21 June 2012

það var bankað upp á

..á Mínum Vinnustað.

Edgar Cayce hljómar eins og talaður út úr mínu hjarta í grófu yfirliti.   Svo fer hann að tala um Jesú.

Hugur minn hringsnýst alla daga þar sem höfuðið kallar á eitt og hjartað annað.   Ég er ekki frá því að hægri táin hafi aðra skoðun en sú vinstri.  Ég vil skjóta, ég við teikna, ég vil veiða og ég vil lesa allar þessar óteljandi bækur sem ég á ólesnar.  Ég vil líka vinna, gera allt fyrir alla, hugsa um heimili og heimsækja mitt fólk.

Ég söng fyrir eina gamla konu í dag með öðrum gömlum konum og ég var svo hamingjusöm að vera jafngömul og þær allar og að hafa haft tækifæri til að eiga líf með þeim allan þennan tíma.

2 comments:

  1. Þetta gengur yfir með haustinu, það gerir það yfrleitt alltaf en meðan þú ert hamingjusöm skaltu njóta þess.
    H

    ReplyDelete
  2. jamm.... og með hausinu kemur eitthvað nýtt sem gengur yfir eins og allt annað. Á eftir degi kemur nótt... dag eftir dag, viku eftir viku, mánuð eftir mánuð og ár eftir ár.

    ..ekki spurning.. ég nýt þess.

    ReplyDelete

þú mátt tala hafrún