31 May 2013

ég er ástfangin af Hugleiki Dagssyni..

..svo ég ætla að eignast allar bækurnar hans..

Ég er orðin Umhverfisverndarsinni.  Miklu meiri umhverfisverndarsinni heldur en mér er í blóði borin.  Núna er þetta lærð hegðun.  Núna læt ég mér ekki nægja að henda ekki lausu rusli út um allt heldur tek ég þátt í mótmælum, les um stóriðjur og velti fyrir mér hvað ég get gert til að skila heiminum betri en ég fékk hann í hendurnar.


Framvegis sjáið þið mig þar sem grænfánarnir eru....

Núna er síðasti löglegi dagurinn minn á staðnum sem ég bý á.  Ég leigði þessa íbúð fyrir níu mánuðum án þess að láta mig dreyma um að það fylgdi eitt stikki af vellukkuðu eintaki af karlmanni með. Ég er með pínu kvíða sem hringar sig um hjartarætur mínar.  Verður þetta eins þegar ég fer að leigja hjá honum en hann ekki hjá mér.


Einhvern tíma neyðist ég samt til að flytja út.  En það er ekki strax...........

Ræktunin á tómötum gengur vel hjá honum.


Mínar plöntur eru eitthvað slakari....

En ég blómstra.


enda alveg að verða 52 ára.   Bara alveg fullorðins.....


Ég fékk blóm.....

30 May 2013

Og hvernig er það með kartöflugarðinn minn

..hvar er hann..

jæja hvað geri ég núna Hafrún....

..skatturinn er með einhverja áætlun á mig   ..vegna lakra skila á skattskýslu.  

Dugar að bíða bara og sjá hvað gerist eða verð ÉG að gera eitthvað.....

28 May 2013

býflugur

Ég er búin að vera í því að hugsa um að börnin hennar Erlu muni eftir að mæta í skólann og taki með sér síma og lykla þangað. Þau fengu bara óhollt að borða og ég eyddi meiri tíma dagsins í að vinna en að hugsa um þau.

Ég vona að þau hafi ekki hlotið varanlegan skaða af.

Á morgun lýkur þessari pössun á skólagöngu barnanna hennar Erlu....  Á morgun lýkur líka hjólað í vinnuna átakinu...   Á morgun fer ég aftur heim til mín....

Ég hlakka mikið til að fara heim í dótið mitt, sjá aftur manninum sem ég bý með og hjóla styttri leið að og frá vinnu.

Ég er að fara heim........

27 May 2013

25 May 2013

ég á miða á Daniel Johnston..

..ég er búin að borða epli, horfa á dýrin sem ég er að passa og skoða Andraland.

Ég keypti mér Kayak í gær.   Kayakinn fór í skúrinn hjá Bjartsýna stráknum á mínum vinnustað og Leikarans og fer svo með tímanum í gámana í Geldingarnesi,

Ég hafði ekki efni á honum en það er svo sem með allt sem maður eignast.

Seinna ætla ég að eignast íbúð.....

Núna vantar mig:
-björgunarvesti.
-kíkir á riffilinn.
-böglabera á hjólið og hnakk-töskur.
-nýjan kjól.
-skó.
-dínu.
-göngutjald.
-snorkgræjur og langa froskafætur.

Ég vildi að ég hefði tíma til að fara á aðalfund lífrænsræktandi neytenda sem er núna í dag en ég verð víst að eiga einn dag fyrir MIG...

20 May 2013

kannski ég labbi bara um með lokuð augun....

....til vonar og vara til að hlífa börnum og barnabörnum við ömurlegu lífi

En í alvöru talað.  Ég gæti aldrei beygt mig fyrir þessu.   Þá væri betra að vera bogin og brotin og þaðan af verra þótt sárt sé að segja.

Kayakinn minn er kominn á borðið.  Nú er bara að finna peninga fyrir honum.  Ég fann mann sem vil losna við kayak, ár, neyðarpoka, galla, toppgrind og festingar fyrir kayakinn og nokkra vatnshelda poka.  

En mig vantar ennþá björgunarvesti...


lestur vikunna:  ..Bone, teiknimyndasería í níu bindum..

menningartilburðir vikunnar:   ..eruvision áhorf í gæsa-partýi..

samfélagshjálparstarf vikunnar:  ..passa 3 ketti, 2 krakka og 1 hund..


Ég er á leið í Jökulsárlón í vikunni til að sigla um lónið og borða fiskisúpu.  Það er einnig samfélagslegt hjálparstarf.  Kannski gefst tækifæri til að hlaupa upp að einhverjum foss, hlæja á bóndarbæ eða eta humar  á Humarhúsinu á leiðinni heim.

Hver veit...

Mig vantar:  hraða- og kílómetramæli á hjólið,  böglaberara, hnakka töskur, gelpúða, hjólabuxur, bjöllu, lukt að aftan og framan og neyðarviðgerðabúnað. 

Ég ætla nefnilega í stóra hjólaferð í sumar....

19 May 2013

ætli ég verði ekki að vara börnin mín við...

..ef ég kem til með að verða vitni af einhverjum brjóta gagnvart einhverjum fyrir framan augu mín mun ég bera vitni í málinu og mun ekki hugsa mig um....

ef þessir einhverjir eru virkilegir glæpamenn sem munu hefna sín á mér eða mínum nánustu....   þá sorrý ...ég get bara ekki beygt mig fyrir því.

ég mun samt bera vitni...