30 July 2012

það er spáð frosti á hnúknum á morgun

...ég heppin að vera búin með mína ferð þangað upp.

Ég hélt reyndar...  þar sem ég gekk á leið minni niður, alveg í sæluvímu yfir eigin afreki... að ég væri búin með þetta allt eftir að hafa staðið á toppi Íslands í þessar örfáu mínútur sem kuldinn leyfði ánægjukurrinu að hafa yfirhöndina.

Þessi hugsun varði stutt....   

Þá mundi ég eftir Baulu, Snæfellsjökli og að hugsanlega, kannski, mögulega vildi ég standa þarna með öðru fólki á öðrum tíma til að njóta augnabliksins.   

Þessu sumri hef ég eytt í fjallabrölt fram til þessa og á enn eftir að eyða heillri viku í Loðmundafirðinum.

Þetta fjallabrölt mitt hefur fært mér fjallakjark....   ég get orðið gengið Illakamb fram og til baka og notið þess.    Svo að núna get ég bara hætt öllum fjallgöngum og einbeitt mér að því að ná tökum á sundlistinni meðal annars.

Það borgar sig alla vega ekki að eyða tíma í það sem maður getur....

Ég þarf virkilega að eigin óskum að ná tökum á sundlistinni.  Þess vegna kem ég til með að flytja í íbúð Æ-mannsins í vetur.  Hann ætlar að eyða vetrinum úti í sjálfu dreifbýlinu víðs fjarri mér, mér til lítillrar ánægju.  Þar sem íbúðin hans er við hliðina á sundlaug hef ég hugsað mér að eyða lunganu úr deginum við að afla mér færni í að færast úr stað í vatni.

Með vorinu tek ég svo köfunina......

Mig vantar:   kayak, þurrbúning,  björgunarvesti, árakút, vatnshelda vasa undir hitt og þetta, snorkgrækjur, stærri sundblöðkur, stór sundgleraugu,  sjósundshettu, bikiní, sjónauka á riffilinn, sjónauka á augun mín, ný gleraugu, ipad, tíma, skambyssu, bíl, nagladekk undir hjólið, körfu, bögglaberara, töskur á bögglaberarann, bjöllu, götuskó, íþróttaskó,  safapressu, útvarp, myndavél, þriggjalaga fatnað með gortexi.....og allt hitt......

2 comments:

  1. Jamm og mig vantar ekkert nema þjálfara.
    Hafrún

    ReplyDelete
  2. jamm.... þjálfara.

    Svona eins og Illakambs-nauðsynja-ferðir ?

    ReplyDelete

þú mátt tala hafrún