Járnið er komið í hús og verður dælt í mig með venfló, hvað svo sem það nú er. Svo gleðin og hreyfigetan fer að kikka inn á næstu vikum ef allt er eins og það á að vera.
Annars er ég algjörlega búin að missa undan mér fótana í þessum skorti. En það þarf víst ekki mikið til. Mér skilst að múgur og margmenni búi um sig inn í mér og heimti sitt.
Mundos nuVos hangir á borðinu engum til gagns. Himnaríki og helvíti líka. Svo og allt hitt sem ég tel mig þurfa að lesa, skoða eða læra hratt og vel.
Ég er búin að planta mér í stofunni með skólabækur og sojabaunirnar eru að sullast um í pottinum á leiðinni í hummus. Mig langar í bjór og á engan. Mig langar líka í síkarettu en á enga og er líka löngu hætt þeim ósóma. Mér bara varð það á að prufa nikótíntyggjó og einhvern veginn kikkaði það svo inn á sálina að hún situr daginn inn og út og vælir. Mig skortir staðfestuna á múginn minn.
Ég á mér úrklippubók. Bókina um fólkið sem ég er að skoða. Í henni er Jón Gnarr og það sem hann hefur verið að bardúsa við undanfarið. Þar er líka Daniel Johnston, listamaður sem ég eyddi tíma í að hlusta á og lesa um, eftir að ég horfði á heimildarmyndina The Devil and Daniel Johnston. Maðurinn syngur um lífið og leikur sér í myndlist meðan hann berst við að halda geðheilsu. Hann Jack Kevorkian er þar líka vegna þess að ég fór að velta mér upp úr hvað væri merkilegt við hann eftir að hafa horft á heimildamynd þar sem honum brá fyrir í lautarferð. Sixto Diaz Rodriguez er þar líka, þar sem ég hermdi eftir Jóni Gnarr og horfði á heimildamynd um leitina að SykurManninum. Tónlistamaður sem varð frægur án þess að vita af því í fjarlægu landi.
Ég geri ráð fyrir að þessi bók þykkni og gildni með tímanum af áhugaverðu fólki eða bara fólki sem er einhvern veginn þannig að það sé gott að hafa það í bókinni...
Æi, NIKOTÍNtyggjó! Hvaða réttlætingu gastu fundið?
ReplyDeleteÞú ætlaðir að lána mér Himnaríki og helvíti og koma með hana í bæinn í dag ef ég man rétt.
Farðu að drífa í að klára hana.
H