09 October 2012

ég er

...með te í krús og í þungum þönkum yfir hvaða erfðaefni ég eigi að breyta með hugleiðslu....

Eftir heila helgi með áttavitann í hendinni hef ég hann kláran með öðru dóti sem nauðsynlegt er að hafa við hendina.   Það er alltaf gott að rata heim.

Ég þarf að finna mér stund og stað til að mæta í líkamsrækt.  Ég þarf að finna mér stund og stað til að koma mér í búð til að kaupa mér nýjan síma.  Ég þarf líka að finna mér stund og stað til að liggja uppi í rúmi að lesa.


Ég stóð á Þorbirni með Æ-manninum, Toppmanninum og Tækni-hjúkkunni fyrir stuttu síðan.  Þar var rigning og ég varð blaut inn að beini.
Þar var þetta fallega eldstæði.


Kartöflurnar gáfu aðeins af sér.  Ég fékk alla vega þá ánægju út úr þessari rækt að mæta á staðinn til að pota útsæðinu niður og svo að njóta kyrrðarinnar ein upp í garði að grafa þær úr jörðu...


Það kemur fyrir að vinnuskyldan fellst í því að sita á Hressó að drekka íste.  


Ég veit fátt betra en þetta ískalda sykurjukk....

Tveggja manna gönguhópur míns og Toppmannsins lagði af stað á Stóra-Bjarnarfell.  Þetta fell er  núna afturgöngufell..


Ég átti þrjá snertidaga í vikunni....


Það þýðir ekkert annað en að mæta með hollt nesti á svæðið.  Þarna var áhugaverður náungi sem hefur verið grænmetisæta í fjöldamörg ár.  Hann er með hreyfilist á hreinu og er 3dan með svarta beltið eða hvað það nú er í þessum fræðum.  Konan hans er búin að vera á hráfæði í þrjú ár vegna löngunar til að koma í veg fyrir að fá ættgenga liðargikt.   Ég talaði mikið við hann um matarræði og orku til að framkvæma hluti.

Það sem uppúr stendur undanfarna daga er Tindfjallaferðin....


Mig vantar lesgleraugu....

1 comment:

þú mátt tala hafrún