23 April 2012

elina.blogcentral.is

geymir sögu lífs míns eftir að ég fór að lifa því....

Ég fór á fætur í morgun þótt ég nennti því ekki, rúllaði upp í Esjuhlíðar og kom mér svo fyrir í heitapottinum í Lágafellslauginni fram að lögbundnum vinnutíma mínum á Mínum Vinnustað.

Það eru tuttugu dagar þar til ég ætla mér að standa á toppi Íslands.  Ég veit ekki á hvaða hraða ég verð á leiðinni en ég er hrædd um að ég verði síðust.   Það góða er að sá fremsti er háður þeim síðasta svo að ég verð ekki skilin eftir.

Á morgun er stubbadagur á Mínum Vinnustað svo ég ætti að hafa smá tíma til að taka til áður en Heilsuhvíslarinn kemur heim.   Á morgun er líka sjósund í sjálfu Atlantshafinu og bara einn dagur þar til ég verð stödd í heitum potti meðal hluta vinnufélaga minna.

Ég er að reyna að fletta bók sem ég fann hér um KUNDALINI YOGA en hef bara ekki orku til að vaka svona lengi.

Ég á mér ósk.........

No comments:

Post a Comment

þú mátt tala hafrún