13 January 2013

maraþonáhorf

Mér líður eins og ég hafi verið hlunnfarin.

Á laugardag ákvað ég að taka allar Fóstbræðraseríurnar og horfa út í eitt þar til málinu væri lokið.  Í fræðsluyfirliti um Gnarr stendur að þættirnir séu 37 talsins en það sem ég hef undir höndum telur bara 36 og þar af eru tvær þættirnir þeir sömu.   

Hvar og um hvað eru þessir tveir sem ég fer á mis við.....

Úti er farið að snjóa....  og ég hugsa með öfund til krakkanna sem eru í Brynjudal upp undir Súlu að æfa sig á broddum.  Ef ekki væri fyrir vinnu væri ég þar líka.   Það er alltaf jafn skrítið að hugsa til þess hvað vinnan getur truflað mikið fyrir allri áætlunargerð og rifið frá manni margar ánægjustundir án þess þó að maður hljóti varanlegt tjón af.

Ekki vildi ég, í það minnsta, vera án vinnunnar minnar.....

Megi Bonzai-tréð mitt braggast...  megi Skipulagsgáfa mín aukast.. megi lífið blasa við mér um aldur of ævi.. megi ég eiga margar ánægjustundir með fjölskyldu minni og vinum..  og..  megi ég bara heil vera..

Bráðum kemur að því að ég skófli í mig súrum hrútspungum.....

No comments:

Post a Comment

þú mátt tala hafrún