03 February 2013

nennan er dauð

...ég sit hér ein í ruglinu og nenni engu.

Dagbókin andar köldu á mig.  Rúmið er fráhrindandi.  Og tölvulíf er ekkert að gera sig.

Ég er búin að skrifa nokkur orð á blað og stilla vatnskönnunni minn ofan á það.  Á morgun ætla ég svo að drekka kristalana ofan í mig í fullvissu þess að svona sé þetta.

Ég er komin með málstol.  Þegar ég ætla að segja eitthvað, drattlast orðin út úr mér eins og þau eigi sér sjálfstætt líf.  Terabæt verða að tetrabætum og tetrastöð þá væntanlega að terastöð.  Eða eitthvað...  Ég er líka með hugsanastol því frá því um síðustu helgi er ég búin að glíma við það að reyna að muna með hverjum Kevorkian var í lautaferð og í hvaða þætti.  Ég horfði á það með mínum eigin augum en einhvern veginn tíndist sjónræn úrvinnsla áður en hún vistaðist á harða diskinum.

Te-vísdómsorðin:  ..The physical body is a temple..

Næring:  ..tofu hjá vinkonu..

Hreyfing:  ..hraðganga frá strætistöð fyrir hálf níu í morgun á leið í vinnu..

Ég er að leita mér að nýjum markmiðum.

2 comments:

  1. http://www.ismennt.is/not/gve/markmid.htm :Þ


    Ég veit um gott markmið handa þér :o
    Lærðu spænskuna almennilega.
    H

    ReplyDelete
  2. http://www.crunchybetty.com/coconut-butter-recipe-3-steps-to-bliss
    Hefurðu ekki aðgang að matvinnsluvél, það er ómögulegt að gera þetta almennilega í blandaranum.

    ReplyDelete

þú mátt tala hafrún