Í allan dag hef ég setið með hönd undir kinn og hugsað um liðið ár og velt fyrir mér möguleikum þess sem gengið er í garð. Er þetta það sem ég vil.... Er þetta akúrat það sem lífi mínu var ætlað.... Er þetta Vegurinn....
Ég hef lifað fyrirlitningu, gremju, tuð og nagg. Ég hef líka lifað upphafningu, aðdáund og góðvild. Ég hef staðið í snjó upp að ökla í einum fjallgarði Frónsins með þrek á við hjartasjúkling vegna vítamínsskorts sem má með góðum vilja og lítilli fyrirhöfn rekja til lífsstílsins, ef vilji er fyrir hendi. Ég hef einnig lifað margar stundir í hungri vegna þess að samfélagið býður ekki upp á rétta fæðið fyrir fólk sem lifir eftir þeim lífsstíl sem ég kaus mér. Ég hef oftar en ég vil muna "þurft" að borða hafragraut í öll mál vegna skipulagsskorts. Og ég hef tekið þá ákvörðun......
.......að borða bara það sem ég vil þegar ég vil.
Ef það felur í sér að vera grænmetisæta fyrir lífstíð ætla ég að halda því fyrir mig.....
Taktu nú samt B vítamín. :ö
ReplyDeleteÉg skal reyna að tuða minna í ár ;)
HB