11 March 2013

hugsanavilla

..mér hættir til að einblína of mikið á það sem ég geri ekki í stað þess að sjá það sem ég þó framkvæmi...

um leið og ég steig inn um dyrnar þar sem ég halla höfði mínu alla daga varð mér hugsað til þess að ég hefði ekkert þrifið í dag, ekki litið auga í bók og að ég væri ekki búin að gera neitt af viti í allan dag ef frá eru talin afrek mín á vinnustað..

ég náði samt í þetta sinn að snúa út úr þessari hugsanavillu og telja upp fyrir sjálfri mér hvað ég hafði samt virkilega framkvæmt..

ég mætti á vinnustað eftir allt of lítin nætursvefn..
ég vann vinnuna mína á vinnustaðnum..
ég heimsótti pabba..
ég fór heim og skipti um föt og staðalbúnað í bakpokanum..
ég hjólaði um hálfa Reykjavík..
og
ég drakk einn dökkan

ekkert smá góður dagur, dagurinn í dag

No comments:

Post a Comment

þú mátt tala hafrún