13 November 2012

to do before I die...

...hefur tilhneigingu til að vaxa þrátt fyrir sannfæringu mína um að það sé í lagi að deyja þegar að því kemur.  Aftan að mér læðast hugsanir eins og úbbs....  ef flugvélin hrapar á leiðinni milli Íslands og Rúmeníu á ég eftir að prófa að renna mér niður Vatnajökul á skíðum, fara 24x24 á fullu blasti, synda yfir í Viðey eða eignast kærasta.

to do before I die er of mikið til að það rúmist á einni stuttri ævi og hvað þá fyrir það sem eftir er af lífsleið minni sem nú þegar er meira en hálfnuð.

athafnagleði mín rúmast ekki í lífshlaupi mínu....  hverju á ég eiginlega að sleppa.


það er farið að styttast í jól.........

2 comments:

  1. Hvernig væri að taka einn dag í einu og njóta hans án þess að velta sér upp úr því hvað þú eigir eftir að gera mikið?
    Svo geturu talið hvað þú nærð mörgum þannig dögum áður en þú deyrð.
    Ég fyrir mína parta væri ánægð með að safna á svoleiðis lista.
    HB

    ReplyDelete
  2. hmm..... ég sem er ekki byrjuð á einni einustu lopapeysu. Á eftir að lesa óteljandi bækur, horfa á ótlejandi myndir, þætti og aðra leiki....
    Læra spænsku, þýsku, ensku og íslensku. Hreyfa mig á mörgum fjöllum og ferðum og upplifa óteljandi ævintýri.....

    ReplyDelete

þú mátt tala hafrún