26 October 2013

flækingur...

...ég hef alltaf talið að það skipti ekki máli hvað lífið hafi upp á að bjóða.  Hvað sem á dynur, hvað sem gerist þá komi ég til með að  lenda á fótunum eftir að ég er búin að jafna mig á því sem upp á kemur.

Ég er ennþá á þeirri skoðun.

Það hefur meira að segja flögrað um huga mér að þegar ég verði gömul, hætti að vinna og eigi ekkert og hafi ekki efni á leigu, þá muni ég bara búa á götunni ef ekkert annað er í boði og halda áfram að lifa.

Ég er meira að segja að hugsa um að fara í sjálfboðaliðavinnu við að hugsa um heimilislausa.  Svona bara til að sjá hvað hugsanlega bíður mín í ellinni.  Ég þoli nefnilega ekkert óvænt, að vita ekki hvaða möguleika ég hef eða hvaða aðstæður geti komið upp á.

Ég get ekki ætlast til að maðurinn sem ég bý með nenni að búa með mér ævilangt.  Það skiptir engu máli hversu skemmtileg ég er eða hversu auðveld ég er í sambúð þá breytir það ekki þeirri staðreynd að hann á sér líf og ég er ekki hluti af því lífi.

Mér finnst samt gott að koma heim þar sem vel lyktandi eintak af alvöru karlmenni lifir sínu lífi og tekur á móti mér með tilvist sinni.   Mér finnst þægilegt að heyra umgang þegar ég vakna, vita af einhverjum í nálægð við mig eða jafnvel haft samkipti þegar því er að skipta eða þegar mig langar til að ræða við vitræna veru.

Reyndar er ég að hugsa um hvað ég er myrkfælin ein.  Hvers vegna ég geti ekki sofið við opnar dyr þegar ég er ein heim þótt mér finnist það ekkert mál þegar hann er heima.  Og hvað martraðirnar hellast yfir mig núna meðan hann er ekki heima á nóttinni þótt mig dreymi ekkert þess á milli.

Í augnablikinu langar mig ekkert til að búa ein...

næring:  ...grænn kostur..

hreyfing:  ...rölt í vinnunna frá Mörkinni  fyrir klukkan átta í morgun..

menning;   ...áhorf á myndina ASKA með hafrúni vinkonu..

Aska er mynd um öskuna úr gosinu úr Eyjafjallajökli.  Hún er um afdrif þriggja fjölskyldna eftir gosin tvö. Það er ekkert fræðilegt í þessari heimildarmynd.  Ekkert fræðilegt um gos, ösku eða áhrif á líf.  Hún fjallar bara um bjargráð þeirra þriggja fjölskyldna sem málið varðar.  Til hálfs nokkuð skemmtileg mynd.

Og hún hafði skemmtilega tengingu við Game of Thrones.

22 October 2013

af hendi lífs míns byrjar hver dagur sem upphaf ...

..á einhverju nýju og yndislegu..

Kannski er það vegna þess að ekkert situr fast í höfði mínu stundinni lengur eða þá að ég er bara svona ofboðslega öguð án þess að gera mér grein fyrir því.

En allir dagar byrja í friðsæld.  Eins og engu þurfi að breita og að ég sé einmitt að gera bara það sem ég vil vera að gera og allt er eins og það á að vera frá lífsins hálfu

Svo líður fram á daginn og ég átta mig á því að ég vil vita meira, gera meira og þurfi að hætta öllum þessum vesæla ósóma sem ég er búin að tileinka mér.

Áður en ég sofna er ég orðin vesæll aumingi sjálfri mér til miska og leiðinda.

Svo framvegis ætla ég að lifa lífinu til hálfs....   ég ætla að vakna, njóta dagsins meðan hann er góður og skríða upp í rúm áður en ég er farin að átta mig á að allt er ekki eins og ég vil hafa það og dvelja þar þar til nýr dagur með nýju yndislegu upphafi rís.

næring:   ..engin hollusta og allt of mikið af henni..

hreyfing:   ..letileg hreyfing frá einum vagni til annars..

andleg gleði:   ..stara tómum augum út í tómið..



ætli ég komist í skóna mína aftur...

17 October 2013

ég er komin með langan lista af ógerðum verkefnum....

....og þá er ég bara að tala um skylduverkefni.


næring:   ..kínó með hvítkáli, lauk og blaðlauk..

hreyfing:   ..engin..

ástin í lífi mínu:   ..kurt vonnegut..

Ég er að leita mér að húsi sem kostar lítið sem ekki neitt, staðsett innan Reykjavíkur og forvitnilegt og heillandi í senn...