31 January 2013

ég fyllist af depurð..

..það gekk svo langt að ég var við það að segja upp samningi mínum við lífið.  Ég var alveg við það að henda þeim orðum út í loftið þegar ég mundi hvað það á það til að vera áhrifaríkt svo ég ákvað að segja upp samningi mínum við leiðann..

Ég er að reyna að átta mig á því hver dr. Kevorkian er/var......

29 January 2013

póstkort frá Þýskalandi..

..og það á íslensku.

Í dag voru göngur sumarsins ákveðnar.  Eða Unaðshringurinn með Ella og kíkt á Öræfin til Ellu. Við erum sko alveg með þetta held ég.

28 January 2013

sjóndeildarhringurinn víkkaður

Ég er að hlusta á Daniel Johnston syngja á youtube..    hinn eina sanna Hi, how are you mann.  Eftir ánægjulegt áhorf á heimildarmynd um líf hans og starf, eða þannig, er ég upptekin við að láta hugann reika um listamanninn sjálfan. 

Ég heyrði að hann væri á leiðinni til landsins....

Ég horfði á Side by side...  Home...   Samsara... og örlítið með Karl Pilkington.  Ég skrifaði á Póstkort., borðaði grænmeti og lærði örlítið í spænsku.

Síðan gerði ég ekkert meira.....

Sál mín er brotin og allt mitt geð.   Það var eiginlega verra að vita að járnið er niðri og þreyta, orkuleysi og þungur hugur eitthvað sem fylgir því og þess vegna ekki hægt að hrista af sér aumingjaskapinn og skort á hreyfingu á einu litlu augnabliki.

En bráðum fæ ég sprautu og þá hlýt ég að spretta upp eins og Stjáni Blái af öllu spínatinu.

Ég treysti á það.....

24 January 2013

járnskortur

..ayurveda eða hugmyndafræði sem gengur út á dímona eða íslensk læknisfræði.

Ég þarf að ná upp járnbúskap.

20 January 2013

græðgóttur

..er alveg nýtt orð sem ég lærði í kvöld og hefur eitthvað með græðgi að gera.

..fáðu þér blik í augun
eða þegiðu ella..
     segir í enda eins ljóðs Gnarrs.  Bara það að nafnið mitt kom fyrir í ljóðinu fékk mig til að elska það og þess vegna kem ég til með að bera það í brjósi mínu um aldur og ævi.

Ég stefni á Hringdróttarsögu maraþonáhorf...

Ég stefni í líka á reglulega líkamsþjálfun en á erfitt með að koma mér í gírinn.  Vaxtaræktartröllið á Mínum Vinnustað segir það vera vegna þess að ég hafi ekki ánægjuna af því endurómandi í sálinni.  Hann segir að það breytist eftir að ég sé komin yfir harðsperrutímabilið.  Eftir það verði þetta ekkert nema ánægjan.  

Ég á eftir að sjá það...

Mundos muevos er bókin á borðinu mínu núna.

15 January 2013

ég ætti að vera að gera eitthvað sem ég er bara ekki að gera...

Eiginlega líður mér oft þannig.

Það er, þegar þungt eirðarleysi læðist um sálina og hugsanir mínar snúast um að ég nái ekki að gera allt sem  ég vil og spurningin algóða læsir sig um innviði lífs míns:   ..hvað færir mig næst alheims hamingju..

Er ég að missa af einhverju....

Næring:   ..sæt og nípur..

Hreyfing:  ..ryksugueltingarleikur um allt hús..

Ég grét yfir  Þjóð í hlekkjum hugarfarsins í gær.  Í dag er ég full upp í kok, af gremju fyrir hönd þeirra sem minna mega sín. Vistabönd voru vond bönd.  Stjórnmálaklíkuvinnubrögð dagsins í dag eru líka slæm brögð.  Ég geri samt ekki ráð fyrir að standa upp á afturfæturnar og berjast fyrir bættum landsstjórnunareiginleikum þeirra sem ég gef, hef gefið og mun gefa völdin á landinu.

Mig langar að sauma mér peysuföt.....

13 January 2013

maraþonáhorf

Mér líður eins og ég hafi verið hlunnfarin.

Á laugardag ákvað ég að taka allar Fóstbræðraseríurnar og horfa út í eitt þar til málinu væri lokið.  Í fræðsluyfirliti um Gnarr stendur að þættirnir séu 37 talsins en það sem ég hef undir höndum telur bara 36 og þar af eru tvær þættirnir þeir sömu.   

Hvar og um hvað eru þessir tveir sem ég fer á mis við.....

Úti er farið að snjóa....  og ég hugsa með öfund til krakkanna sem eru í Brynjudal upp undir Súlu að æfa sig á broddum.  Ef ekki væri fyrir vinnu væri ég þar líka.   Það er alltaf jafn skrítið að hugsa til þess hvað vinnan getur truflað mikið fyrir allri áætlunargerð og rifið frá manni margar ánægjustundir án þess þó að maður hljóti varanlegt tjón af.

Ekki vildi ég, í það minnsta, vera án vinnunnar minnar.....

Megi Bonzai-tréð mitt braggast...  megi Skipulagsgáfa mín aukast.. megi lífið blasa við mér um aldur of ævi.. megi ég eiga margar ánægjustundir með fjölskyldu minni og vinum..  og..  megi ég bara heil vera..

Bráðum kemur að því að ég skófli í mig súrum hrútspungum.....

12 January 2013

æjúaska

Mig skortir sýn....

Ég er ein af þessu leiðinlega venjulega fólki sem sér ekkert, trúir á fátt og hagar sér bara ákúrat eins og svo fyrirsjánlegt er af þeim týpum.

Ég á mér ekki Demón sem stjórnar lífi mínu....  það vaka engir Englar yfir mér....  Tröll, Álfar og Draugar láta ekki sjá sig nálægt mér....   og ég á mér engan átrúnað.

Boring....

Spurning um að skreppa til Braselíu til að skoða þetta æjúaska-dæmi nánar.  Æjúaska saman stendur af einhverjum tvemur laufblöðum sem soðin eru saman í seyði sem drukkið er undir eftirliti Gúrúa.  Eftir drykkjuna lifir þú í nánast einn sólahring í eigin heimi með fullt af sýnum sem leiða þig til betra áframhaldandi lífs.

youtube er sko alveg með þetta.....

05 January 2013

það er ekki það sem þú getur gert heldur það sem þú gerir...

Í gær leið mér eins og ég væri föst inn í annarra manna martröð þar sem ég hefði enga möguleika á að vakna upp úr af eigin sjálfræði.   Ég varð bara að sita stjörf af skelfingu með taugarnar þandar, þurrar kverkar og hjartað á þeysireið út úr brjóstinu og vona að martröð þessa annarra manna næði sínum hæðstu hæðum svo hún leystist upp og ég yrði frjáls.

Auðvitað gerði hún það..........

markmið mánaðarins:   ...Hefja ástundun líkamsræktunnar...

menningarmarkmið mánaðarins:   ..lesa og horfa á allt sem tengist Gnarr..

ómenningarmarkmið mánaðarins:   ...prjóna mér lopapeysu...

03 January 2013

Ég ætla að lesa Biblíuna.....

David Attenborough, Graham Hancock, Carl Sagan, David Wilcock og Felix Boumgartner....   

Ég er ennþá með hugann bundinn við Jón Gnarr en þegar ég er búin að fá mig sadda af honum ætla ég að lesa Biblíuna.

Strákur í vinnunni minni sagði að það væri ómögulegt að vara að lesa svona margt í einu.  Hann sagði að það væri betra að byrja á einhverju og klára það.   Það getur vel verið að hann segi satt en ég get bara ekki fest hugann við eitthvað eitt og hangið þar.

Ég er að skoða tákn heimsins, grænmetisuppskriftir, ræktun kryddjurta, Karl Pilkington, Gnarr, útivist, föstur, næringarfræði og neðanþvottamálefni.

Í dag ætla ég samt að liggja bara í rúminu og sofa......

02 January 2013

2013

Formlegu grænmetisári mínu er lokið.

Í allan dag hef ég setið með hönd undir kinn og hugsað um liðið ár og velt fyrir mér möguleikum þess sem gengið er í garð.   Er þetta það sem ég vil....  Er þetta akúrat það sem lífi mínu var ætlað....  Er þetta Vegurinn....

Ég hef lifað fyrirlitningu, gremju, tuð og nagg.  Ég hef líka lifað upphafningu, aðdáund og góðvild.  Ég hef staðið í snjó upp að ökla í einum fjallgarði Frónsins með þrek á við hjartasjúkling vegna vítamínsskorts sem má með góðum vilja og lítilli fyrirhöfn rekja til lífsstílsins, ef vilji er fyrir hendi.  Ég hef einnig lifað margar stundir í hungri vegna þess að samfélagið býður ekki upp á rétta fæðið fyrir fólk sem lifir eftir þeim lífsstíl sem ég kaus mér.  Ég hef oftar en ég vil muna "þurft" að borða hafragraut í öll mál vegna skipulagsskorts.  Og ég hef tekið þá ákvörðun......

.......að borða bara það sem ég vil þegar ég vil.

Ef það felur í sér að vera grænmetisæta fyrir lífstíð ætla ég að halda því fyrir mig.....