29 October 2014

skoðanir dagsins..

..ég ætla að henda skólabókunum mínum og öllum þeim bókum sem sneta ekki sál mína,,

Lífið er of stutt og plássið takmarkað.  Svo held ég að það trufli lífsgleðina og tæti sálina að hafa alltaf allt fullt af einhverju sem á að gera seinna í nánasta umhverfinu.

Robert A. Johnson er minn maður í dag...

Með Willowing-Art:
Stimplar búnir til úr gamalli tjalddýni sem fékk óvænt nýtt líf.   Vatnslita-trélitur og akríl-litir


Ég les Ævintýraferð Fakírsins sem festist inni í ÍKEA-skáp og borða popp með.....

27 October 2014

hugleiðingar mínar

Heimurinn hamast yfir stríðsátökum, sveltandi heimi og einhverju.  Við hömumst yfir vopna -gjöfum, -byrgðum og- notkun íslenskrar löggæslu.  Og við sem vitum ekkert, emjum og æpum hæst yfir þessum óhæfu verkum og það helst við eldhúsborðið heima hjá okkur.

Ég sit á kaffi París og drekk kaffi.  Með vandlætingu yfir enn einu kaffi / veitingarhúsi sem er ekki með ætan bita á matseðlinum fyrir harðar grænmetisætur, góni ég út í loftið milli þess sem  ég skrifa hugleiðingar mínar.

BÓKIN á ekki bækurnar sem ég leita að en þéttvaxinn krulli, með ópalpakka, sem hann bauð mér að deila með  sér, kom með tillögu sem ég var tilneydd að þakka með faðmlagi og siguröskri.

Maðurinn er klárlega krúttmoli dagsins að mínu mati....

Ég er ekki kona margra hugsana þar sem ég er sannfærð um að það sé búið að hugsa allt það sem hægt er að hugsa í þessari veröld og því ekki hægt að hugsa neitt sem ekki hefur áður verið upphugsað.  Auk þess elska ég tilhugsunina um að hugmyndin fljóti um í tóminu og komi reglulega sveimandi inn í hugmyndaheim mannanna þar sem sá sem fyrstur er og í bestu hugsanlegu aðstæðunum til að grípa tækifærið og framkvæma hlýtur heiðurinn á blöðum heimssögunnar.

Hugsanirnar sem ég greip í dag voru ekki þess eðlis að ég sjái fram á að leysa lífsgátuna fyrir háttamál en þær voru mínar og ég gældi við þær fram eftir kvöldi eða þar til ég var komin með bók á milli handa minna sem ég keypti í Eymundsson.

Hvar skítur sambýlismaðurinn þegar hann er á hjartastað sínum.....

Veltur hraði tímans á athöfnum hvers og eins og eiga þá þeir sem framkvæma ekkert langa ævi.....

Er betra að hafa ástríðu fyrir vinnunni sinni eða venjubundna samviskusemi.....

25 October 2014

An anti-elitist

Ég tók styrkleikapróf á netinu samkvæmt fyrirmælum frá vinnunni.

Eftir 180 spurningar, misskiljanlegar á ensku og með stressandi stuttan svörunartíma, komst tölvan að því að ég er:

Includer
Futuristic
Adaptability
Postitivity
Restorative

Auðvitað er ég búin að skoða alla möguleikana sem þetta forrit bíður upp á og verð að segja að þetta er skemmtilegasta stjörnuspáin sem ég hef komist í....

Nú er ég farin að bíða eftir því að sú sem ræður öllu tali við mig um þessa styrkleika mína,  og sjá hvernig hún ætlast til að ég vinni með þá.


Ég fór á Babalú í vikunni....


Þegar ég kom heim reyndi ég að vinna með myndefnið.....


19 October 2014

leti

mig langar að skríða ofan í holu og vera þar í óræðan tíma...

Willowing-Art verkefni sem sat í tossahrúgunni.  Ég átti ekki ink og notaði því bara það sem var við hendina...  ennþá ókláruð þar sem ég á eftir að teikna mynstur í hana...



Ég ætla í vinnu á morgun...   sumarfríi lokið.


18 October 2014

listamannslíf mitt..

 ..er ekki farið að skila meiri færni ennþá.    ...en ég vona að það komi.

 Æfingin skapar meistarann eins og þar er sagt.

Willowing-Art.
Með Tamara Laporte málaði ég þessi blóm með fingrunum, akríllitum, Crayons,  með pensli, skafað með skaftinu á pensli, smá slettum og smá tilraun til að láta litinn leka til..


Samkvæmt mínum gúrúum í myndlistinni í augnablikinu er gott að gera tilraunir í litar bækur.  

Ég tek mér það til fyrirmyndar.   


Svart-Gesso á blaðið og akríllitirnir mínir sitja á í taumum.


hreyfing:   ...teikna, lita, leika..

næring:   ...c-vítamín..

uppákoma dagsins:   ...afmælisveisla tengdadóttur..

kærleiksverk:   ...taka upp snið á buxum..

17 October 2014

fyrir vestan alla fegurð...

...bý ég og læt mig dreyma um að verða bóndi einhvern tíma.

Willowing-Art á hug minn og hjarta öllum stundum svo það er nánast leiðinlegt að þurfa að borða, hugsa um heimili og að mæta í vinnu...



hreyfing;   ...elta ryksuguna um allt hús..

næring;   ...hafragrautur með bláberjum, c-vítamín í miklu magni og söl..

nýjasta uppáhaldið:   ...Dirty Foot Prints..

nýjasta eignin;   ...black gesso..

06 October 2014

Það verður aldrei allt óbreytt um aldur og ævi


 Ég æfði alla helgina að færa myndir af pappír á annan pappír og málaði svo yfir eina.
Þessar myndir eru ekki fullkláraðar en þær verða það einhvern tíma...

Þetta er mynd sem ég byrjaði á fyrir kunningja konu.



Svo ákvað ég að breyta bakgrunninum og nennti ekki að teikna myndina upp aftur...


Svo langaði mig að sjá hvað myndi gerast ef hún yrði færð í lit...



 Vá hvað ég elska þessar tilraunir....   ég gæti verið endalaust að leika mér með þetta....