31 July 2012

sitt lítið af hverju um skotæfingar

..Æ-maðurinn ætlar að skjóta fuglinn, ég ætla að verka hann, elda og borða.

Og það þrátt fyrir að ég er grænmetisæta....

Toppmaðurinn hefur samþykkt að hleypa mér inn á yfirráðasvæði sitt í Kjósinni og það með skotvopn. Ég hefði alveg verið til í að komast á bát þar með stöng líka.

En ætli það verði ekki að bíða Nördsins....

Ég heyrði í Artdan.   Hann á orðið skotvopn og leyfi og er til í að leika við mig á skotsvæðinu hans.

Hvenær sem það verður.....

Ég verð að eignast betri kíkir á riffilinn og það helst í gær.   Maður getur víst hitt í miðjupunktinn í hverju skoti ef maður sér hvert maður miðar.   Ég þarf líka að eignast stóran riffil seinna og haglara og felubúning og tösku og ennþá stærri kíki og.....  og.....

Ég er að hugsa um að mæta á silhouette-æfingu sem fyrst...   svo fæ ég að fara á gæsaveiðir með frænda og á eftir að gráta utan í bróður hennar hafrúnar til að fá að liggja á greni með honum...


Þetta er sko alveg eitthvað til að vera ánægður með.....

No comments:

Post a Comment

þú mátt tala hafrún