06 August 2012

flugur

..ég ætlaði að eyða stund með mömmu.

Hún flúði inn af pallinum vegna þess að hún sá flugu.  Ég hins vegar nenni ekki að eyða tíma mínum INNI fram að vinnu svo hún verður bara að lifa með því áfram að eiga mig, þekkja mig og sjá mig aldrei.

Vinkonan sem var einu sinni skólasystir mín og þótti ég nógu merkileg til að halda áfram að þekkja mig hringdi til að plana heimsókn í skálann til mín.

Vinkona mín sem gengur með mér vítt og breitt um landið hringdi til að ræða um strákana í lífi okkar og væntalega brottför okkar beggja af höfuðborgarsvæðinu.

Ég þyrfti, meira en allt annað, að hringja í vinkonu mína sem blés í mig líf þegar ég var við það að gefa upp lífið en ég bara nenni ekki að tala meira í síma í dag.

En hafrún......   þú sækir mig á flugvöllinn á Egilsstöðum, við förum í búð og verslum í kjötsúpuna og kaffi og svo bara eigum við stund á staðnum við að plana jakopsvegsferðina okkar.   Við fáum gesti, við teiknum, ræðum bækurnar sem við erum að lesa, ég fæ miðan þar sem kennsluáætlun mín liggur og svo prjónum við það sem mest liggur á að prjóna.

..ég er að skoða möguleikana á því að gerast yogi..  

Það virðist heillandi en hefur sína vankanta.  Karlmenn eru til að mynda ekkert merkilegri en konur.  En ég væri alveg til í að eyða lífinu í að teygja mig til og frá, drekka engiferrót og gleypa í mig lauka á hverjum degi.

Markmið  ágúst mánuðar er að drekka 1,5 líter af vatni daglega......

1 comment:

  1. Hvaða lauka og til hvers?
    http://yogahusid.123.is/page/34307/
    Þetta sýnist nokkuð sanngjarnt en óhentugt bæði stund og staður. Ég þarf að leita betur.

    ReplyDelete

þú mátt tala hafrún