Ég er ennþá með hugann bundinn við Jón Gnarr en þegar ég er búin að fá mig sadda af honum ætla ég að lesa Biblíuna.
Strákur í vinnunni minni sagði að það væri ómögulegt að vara að lesa svona margt í einu. Hann sagði að það væri betra að byrja á einhverju og klára það. Það getur vel verið að hann segi satt en ég get bara ekki fest hugann við eitthvað eitt og hangið þar.
Ég er að skoða tákn heimsins, grænmetisuppskriftir, ræktun kryddjurta, Karl Pilkington, Gnarr, útivist, föstur, næringarfræði og neðanþvottamálefni.
Í dag ætla ég samt að liggja bara í rúminu og sofa......
Ég ætla að lesa Birtíng, Sýnisbók heimsbókmenntanna (þú átt hana, veistu hvar hún er?), Reykjavíkurnætur, Hvarfið, Eric, Fragle things, Rof, Myrknætti, Flöskuskeyti frá P, Game of Thrones, Ofsa, Óvinafagnað, Skáld og Illsku (svo eitthvað sé nefnt). En ekki allar í einu!
ReplyDeleteHB