10 March 2013

það er ennþá til gott fólk

Eins og oft áður framkvæmdi ég án þess að hugsa...

Ég gekk á Esjuna og þegar ég kom niður ákvað ég að koma við í Krónunni til að versla mér eitthvað að borða strax.  Perur fóru í körfuna, tómatar og klósettpappír og ég skundaði að afgreiðsluborði.  Þegar röðin kom að mér skellti ég draslinu á borðið og reif upp bakpokann til að borga.   En þar var bara ekki nokkurn hlut að finna sem hægt var að borga með þótt ég leitaði vandlega.  Svo ég urraði bara:  ..þá verð ég bara að hætta við að versla..   Mér til undrunar vildi konan á eftir mér borga vörurnar mínar og gerði.

Svo sagði hún bara:   ..þú borðar þetta næst þegar við hittumst..

Ég tali það nú ekki öruggt að við hittumst nokkurn tíma aftur svo að ég fékk reiknisnúmerið hennar og laggði inn á hana um leið og ég kom heim.

Og svo segja einhverjir að:  heimurinn versnandi fer.

Ég er ekki sammála því.

No comments:

Post a Comment

þú mátt tala hafrún