Ég gleymi þeim reglulega eða brenni þeim vegna þarfar annarra í kringum mig. Ég er skopparakringla sem reglulega hringsnýst í kringum þá sem ég elska. Yfirleitt karlmenn sem vilja ekkert með mig hafa. En hann Halldór Kiljan Laxness er klárlega minn maður í dag.....
Við mæðgur fórum út. Okkur sammældist um það að hreyfing myndi breyta öllu.
Eftir að við vorum búnar að kanna tilgang skúrsins við bæjardyrnar og mæla hæð vörðunnar upp á hæðinni mokuðum við pallinn.
Stefnan er svo sett á bjórdrykkju og heitapottaferð fyrir nóttina...
Nýjasta áhugamálið er að mála lítil kort. Í sambandi við myndlistanámskeiðið sem ég er á er boðið upp á ACT-klúbb sem er klúbburinn sem málar smákort eftir þema. Ég varð svo heilluð að ég er búin að gera kort fyrir heila fílahjörð...
Það sem heillar mig mest í augnablikinu er Aboriginal art of Australia...
hreyfing: ...mokstur á pallinum..
næring: ...hummus úr pingbaunum..
uppljómun: ...Terence Mackenna