07 September 2012

utanlandsreisa

Sit sveitt við að kynna mér Rúmeníu þar sem ég ætla að eyða einni viku í desember við að leiðbeina þeim við það sem ég kann.

megas ómar á heimili mínu...  mér er kalt... og ég verð að vera mætt á nýliðaæfingu klukkan níu í fyrramálið í henni Reykjavík...

Markmið vikunnar:   ..að senda út öll póstkortin sem ég er búin að skrifa á..

Markmið morgundagsins:   ..að baka súrdeigsbrauð..

2 comments:

  1. Gott að hafa markmið, ég hef líka markmið fyrir daginn en er alls ekki viss um að ég nái þeim frekar en markmiðum gærdagsins. Í morgun bakaði ég þó súrdeigsbrauðin sem ég ætlaði að baka í gær. Þau stóðu á eldhúsbekknum þar til í morgun að þau fóru í ofninn og líta glæsileg út. Ég held samt að það sé sveppabragð af þeim! Og svo gleymdi ég að taka í næsta súr. Ég þarf að fá hjá þér svo ekki gera neitt án þess að tala við mig fyrst :ö

    ReplyDelete
  2. hahahahahaha..... jamm.. hafrún ég geymi.

    ReplyDelete

þú mátt tala hafrún