16 December 2012

ég saknaði þín...


Ég fletti Fréttablaðinu í morgun og síðan Fréttatímanum. Síðan ákvað ég að skrifa eitthvað um líf mitt hér, sjálfri mér og vinkonu minni til ánægju.

Um leið og ég opnaði tölvuna varð mér hugsað til þess hvort ég hafði lesið eitthvað merkilegt í Fréttablaðinu og hvernig sem ég hugsaði, kreisti heilasellurnar eða velti málinu fyrir mér man ég bara ekki eitt einasta orð úr því merka riti.

Fréttatímalesturinn fékk mig til að hugsa um vatn handa fátækum þjóðum, þeirri staðreynd að mig langar í ipad, að mig langar í bókina prinsinn og að kannski ég rífi út húfuuppskriftirnar áður en Leigufélaginn minn hendir blaðinu.

Ég var að koma frá Rúmeníu en ég nenni ekki að segja frá því strax.

Dagurinn í dag var alveg extra góður.  Ég eyddi honum algjörlega í leti, uppi, við eða í nánasta umhverfi við rúmið mitt.
Ég horfið á heimildamyndir um 11/9.
Ég las eina bók eftir Jón Gnarr.
Ég hlustaði á eitt albúm frá 1956.
Ég fletti uppskriftabókum.
Ég skrifaði innkaupalista fyrir hnetusteikareldamensku.
og ég fór í bíó og svo á tónleika með Svavari Knúti á Rosenberg.

Núna ætla ég að skoða Les Vampires frá árinu 1915 ef ég næ að vaka........

4 comments:

  1. Svo þvoðirðu helling af þvotti. Ég skil ekki hvernig þú komst öllu þessu fyrir á einum degi.
    HB

    ReplyDelete
  2. lastu fyrri eða seinni bók Jóns Gnarr? Ég las þá fyrstu alveg fram í miðja bók þá lagði ég hana frá mér og fannst ég bara ekki þurfa að lesa meira. Var búin að fá að vita allt sem ég nennti að vita.

    ReplyDelete
  3. Ég er ekki komin svo langt inn í líf herra Gnarrs, Sigurlaug.
    Hér á heimilinu eru bækur Gnarrs í langri bunu... (fjórar) og ég opnaði þá minnstu eða Plebbabók Gnarrs. Síðan er ég búin að opna aðra og loka henni líka. En það var reyndar bara þegar ég var búin að klár'ana. Það var Þankagangur Gnarrs. Næst þegar ég opna eitthvað rit tileinkað Gnarr verður það Indíáninn. Hvenær sem það verður. Ég er eiginlega á því að næsta bók sem ég les verði biblían......

    ReplyDelete
  4. Vá er gott að vera aftur með fyrrverandi mína, þakka þér dr. Ekpen fyrir hjálpina, ég vil bara láta þig vita að þetta er að lesa þessa færslu ef þú ert með mál með elskhuganum þínum og leiðir til skilnaðar og þú gerir það ekki Vilja skilnaðinn, Dr Ekpen er svarið við vandamálið. Eða þú ert nú þegar skilnaður og þú vilt samt að hafa samband við hann. Dr Ekpen stafrænar rifrildi núna (ekpentemple@gmail.com) eða whatsapp hann á +2347050270218 og þú verður klæddur sem þú gerðir.

    ReplyDelete

þú mátt tala hafrún