05 August 2012

eitt skref til hægri og eitt skref til vinstri...

Ég áreiti Æ-manninn út í eitt núna.....

Ég hringi í hann dag eftir dag og segi:   ..ég eldaði mat í dag. það var afgangur og hann er inni í ísskáp og þú mátt borða hann..  og ..ég bakaði köku handa þér, borðaðu hana..   og  ..þú mátt borða það sem þig langar í af matnum mínum sem er í öllum hillum á okkar vinnustað..

Hann segir bara ..já, ella..


Hann kann sig.

Systir mín, hin eina sanna, er í bænum núna.   Hún dekrar mig í bak og fyrir.  Meðal annars sækir hún mig á vinnustað á hverju kvöld til að ég hafi tækifæri til að eyða tíma með henni.  Svo eldar hún handa mér, réttir mér vatn í glasi og meira að segja gaf hún mér helminginn af bjórnum sem pabbi minn gaf HENNI.

Núna ætla ég að veita mömmu, sjónvarpinu og umhverfinu athygli.....

No comments:

Post a Comment

þú mátt tala hafrún