30 November 2012

Síðasti kennsludagurinn var í dag

Eins og venjulega kenndu þau mér ekkert minna en ég kenndi þeim.  Áður en ég blæs samt úr nös og gleðst yfir skólalokum verð ég að senda kennsluáætlunina frá mér.

Svo bara byrjar ballið aftur í byrjun janúar.....

Næringargildi matvæla er uppáhalds lesefni dagsins.

Pastað með tómat, kókosmjólk, lauk, hvítlauk og spínati skoraði hátt í magagleðisamkeppni dagsins.

Gleði dagsins liggur samt mest í að hafa séð að PuttaJesús er mættur aftur á Facebook.

Það eru sjö dagar í Rúmeníu......

28 November 2012

níu læknar

Ég hef lengi vitað að ég þarf sól, hreint loft, hreyfingu, vatn, hollt fæði, rétta líkamsstöðu og föstu til að viðhalda heilbrigði en ég hef ekki enn gert mér grein fyrir mikilvægi hvíldar á hvers manns líf.

Eitt af því sem ég þarf greinilega að setja á To Do listann minn.....

Ég las bók.  Stundum les ég eins og eina og eina bók.  Núna las ég Bragg.   Bragg sagði meðal annars:  ..Salt er óhollt og á ekki undir neinum kringum stæðum að vera partur af fæði venjulegs manns.  Salt er hinum lifandi manni algjörlega óþarft.  Þrír fimmtu hlutar fæðunnar ætti að vera ávextir og grænmeti bæði hrátt og soðið.  Alkaline-forming foods og acid-forming ætti að vera 80 % á móti 20%. eða Basískt á móti súru.  

Take time to Work-
it is the price of success
Take time to Think-
it is the source of power
Take time to Play-
it is the secret of youth
Take time to Read-
it is the foundation of knowledge
Take time to Worship-
it is the highway of reverence and 
washes the dust of earth from our eyes
Take time to Help and Enjoy Friends-
it is the source of happiness
Take time to Love and Share
it is the one sacrament of life
Take time to Dream-
it hitches the soul to the stars
Take time to Laugh-
it is the singing that helps life's loads
Take time for Beauty-
it is everywhere in nature
Take time for Health-
it is the true wealth and treasure of life
Take time to Plan-
it is the secret of being able to have time for the first 11 things

Hann sagði eitthvað meira athyglisvert hann Bragg sem ég á eftir að skoða nánar eins og eitthvað um öndun og hvað ég borða með hverju....  eða eitthvað.

Ég er svolítið hrifin af Bragg.  Hann er svo óendanlega Amerískur út í gegn kallinn.

24 November 2012

fasta...

...er eitthvað sem ég skoða núna sem mögulegan lífsstíl.

Það er raunverulega til fullt af fólki sem fastar einn dag í viku, á þriggja mánaða fresti í 3-7 daga og svo einu sinni á ári í lengri tíma.
Þessir einstaklingar fasta af nokkrum ástæðum.  S.s.til að auka innihald bæna sinna, til að ná sambandi við sitt innra sjálft og svo til að gefa líkamanum tíma og frelsi til að lækna sig sjálfan.
Sumir þeissara einstaklinga fasta á safa, aðrir á vatni og margir á venjulegum mat

Ég veit ekki hver verður minn stíll eða á hverju ég kem til með að fasta.  Þó verð ég að segja að umheimsfasta heillar mig mest.   Sé það eiginlega fyrir mér í hillingum að koma mér fyrir í helli reglulega með ekkert nema nauðþurftir og góða bók og dvelja þar án samskipta, umhverfistruflanna eða vinnuskyldu.

Góð hugmynd......

Á heimili mínu eru tvær Ficus Microcarpa.  Ein stór og ein lítil.  Ég er ekki frá því að þær fái meiri athygli en ég frá Leigufélaga mínum, mér til lítillar ánægju.  Hér er líka skemmtilega skringilegur kaktus og matjurt af óþekktum uppruna.

Hér er samt gott að vera......

13 November 2012

to do before I die...

...hefur tilhneigingu til að vaxa þrátt fyrir sannfæringu mína um að það sé í lagi að deyja þegar að því kemur.  Aftan að mér læðast hugsanir eins og úbbs....  ef flugvélin hrapar á leiðinni milli Íslands og Rúmeníu á ég eftir að prófa að renna mér niður Vatnajökul á skíðum, fara 24x24 á fullu blasti, synda yfir í Viðey eða eignast kærasta.

to do before I die er of mikið til að það rúmist á einni stuttri ævi og hvað þá fyrir það sem eftir er af lífsleið minni sem nú þegar er meira en hálfnuð.

athafnagleði mín rúmast ekki í lífshlaupi mínu....  hverju á ég eiginlega að sleppa.


það er farið að styttast í jól.........

04 November 2012

núna þarf að taka til í letilistanum...

...en vegna leti skelli ég því á vinnuvinnslu kvöldsins.

 Í gær þakkaði kona mér fyrir að vera til.  Ég var reyndar merkt Björgunarsveitinni alveg bak og fyrir en var samt alveg verulega þakklát konunni fyrir þessi orð.   

Næringarfræðin böglast um í hausnum á mér.   Helst vildi ég að einhver skrifaði niður formúlu fyrir mig sem verulega virkaði normal í hausnum á mér.  Einhver segir eitthvað, sem ég væri til í að væri satt, en sami einstaklingur hrúgar próteindufti sem hann sjálfur er að selja á hinum almenna markaði út í morgunmatinn sinn.  Hvernig á ég að geta krafsað sannleikann upp úr skítnum....

Ég hef samt þrátt fyrir að vita ekki hvað snýr upp og hvað snýr niður í þessum fræðum tekið meðvitaða ákvörðun um að eta bætiefni út í eitt í nóvember og desember.

Kelp eða þaratöflur -- Spírulínu -- Dvítamín -- B12 -- B6 -- folic acid -- alhliða vítamín -- omega 3 og 6 gjafa kannski í formi Krillolíu og svo allt sem ég held að sé úber hollt.

Gott plan....

Ég ákvað að gera ekkert í allan dag....  Ekkert.... fólst í dag í því að ganga frá síðustu kennslu, undirbúa þá næstu, leggjast í freyðibað, elda mér súpu og steikja nokkurs konar nanbrauð á pönnu....


kókosmjólk, laukar, grasker, linsubaunir, engiferrót, tómatmauk, sellerístönglar, kanilstöng og negulnaglar..
já, og smá chillipipar.

Nanbrauðið samanstendur af vatni, spelti og smá þangi....


Leyndarmál lífsins felast víst í hinum smáu hlutum hversdagsleikans.