hitta geirann áðan.

Slapp eiginlega ódýrt þar....

ArtDan hringdi og plantaði fræjum.  Núna er bara að skoða það mál gaumgæfilega.  Hann er komin með skotbakteríuna á það stig að hann má kaupa sér skotvopn svo hugsanlega kannski eigum við eftir að fara saman út að leika á næstunni.

Maginn á mér er komin með kvíðakast dauðans yfir því hvað ég eigi að taka með mér í nesti sem grænmetisæta inn á fjöll í sumar.  Ekki nenni ég að flytja með mér tonn af grænmeti þar sem ég þarf að ganga með það á bakinu í um fjörutíu mínútna gang frá bíl að húsi.  En hafragrautur, pasta og baunaréttir eru efst á áætlun.

Mig langar í revolver 22cal.....

23 June 2012

lestur

....Það sat kona með mér í dag með kaffibollann minn á milli handanna, með lokuð augun og þuldi upp fyrir mig lýsingu á manni sem hún sagði að ég væri að umgangast.

Allt sem hún sagði um þann mann var satt.....

En svo var líka einhver fallegur, myndalegur maður með stórar hendur við jaðar lífs míns.   Hún sagði að hann gengi á fjöll, væri útivistamaður mikill en hann borðaði kjöt og trúlega mikið af því.

Þar fór draumurinn um vegatarian sálufélaga í gegnum lífið......

Ég sat með GunnaGötustrák og Toppmanninum við rauðvínsdrykkju í gær...   í dag vann ég...

Ég les um mann sem stóð þar sem veröldin lítur út fyrir að vera kúpt, sjóndeildarhringurinn virkar ofar en hann er og sólinn rúllar á jaðrinum allan sólarhringinn án þess að setjast.  Þessi tiltekni maður býr þar sem allir verða að vera sjálfum sér næstir og að horfa upp á nágranna, vin eða félaga deyja er algengara en heimsókn. Hann segir frá gullgreftri, veiðiferðum og illalyktandi eskimóum.   Hann segir frá landslagi, veðrabrigðum og sérvitringum þannig að það virðist ljóslifandi.   Hann segir sögu sem ég hef bara virkilega mikin áhuga á að hlusta á.

Æ-Maðurinn er æði.  Bara svo að það sé á hreinu þá skulda ég þessum manni feitt.  Raunar skulda ég flestum feitt sem ég hef átt samleið með í gegnum lífið því ég á svo auðvelt með að þiggja það sem að mér er rétt. Æ-Maðurinn er núna búin að sjá til þess að ég hef nóg að lesa út þetta líf.

Ég skulda honum eiginlega afsökunarbeiðni......

21 June 2012

sjávarsaltslykt

.. mér er kalt og ég lykta af sjó.

ég er sjóræningi og er að hamast við að deila.   Umhverfið er framandi en ég verð fljót að venjast og brátt verð ég óstöðvandi.   Ég sé fyrir mér breiðurnar af ólesnum bókum....   þáttum.... bíómyndum og hljóðbókum.  

Ég fékk heimsókn í dag.....  


Hún þvoði húsið mitt að utan...  klifraði upp í bókahillurnar til að ná sér í tréblóm sem liggja þar... lokaði sig inni í geymslu með ennisljósið mitt...  fór í gönguför með regnhlíf í kvöldsólinni...  skellti sér í sjóinn áður en allir aðrir því hún kunni ekki að bíða og var búin að yfirgefa mig áður en varðeldurinn var kveiktur.

sumarsólstöður....

það var bankað upp á

..á Mínum Vinnustað.

Edgar Cayce hljómar eins og talaður út úr mínu hjarta í grófu yfirliti.   Svo fer hann að tala um Jesú.

Hugur minn hringsnýst alla daga þar sem höfuðið kallar á eitt og hjartað annað.   Ég er ekki frá því að hægri táin hafi aðra skoðun en sú vinstri.  Ég vil skjóta, ég við teikna, ég vil veiða og ég vil lesa allar þessar óteljandi bækur sem ég á ólesnar.  Ég vil líka vinna, gera allt fyrir alla, hugsa um heimili og heimsækja mitt fólk.

Ég söng fyrir eina gamla konu í dag með öðrum gömlum konum og ég var svo hamingjusöm að vera jafngömul og þær allar og að hafa haft tækifæri til að eiga líf með þeim allan þennan tíma.

19 June 2012

fæða guðanna

..sækir á mig núna.

Annars er það bara Biblían til aflestrar, Táknin í Málinu og Heilsu Drykkir.


Ég er að missa mig í skotgleðinni, veiðistöngin er kominn upp á borð og svaml í vatni í allri sinni mynd er efst á vinsældarlistanum.

Þar sem Toppmaðurinn neitar að leika við mig fyrr en upp úr miðjum Júlí verðum við að fara í Þingvallavatn áður en ég fer Nörd.....

Ræktun í garðinum í pottum, kartöflur í skika inn í landi og hjólið mitt.

Núna ætla ég sko að lána Æ-Manninum Mine Kindle og vonast til þess að hann verði fullur af áhugaverðum bókmenntum þegar ég fæ hann til baka.

Ég fór eftir skotæfingu að leika mér heima hjá Heilsuhvíslaranum.....


Þar á ég kettling....


18 June 2012

súrefnisskortur í heila

..kunn víst vera hættulegur.    Þess vegna verð ég að anda magann fullan af lofti, brjóstkassann, aftur í hrygg og líka í hálsinn.  Þá kunn víst vera líkur á að súrefnismettað loft leiki um sellurnar meðan ég er á 6 metra dýpi að skjóta dýr...

Ástarsagan um Taj Mahal er eitthvað sem vakti áhuga minn í gær.....  svo ég eyddi tíma í að fletta bókum, spyrja spurninga og gúgla.   Því sem ég kemst næst var að Mógúlkeisari lét byggja á 17ándu öld þetta eitt af átta undrum veraldar, til minningar um persneska eiginkonu sína.  Keisari þessi fylltist víst gríðalegri sorg þegar eiginkonan lést af barnsförum þegar 14ánda barnið þeirra fæddist.  Hann var ekki viðstaddur en fékk þrjár leiðbeiningar(fyrirmæli)  sem hún skildi eftir áður en hún hætti að anda.  Þessi fyrirmæli voru;
 1. að hann skildi ekki giftast aftur.
 2. að hann skildi ekki gera upp á milli barna þeirra. 
 3. að hann ætti að byggja minnisvarða um hana.  

Aumingja maðurin varð svo sorgmæddur að hann lokaði sig inni án matar og drykkjar í heila viku.  Þegar hann svo kom út aftur var hárið á honum orðið algrátt.   Hann hófst handa við byggingu sem tók 23 ár um það bil en á svipuðum tíma og byggingu lýkur, steypa synir hans honum af stóli og setja í stofufangelsi í höllinni.  Þar sat hann svo og horfði yfir á Tah Mahal í nær 20 ár.

ég er vinur minn...  

17 June 2012

safapressumálefni

fræðileg úttekt hefur leitt í ljós að fræðilegar úttektir leiða aldrei neitt í ljós.    

Fræðilegar úttektir skilja eftir fleiri ósvaraðar spurningar en svör sem þær gefa..... en þær skilja tvímælalaust eftir sig gleði og ánægju eftir vel unnið verk.


Ég kláraði að horfa á Out of Africa...  það áhorf fékk mig til að hugsa um stráka og væla
ég horfði líka á Karl Pilkington ferðast í Indlandi og skoða Taj Mahal...   það áhorf fékk mig til að langa til að teikna

Núna ætla ég að fletta Stitches a Memoir eftir David Small og sjá hvað verður hvernig hvenær eða eitthvað...

16 June 2012

ef....

Veit samt ekki hvort þetta ef skipti mig einhverju máli lengur.

Sál mín hefur svo stækkað út úr skinninu.  Ég geri mér alltaf betur og betur grein fyrir hvað er og hvað er ekki.....  stundum alla vega.   

Mig langar í skammbyssu.
Mig langar í kayak.
Mig langar til útlanda.
Mig langar að vera að gera allt sem ég er að gera núna og gott betur en það.....

Núna set ég stefnuna á að taka veiðistöngina úr pokanum, setja hana saman og kasta öngli, ormi, spún eða flugu út í vatn.   Langar samt geigvænlega út á rúmsjó með stöng.

hefði sko verið vel til í að hafa Welzl sem fyrirmynd mína löngu fyrr,,,,,,,