07 August 2012

núll stilling hugans

..er í raun setning sem ég stel hér og nú úr munni Æ-mannsins hvort sem hann sagði hana sjálfur á sínum tíma eða við lásum hana upp úr einhverri bók eða hvað.

Ég núll stilli huga minn reglulega og sit í sjálfsumgleði sigurvegarans, yfir eigin hugsanaferli, um stund.  Síðan dett ég iðulega um fáraðlega þörf mína fyrir að hugsa eitthvað sem ekki er.

Ég held að yoga sé málið....

Einn daginn starði ég ofan í lúkurnar á mér og sá ekki betur en ég stæði á nákvæmlega sama punkti og tíu árum fyrr og ákvað því að gerast grænmetisæta.   Það skilaði mér vellíðan og örlítilli þekkingu á eigin sjálfi. 

Núna góni ég enn og aftur ofan í þessa sömu lófa og get bara ekki séð neitt þar sem leitt gæti mig áleiðis til fullnægðs lífs.   Nema ef vera væri YOGA og þagnarbindindi.

Það heillar mig algjörlega frá a-ö að gangast við algjöru þagnarbindindi.   Ég sé mig fyrir mér með ákvörðun í höfðinu um að þegja algjörlega í orði sem riti í eins og svona einn mánuð.   Þvílík áskorun!   Þvílík snerting sem það hefði við innra sjálfið!   Þvílík ögun að geta ekki sagt það eða gert sem sprettur fram í huga mig og varðar annað fólk.

Ég þarf virkilega að hugsa þetta inn í minn veruleika....

1 comment:

þú mátt tala hafrún