21 April 2012

langarmikiðaðskríðaundirsængogsofalengi

Úti er nánast myrkur en blár og rauður litur sólsetursins dregur til sín augu mín hér úr rúminu sem er í herbergi Heilsuhvíslarans.  Herberginu sem ég vil eiga um aldur og ævi.   Ég velti því fyrir mér hvort ég hafi einhvern hústökurétt þar sem það er ég sem er hér núna en ekki hún.

Annars lifir allt kvikt hér í húsinu ennþá, húsið er heilt og allir við hestaheilsu.  Það hlýtur að vera jákvætt.....

Ég fór á Esjuna í morgun, skellti mér í Lágafellslaug og vann mína tólf tíma á Mínum Vinnustað.   Morgundagurinn verður skuggamynd af þessum degi.   Nema betri.

Svo nenni ég bara ekki að hugsa meira, skrifa meira eða yfir höfuð að gera neitt meira á þessum degi.  Ég er þreytt....

No comments:

Post a Comment

þú mátt tala hafrún