28 November 2012

níu læknar

Ég hef lengi vitað að ég þarf sól, hreint loft, hreyfingu, vatn, hollt fæði, rétta líkamsstöðu og föstu til að viðhalda heilbrigði en ég hef ekki enn gert mér grein fyrir mikilvægi hvíldar á hvers manns líf.

Eitt af því sem ég þarf greinilega að setja á To Do listann minn.....

Ég las bók.  Stundum les ég eins og eina og eina bók.  Núna las ég Bragg.   Bragg sagði meðal annars:  ..Salt er óhollt og á ekki undir neinum kringum stæðum að vera partur af fæði venjulegs manns.  Salt er hinum lifandi manni algjörlega óþarft.  Þrír fimmtu hlutar fæðunnar ætti að vera ávextir og grænmeti bæði hrátt og soðið.  Alkaline-forming foods og acid-forming ætti að vera 80 % á móti 20%. eða Basískt á móti súru.  

Take time to Work-
it is the price of success
Take time to Think-
it is the source of power
Take time to Play-
it is the secret of youth
Take time to Read-
it is the foundation of knowledge
Take time to Worship-
it is the highway of reverence and 
washes the dust of earth from our eyes
Take time to Help and Enjoy Friends-
it is the source of happiness
Take time to Love and Share
it is the one sacrament of life
Take time to Dream-
it hitches the soul to the stars
Take time to Laugh-
it is the singing that helps life's loads
Take time for Beauty-
it is everywhere in nature
Take time for Health-
it is the true wealth and treasure of life
Take time to Plan-
it is the secret of being able to have time for the first 11 things

Hann sagði eitthvað meira athyglisvert hann Bragg sem ég á eftir að skoða nánar eins og eitthvað um öndun og hvað ég borða með hverju....  eða eitthvað.

Ég er svolítið hrifin af Bragg.  Hann er svo óendanlega Amerískur út í gegn kallinn.

5 comments:

  1. Og þú hefur tamið þér gagnrýna hugsun. Erðaeggi?

    ReplyDelete
  2. hahahaha.... akademísk vinnubrögð ávalt höfð að leiðarljósi hér !!!

    Alveg tónar hann við hreyfingar-, vatnsdrykkju- og grænmetishugsun mína. Svo gefur saltið mér ekkert sem söl, þang og þari gera ekki.... ekki satt ?

    ReplyDelete
  3. Ef söl og annar þari er hluti af fæðinu er komið talsvert af söltum í það. Ekki satt?
    Við skulum ekki falla í þá gryfju að halda að salt sé bara þetta sem er í stauknum uppi í skáp. Reyndar er talað um að Himalaya salt innihaldi 80 mismunandi steinefni og það salt er í mínum skáp.

    Reyndar hef ég séð manneskju með verulega slæmt tilfelli af ofþorunun og ástæðan var saltskortur.
    Fullyrðingin um að salt sé hinum lifandi manni óþarft er röng og stórvarasöm. Natríumið, þetta sem er slæmt fyrir fólk með háþrýsting og er of mikið af í flestum unnum matvælum, stuðlar nú samt að heilbrigðri starfsemi tauga og vöðva. Með því er kalsíum og steinefnum í blóðinu haldið uppleysanlegum og í hæfilegu magni hjálpar það til við að fyrir byggja sólsting og hitaörmögnun.
    Natríum, sem er t.d. í venjulegu borðsalti, tapast út við svita og þegar fólk svitnar mikið og drekkur mikið vatn tapast natríum og kalíum sölt úr líkamanum.
    Ef þú ætlar að henda saltstauknum úr eldhússkápnum (í stað þess að kaupa Himalayasalt eða sjávarsalt) ættirðu að vera fullviss um að þú fáir öll nauðsynleg sölt úr fæðunni, líka natríum (er natríum í þara og hvað þarftu mikinn þara til að fá nægilega mikið af sötum? Því skortur á söltum getur valdið heilsufarstjóni.

    Ég ætti auðvitað að fara á bókasafið, tína þessar upplýsingar úr bókum, nota tilvísanir setja upp heimildaskrá en ég má ekki vera að því í augnablikinu. Ég þarf nefnilega að skrifa ritgerð sem gildir til prófs.


    ReplyDelete
  4. Þegar þú mín kæra ferð að tala um föstur og vatnsþamb klingja allar viðvörunarbjöllur, sérstaklega eftir að þú varst rétt dauð úr b vítamín skorti.
    Einn daginn- eftir prófin- fer ég í að skoða þetta föstudót sem ég held að sé sprottið af trúarlegum toga og geri líkamlegri heilsu ekkert gagn.
    Hefurðu líka trú á detoxmeðferðum með stólpípum og tilheyrandi og ýmsu sem á að hjálpa lifrinni að „afeitra“ sig?
    Hvað svo sértrúarsöfnuður?

    ReplyDelete
  5. *bros*

    Ég sit flesta daga með Næringargildi matvæla í fanginu, veltandi því fyrir mér hvað mig gæti hugsanlega skort næst og hef eiginlega komist að því að ég sé að fá allt sem ég þarf úr fæðinu mínu.

    Saltstauknum henti ég og hef ekki mikla trú á að ég þurfi að ná í hann aftur meðan þarinn minn situr þarna á hillunni og ratar út í grautana mína reglulega. Natríum, kalíum og allt hitt er í spínatinu mínu, steinseljunni, sætu kartöflunni og öllu hinu.

    B12 virðist vera það eina sem er hvergi..... en virðist samkvæmt fræðunum ekki vera, né vera, eins eða neins staðar hvort sem er. Eða þannig !!!

    Stólpípuhugmyndinn er eitthvað sem ég verð að lesa um til að geta myndað mér skoðun um það.... enn sem komið er er ég föst í næringarhugmyndinni með Bragg, Kundalini-jókafræðunum og öðrum gúrúum á alheimsnetinu..

    ReplyDelete

þú mátt tala hafrún