Þar sem ég stóð í sjálfu musteri bókanna ákvað ég að það væri komin tími til að kynnast Spáni aðeins betur. Út rogaðist ég með tvær þykkar og feitar og tvær aðeins þynnri. Hugsandi um hvort þessi bókalán komi til með að lukkast eitthvað betur en önnur hjá mér, hugga ég mig við það að án míns stuðnings væru aldrei keyptar inn nýjar bækur.
En ef ég veit ekki eitthvað meira um Spán bráðum er mér bara ekki við bjargandi.
Me, llamo Elín y me apellido Helgadóttir.
Bráðum verð ég spænskumælandi.....
Bráðum verð ég líka byrjuð að prjóna mér peysu, að elda mér graut og teikna á eins og eitt kort. En það er bara bráðum....
Hmm, ekki gott, en þetta orð „félagastuðningur“ kemur mér frekar spánskt fyrir sjónir.
ReplyDeleteVið skulum bara hætta þessu brölti út um mela og móa, finna okkur ruggustóla og prjóna peysur.
H