23 April 2012

rúsínur

Í dag hoppaði ég út í kaldan, SEX komma eitthvað heitan, sjó.  Það var aðeins of kalt fyrir mig til að synda út að kletti, skríða þar í land og ganga svo sem leið lá yfir að heita pottinum.  Öndunin fraus, húðin hljóp í flekki og eitt andartak skreið hræðslan upp eftir hrygg mínum og skildi eftir sig sár á sálinni.

Núna er liðin rúm vika frá því að ég flutti inn í Mosfellsbæ til að líta til með einu húsi og öllu sem tilheyrði því.  Á einhvern undarlegan hátt líður mér eins og hér eigi ég heima.  Að þetta sé sundlaugin mín, bókasafnið mitt og gönguleiðarnar mínar.

En það er ekki veruleiki minn........

Kvöldinu í kvöld eyddi ég í að holufylla þessa tilveru.  Ég gaf börnunum að borða það sem þau vildu.  Ég æddi um húsið til að ganga frá drasli sem ég var nokkuð viss um að hafa ekki verið þegar Heilsuhvíslarinn fór. Og ég strauk öllu hlýju, reyndi að hlúa að því eftir bestu getu og hugsði um hvað heima er alltaf best...

Ég er fátæklingur með iPhone4 í vasanum og akandi um á vespuræfli.


Það er að segja að ég er nógu fátæk til að ganga um á rifnum skóm með sæluglott á andlitinu yfir auðleggð minni....   

1 comment:

þú mátt tala hafrún