24 November 2012

fasta...

...er eitthvað sem ég skoða núna sem mögulegan lífsstíl.

Það er raunverulega til fullt af fólki sem fastar einn dag í viku, á þriggja mánaða fresti í 3-7 daga og svo einu sinni á ári í lengri tíma.
Þessir einstaklingar fasta af nokkrum ástæðum.  S.s.til að auka innihald bæna sinna, til að ná sambandi við sitt innra sjálft og svo til að gefa líkamanum tíma og frelsi til að lækna sig sjálfan.
Sumir þeissara einstaklinga fasta á safa, aðrir á vatni og margir á venjulegum mat

Ég veit ekki hver verður minn stíll eða á hverju ég kem til með að fasta.  Þó verð ég að segja að umheimsfasta heillar mig mest.   Sé það eiginlega fyrir mér í hillingum að koma mér fyrir í helli reglulega með ekkert nema nauðþurftir og góða bók og dvelja þar án samskipta, umhverfistruflanna eða vinnuskyldu.

Góð hugmynd......

Á heimili mínu eru tvær Ficus Microcarpa.  Ein stór og ein lítil.  Ég er ekki frá því að þær fái meiri athygli en ég frá Leigufélaga mínum, mér til lítillar ánægju.  Hér er líka skemmtilega skringilegur kaktus og matjurt af óþekktum uppruna.

Hér er samt gott að vera......

1 comment:

  1. Miðaldurskvennakrísa, ætli það sé hægt að fasta á hana?
    HB

    ReplyDelete

þú mátt tala hafrún