28 August 2012

félagi

Það er margt sem ég þoli ekki eins og sannur einstaklingur í þessu samfélagi.   Eitt af því eru öll þessi bloggskrif til að andmæla, andmæli, andmælis manns sjálfs.   

Er eitthvað að fólki sem stendur ekki bara með upphafsorðum sínum án þess að fara út í málaþóf um bulltúlkun, staðreyndavillur og leiðindi í þeim sem andmælti.   Andmæli hver sem andmæla vil.  Andmæli geta meira að segja verið mjög skemmtileg en það verða aldrei, andmæli við andmælum.

Vinkona mín, Töffarinn er á leiðinni heim.  Loksins.

Ég er svöng, hér eru blöð út um allt og allir virðast þurfa aðstoð akkúrat núna í þessari viku þegar mér hentar best að fá að vera og strjúka dótinu mínu í friði.

HúslegaManninum vantar flutningsaðstoð og ég skulda honum feitt þar sem hann aðstoðaði mig síðast þegar ég flutti og ég er ekki búin að halda innflutningspartý eða neitt sem gæti fallið undir gjaldskyldu fyrir það verkefni svo að ég er tilneydd...

Froskinn vantar hundaviðrunarviðvik og þar sem ég tel alveg sjálfsagt að hann láni mér bílinn  þegar ég flyt minn rass á milli staða er ég sko tilneydd...

..annars verður lítið vit í litlum orðum nema þau séu sögð í lágum rómi..

hreyfing:   ..gekk í kennslustofuna og til baka aftur..

næring:  ..hafragrautur í morgunmat og hafragrautur í kvöldmat..

áform vikunnar:  ..pakka dóti sem má missa sín og strjúka hinu..

markmið:  ..finna markmið fyrir september-mánuð..

Ef þið finnið mig ekki þá verð ég á nýliðakynningum björgunarsveita höfuðborgasvæðisins...

3 comments:

  1. Hmm, hér skrifaði ég athugasemd í gær og hún er horfin. Ertu farin að ritskoða mig :Ö

    ReplyDelete
  2. nei, nei... þér leyfist enn sem komið er að segja allt sem þú vilt.....

    ReplyDelete
  3. Þá þarf ég að athuga hvar mörkin eru. Best að upphugsa eitthvað yfirgengilegt :Þ

    ReplyDelete

þú mátt tala hafrún