25 April 2012

tíminn drepinn

Ég var rekin úr félagsskap fólks sem ég er búin að vera í síðan ég man eftir mér.   Ég var rekin fyrir að vera leiðinleg og fyrir að vera sofnuð rétt upp úr miðnætti.   Toppmaðurinn segir að eitthvað hafi breyst og ekki til batnaðar.  Hann heldur því fram að það sé grasið.


Frá mínu sjónarhorni er allt eins og það á að vera....

Ég borðaði, ég fór í pottinn, ég rölti niður í á (reyndar ein og í sopa) og ég fór út í ánna sem strákarnir halda fram að sé sjór og settist niður til að skýra hugann.

Ég lifði hratt, sofnaði snemma og var komin á fætur nógu snemma til að heyra hamingjuhljóð samferðafélaga minna deyja inn í daginn.

Ég kláraði svo að ganga á það Helgafell sem þarna stendur fyrir hádegi.


Þá telst mér til að ég sé búin að ganga á helming þeirra Helgafella sem á Íslandi standa eða 4 af 8....

Ef ég reykti væri ég með einbeittan ásetning um að keyra niður í Hvalfjarðargöngin, stoppa bílinn, leggjast upp á húddið og reykja eina rettu.   Þar sem ég reyki ekki verður þetta seint að veruleika nema Æ-maðurinn láni mér rafrettuna sína og sjái um að reykja eina alvöru, um leið, til að ljá mér lykt. 

Á leiðinni vestur andaði ég að mér loftleysinu og þreyfði á hitastiginu þarna niðri  í jörðinni.........

Á leiðinni suður aftur ók ég vagni Nördsins og ég er á honum enn......

Skemmtilegt að vera búin að skoða Stykkishólm, að hafa borðað í skemmtilegum félagsskap og að hafa rennt niður eins og einni hvítvínsflösku á virkum degi.   

Skál.....

No comments:

Post a Comment

þú mátt tala hafrún