15 January 2013

ég ætti að vera að gera eitthvað sem ég er bara ekki að gera...

Eiginlega líður mér oft þannig.

Það er, þegar þungt eirðarleysi læðist um sálina og hugsanir mínar snúast um að ég nái ekki að gera allt sem  ég vil og spurningin algóða læsir sig um innviði lífs míns:   ..hvað færir mig næst alheims hamingju..

Er ég að missa af einhverju....

Næring:   ..sæt og nípur..

Hreyfing:  ..ryksugueltingarleikur um allt hús..

Ég grét yfir  Þjóð í hlekkjum hugarfarsins í gær.  Í dag er ég full upp í kok, af gremju fyrir hönd þeirra sem minna mega sín. Vistabönd voru vond bönd.  Stjórnmálaklíkuvinnubrögð dagsins í dag eru líka slæm brögð.  Ég geri samt ekki ráð fyrir að standa upp á afturfæturnar og berjast fyrir bættum landsstjórnunareiginleikum þeirra sem ég gef, hef gefið og mun gefa völdin á landinu.

Mig langar að sauma mér peysuföt.....

3 comments:

  1. „Mig langar, svo mig langar svo að....“

    Þú missir af einhverju meðan þú kemst ekki undir enda regnbogans, innra með þér.
    H

    ReplyDelete
  2. endi regnbogans virðis altaf færast úr stað þegar ég næ honum.....

    ReplyDelete
  3. Það er eðli regnboga.

    ReplyDelete

þú mátt tala hafrún